Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúð, Matarbúðin,
Frú lauga, Gott & blessað og Matarbúr Kaja Akranes
Lífrænt og
ljúffengt
„VELKOMINN AFTUR. HVERNIG VAR
FRÍIÐ?”
„OG NÚ SKULUM VIÐ SKOÐA MYNDIR FRÁ
GERVITUNGLI VEÐURSTOFUNNAR.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að tjá ást sína á
táknmáli.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG VIL LÆRA AF
MISTÖKUM ÞÍNUM
EN ÉG EFAST UM
AÐ ÉG NÁI AÐ
HALDA Í VIÐ ÞIG
NÚ HEFST
KENNSLAN
INN SKAL
ÉG!
ÚT VIL
EK!
ÉG HEF ÁTT
BETRI DAGA!
KLI
RR
SKILNAÐAR- SÁTTMÁLI
að hafa áhrif á ungt fólk á sviði
íþrótta og menntunar.“
Þórdís hefur skrifað vísindagreinar
um líkamshreysti, hreyfifærni, íþrótt-
ir, heilsu og líðan barna og unglinga.
Auk þess gerði hún fyrstu rannsókn
sinnar tegundar á Íslandi um hag-
rænt gildi íþrótta. Hún hefur haldið
fjölda fyrirlestra á ráðstefnum og
málþingum. „Íþróttir hafa alltaf verið
mitt áhugamál og frábært að fá tæki-
færi til að starfa við áhugamál sitt.
Fjölskyldan hefur öll verið á kafi í
íþróttum en báðar dætur okkar,
Helga og Hanna, hafa stundað íþrótt-
ir af kappi. Hanna stundar nám í
Bandaríkjunum og spilar körfubolta
með liði háskólans síns. Helga er ný-
orðin móðir og ég því svo lánsöm að
vera orðin amma sem skapar mér al-
veg nýtt hlutverk og áhugamál.“
Fjölskylda
Eiginmaður Þórdísar er Þráinn
Hafsteinsson, f. 6.9. 1957, íþrótta- og
heilsufræðingur, MSc. Þau eru búsett
í Fjóluhvammi í Hafnarfirði. For-
eldrar Þráins voru hjónin Hafsteinn
Þorvaldsson, f. 28.4. 1931, d. 26.3.
2015, framkvæmdastjóri, og Ragn-
hildur Ingvarsdóttir, f. 13.8. 1929, d.
16.12. 2006, húsmóðir. Þau bjuggu
lengst á Selfossi.
Dætur Þórdísar og Þráins eru 1)
Helga, f. 14.7. 1989, læknir á Barna-
deild Landspítalans, búsett í Reykja-
vík. Eiginmaður hennar er Guð-
mundur Magnús Sigurbjörnsson
verkfræðingur. Dóttir þeirra er Ið-
unn Lilja, f. 21.7. 2020; 2) Hanna, f.
23.9. 1997, við nám í Bandaríkjunum.
Systir Þórdísar er Margrét Stef-
anía Gísladóttir, f. 28.10. 1957, leik-
skólakennari í Hafnarfirði, og kjör-
systkini hennar eru Anna Edda
Gísladóttir, f. 9.12. 1945, býr á Akur-
eyri, og Konráð Breiðfjörð Pálmason,
f. 24.4. 1950, býr í Ástralíu.
Foreldrar Þórdísar voru hjónin
Gísli Kárason, f. 2.2. 1914, d. 23.1.
1989, bifreiðarstjóri, og Sigríður Jón-
atansdóttir, f. 22.4. 1921, d. 21.5. 2010,
húsmóðir. Þau bjuggu lengst af í
Stykkishólmi og Reykjavík.
Þórdís Lilja
Gísladóttir
Helga Loftsdóttir
húsfreyja á Saurum í Helgafellssveit
Gísli Sigurðsson
bóndi á Saurum
Þórdís Gísladóttir
húsfreyja í Haga
Kári Magnússon
bóndi í Haga í Staðarsveit
Gísli Kárason
bifreiðarstjóri í Reykjavík
Karitas Jóhannsdóttir
bóndi á Hólum
Magnús Benediktsson
bóndi á Hólum í Helgafellssveit
Guðbjörg Kristjánsdóttir
húsfreyja á Gerðubergi í Eyjahr., Snæf.
Lárus Gíslason
bóndi á Gerðubergi
Margrét Stefanía Lárusdóttir
húsfreyja í Miðgörðum
Jónatan Lífgjarnsson
vegaverkstjóri og bóndi á Miðgörðum
í Kolbeinsstaðahr., Snæf.
Ingveldur Jónsdóttir
húsfreyja á Syðri-Rauðamel
Lífgjarn Hallgrímsson
bóndi á Syðri-Rauðamel í Kolbeinsstaðahr.
Úr frændgarði Þórdísar Lilju Gísladóttur
Sigríður Jónatansdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Hólmfríður Bjartmarsdóttir ortiá Boðnarmiði á þriðjudag:
Úti rignir eða snjóar
enginn fær að sofa rótt.
Því Andskotinn í Helvítinu hóar
og hraustur mokar glóðum dag og
nótt.
„Einn dag í einu,“ segir Ármann
Þorgrímsson:.
Sjáum nálgast sólarlag
senn er taumum vænst að slaka.
Tökum einn í einu dag
annað slagið tvo til baka.
Kristján H. Theodórsson gefur
„heilræði“ og er höfundurinn Rusti-
kus Betúelsson frá Snítu:
Hjartans óskir og hollráð mín
haf þú í veganesti,
vertu í bindindi á brennivín,
blótsemi og aðra lesti.
Mývetningarnir Illugi Helgason
(f. 1737) og Sigmundur Árnason í
Vindbelg (f. 1744) (Blót-Sigmund-
ur) gerðu sína vísuna hvor um mý-
bitið við vatnið. Vísa Illuga er þessi:
Gylfi hæða galhvassan
gefi vind á landnorðan,
með ofviðri magnaðan
mývarginn svo drepi hann.
Vísa Sigmundar er svona:
Af öllu hjarta eg þess bið
andskotann grátandi
að flugna óbjarta forhert lið
fari í svarta helvítið.
Örn Arnarson orti:
Þó að Ægir ýfi brá,
auki blæinn kalda,
ei skal vægja, undan slá
eða lægja falda.
Drottinn hló í dýrðarkró.
Dauðinn sló og marði
eina mjóa arfakló
í hans rófugarði.
Dansinn tróðu teitir þar
tóbaksskjóðu bjóðar,
hnjáskjóls tróður hýreygar
hlupu á glóðum rjóðar.
Kristján Karlsson skrifar: „Gyðj-
an er hugsi, eftir Kristmann Guð-
mundsson. (Þögn) Mun eiga að vera
Gyðjan er uxi.“
Úr tilkynningu í útvarpi fyrir
mörgum árum“:
„Nú hættum við hórdómi og sluksi,“
mælti Hámundur, „gyðjan er uxi.“
Hann bíður um stund,
brýtur stól, lemur hund.
Enn bíður hann. Gyðjan er hugsi.
Ókunnur höfundur:
Í upphafi allt var skapað
og ekki að neinu hrapað.
Rauða hafið var rautt
og það dauða dautt
en enginn veit ennþá hver drap það.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af misjöfnu veðri og bindindi