Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 32
FERM
IN
GAR
TILBO
Ð
ÍFULLUM
GANGI
R10.000 kr.AFSLÁTTUR AFHEILSURÚMUM
25%
AFSLÁTTUR AF
MJÚKVÖRU
VIÐ DÝNUKAUP
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Ný sérsýning verður opnuð í
Rokksafni Íslands á sunnu-
daginn, 7. mars, kl. 15, og
ber hún titilinn Melódíur
minninganna & Jón Kr.
Ólafsson. Sýningin fjallar
um söngvarann Jón Kr.
Ólafsson og tónlistarsafn
hans Melódíur minninganna sem er til húsa á Bíldudal.
Undirbúningur að sýningunni hefur staðið síðan í júní í
fyrra, segir um sýninguna á Facebook, og að á henni
megi finna fjölmarga muni sem Jón hafi safnað í gegn-
um tíðina frá tónlistarferli sínum og öðrum tónlistar-
mönnum svo sem Elly Vilhjálms, Ragga Bjarna, Hauki
Morthens, Svavari Gests, Stuðmönnum og fleirum.
Gestir sýningarinnar munu geta upplifað safnið Mel-
ódíur minninganna á Bíldudal með aðstoð tækninnar
en hluti af sýningunni á Rokksafni Íslands er gagnvirk
sýndarveruleikagleraugu sem gera gestum kleift að
skoða og ganga um tónlistarsafnið, sem myndað var
sérstaklega fyrir sýninguna, segir í tilkynningu.
Melódíur minninganna & Jón Kr.
Ólafsson í Rokksafni Íslands
FÖSTUDAGUR 5. MARS 64. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Collin Pryor var stigahæstur ÍR-inga þegar liðið fékk
Tindastól í heimsókn í úrvalsdeild karla í körfuknatt-
leik, Dominos-deildinni, í Seljaskóla í Breiðholti í gær.
Leiknum lauk með 91:69-sigri ÍR sem hafði tapað þrem-
ur leikjum í röð fyrir leik gærkvöldsins. Þá vann KR
fjögurra stiga sigur gegn Njarðvík í Ljónagryfjunni og
Keflavík stórsigur gegn Þór frá Akureyri í Blue-höllinni í
Keflavík. Nýliðar Hattar gerðu svo góða ferð til Grinda-
víkur og unnu sjö stiga sigur gegn Grindjánum í HS
Orku-höllinni í Grindavík. »26
ÍR kom til baka gegn Tindastóli í
Breiðholti eftir þrjá tapleiki í röð
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eldgos heilla alltaf og spennan
eykst,“ segir Ragnar Th. Sigurðsson
ljósmyndari. Hann hefur fengist við
ljósmyndun í tæplega hálfa öld og
sérstaklega lagt sig eftir að mynda
náttúru landsins, svipmót hennar og
umbrot. Ragnar fylgist því eðlilega
vel með framvindu mála á Reykja-
nesskaganum; jarðhræringum og
því hvort eldgos brýst út, eins og vís-
indamenn gera allt eins ráð fyrir.
Ferilinn sem ljósmyndari hóf Ragn-
ar á Dagblaðinu árið 1975. Rétt fyrir
jól það ár hófust Kröflueldar og til
1984 urðu alls níu eldgos á svæðinu.
Lærði að varast hættur
„Ljósmyndurum og fréttamönn-
um leyfðist fyrr á tíð að fara alveg að
glóandi hrauni, þúsund gráða heitu,
og af því lærði maður að varast
hætturnar. Þar er lykilregla að var-
ast gasmengun og fara til dæmis
ekki ofan í dældir og lautir. Vera
með gasmæli og -grímur, hafa hjálm
á höfði og vera vel klæddur. Einnig
að lesa í umhverfið og hafa alltaf
undankomuleið taki atburðarásin
óvænta stefnu,“ segir Ragnar þegar
hann minnist Kröfluelda og þriggja
Heklugosa; 1980, 1991 og 2000.
„Gosin í Grímsvötnum eru nokkur
og Gjálpargosið haustið 1996 var
stórgos. Holuhraunsgosið, sem hófst
í ágúst 2014 og stóð fram á árið 2015,
er mjög eftirminnilegt og myndir úr
því sömuleiðis. Sennilega standa
gosin í Eyjafjallajökli þó upp úr;
fyrst hraungos á Fimmvörðuhálsi og
svo gjóskugosið í jöklinum sjálfum.
Ég var sólarhringum saman á svæð-
inu til að mynda hraunrennsli, gos-
mökkinn og eldingarnar á himn-
inum. Við Ari Trausti Guðmundsson
fengum þá hugmynd að gefa út bók
um gosið hvað við og gerðum. Aðeins
liðu 18 dagar frá því þetta bar fyrst á
góma uns bókin kom út og þá stóð
gosið enn.“
Myndabanki og möguleikar
Ragnar Th. hefur lengi starfað
sjálfstætt og starfrækir mynda-
banka á slóðinni www.Arctic-
Images.com. Þar má nálgast og
kaupa myndir af ýmsu á Íslandi;
náttúrunni og þeim tugum eldgosa
sem Ragnar hefur myndað á sínum
langa ferli. Slíkar myndir eru eftir-
sóttar og gjarnan keyptar í bækur,
vísindagreinar eða umhverfisgrafík.
„Ljósmyndatæknin breytist hratt
og möguleikarnir verða æ meiri.
Myndavélar með 360° tækni og
mörgum linsum, drónar, tölvutækni
og fleira – þetta hefur gjörbreytt
starfinu. Eigi að síður gildir áfram
að ljósmyndarinn þarf að hafa vak-
andi athygli, endalausan áhuga á
umhverfinu og vera góður í að finna
ný og spennandi sjónarhorn; ná
rétta augnablikinu og hinni einu
sönnu mynd sem fangar eldgosið
allt. Myndavélin er bara málmur og
gler sem engu breyta, hversu dýr
eða góð sem vélin er. Ljósmynd-
arinn og kunnátta hans ráða
útkomunni,“ segir Ragnar að síð-
ustu.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ljósmyndari Ragnar Th. er tilbúinn á vettvang, hér við stóra mynd sína af eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.
Eldgosin eru spennandi
Ragnar bíður goss
á Reykjanesskaga
Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson
Kröflugos Maður og eldflóð.