Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 12

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Öll sykurlöngun hefur minnkað Í mörg ár fann ég fyrir óþægindum í maga. Ég upplifði það yfirleitt þegar líða tók á daginn, varð útblásin og leið ekki vel. Ég taldi það líklegt að um óþol væri að ræða. Fyrir rúmum þremur árum var mér bent á Bio Kult Candéa hylkin og hef tekið staðfastlega tvö hylki á dag með stærstu máltíðum dagsins. Öll sykurlöngun hefur minnkað, en áður fyrr drakk ég mikið sykraða gosdrykki. Ég hef náð að halda mér í kjörþyngd og þakka ég það daglegri inntöku Bio-Kult, sem fær að ferðast meðmér hvert sem ég fer. Kolbrún Góð blanda fyrir meltingarveginn Sérhæfð góðgerlablandameð hvítlauk og greipkjarnaþykkni Öruggt og hentar vel fyrir alla, einnig fyrir barnshafandi konur, mjólkandi mæður og börn Bio-Kult Candéa n Öflug blanda af sjö mismunandi gerlastofnum n Inniheldur hvítlauk og greipkjarnaþykkni n Virkni er stutt af klínískum rannsóknum n Hentar grænmetisætum n Glútenlaus 5. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 126.51 Sterlingspund 176.53 Kanadadalur 100.07 Dönsk króna 20.508 Norsk króna 14.887 Sænsk króna 15.065 Svissn. franki 137.8 Japanskt jen 1.1841 SDR 181.85 Evra 152.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 188.1281 Hrávöruverð Gull 1727.05 ($/únsa) Ál 2203.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.38 ($/fatið) Brent ● Hlutfall íbúa sem hafa verið bólusettir gegn kórónuveirunni er að nálgast fjórðung í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Þ.e.a.s. þeirra sem hafa verið spraut- aðir að minnsta kosti einu sinni. Þannig er hlutfallið 23,6% í Alaska, 23,3% í Nýju-Mexíkó, 21,9% í Suður- Dakóta og 20,1% í Norður-Dakóta. Á austurströndinni er hlutfallið 21,3% í Connecticut, 19,5% í Massachusetts og 15,7% í New York, svo dæmi séu tekin. En á vesturströnd- inni er hlutfallið komið í 17,1% í Kali- forníu, sem á því lengra í land. Þetta má lesa úr gagnagrunni New York Times en samkvæmt honum hafa 54 milljónir Bandaríkjamanna fengið sprautu að minnsta kosti einu sinni. Að meðaltali eru gefnar rúmlega tvær milljónir skammta á dag. Tekur það því Bandaríkjamenn innan við fimm klukkustundir að gefa sem svarar íbúa- fjölda Íslands einn skammt af bóluefn- inu. Dreifing á bóluefni frá Johnson & Johnson vekur bjartsýni um að magnið aukist, að sögn blaðsins. Bóluefni fyrir Ísland á fimm klukkutímum Bóluefni STUTT Þór Steinarsson thor@mbl.is „Við teljum að bifreiðar séu og muni áfram verða ferðamáti framtíðar- innar og að þær séu ein af grundvallarforsendum fyrir hreyf- anleika einstaklinga og einstaklings- frelsi – sérstaklega fyrir þá sem búa í dreifbýli, þar sem bifreiðar eru töluvert betri kostur en almennings- samgöngur og annar ferðamáti.“ Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Jörgs Heinermanns, framkvæmdastjóra og ábyrgðar- aðila Retail of the future hjá Merce- des-Benz, á opnum streymisfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins á miðvikudaginn. Heinermann fjallaði þar um þá metnaðarfullu vegferð sem bifreiðaframleiðandinn hefur lagt af stað í gagnvart sjálfbærni. Markmið Mercedes-Benz er að verða algjörlega kolefnishlutlaus fyrir árið 2039 bæði hvað varðar framleiðsluþáttinn og vöruframboð- ið. Þá er stefnan einnig sett á að meira en helmingur seldra bifreiða verði tengiltvinnbílar eða rafbílar árið 2030. Tíu hreinir rafbílar fyrir lok næsta árs „Sem framleiðandi erum við með- vituð um að við verðum að leita nýrra leiða til að útvega slíkan ferðamáta sem tekur mið af hinum augljósu vandamálum sem mann- kynið glímir við. Við verðum að leita nýrra leiða og nýrra lausna þegar kemur að knúningsafli,“ bætti hann við. Jón Trausti Ólafsson, forstjóri Öskju og stjórnarmaður í Þýsk-ís- lenska viðskiptaráðinu, sá um fund- arstjórn. Askja er með umboðið fyr- ir Mercedes-Benz-bíla á Íslandi og hefur Jón Trausti því góða innsýn í markmið framleiðandans. „Það er mikið að gerast hjá Mercedes-Benz þessa dagana og mikið fram undan. Þetta eru hrika- lega spennandi tímar,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið um áður- nefnd markmið um kolefnishlut- leysi. „Þá er einnig mjög áhugavert að sjá að strax í lok næsta árs verða þeir komnir með tíu hreina rafbíla. Við erum nú þegar hjá Öskju með þrjá slíka í boði og í lok þessa árs verða þeir orðnir sjö talsins. Allt frá smærri bílum upp í stóra bíla,“ bæt- ir hann við. Heinermann fór yfir þær áskor- anir og þær spurningar sem fylgja orkuskiptum bílaflotans, þá sérstak- lega hvað varðar skiptin yfir í raf- magnsbíla. Sem dæmi um slíkar áskoranir nefndi hann drægni, líf- tíma rafhlaða og kostnað. Hins veg- ar tók hann fram að nútímatækni á bak við vélar í bílum væri afrakstur um 130 ára þróunar, það væri því engin ástæða til að ætla annað en að þessar áskoranir yrðu leystar á næstu árum. Aðgangur að hleðslustöðvum er grunnforsenda fyrir því að hægt sé að fjölga rafbílum og í því samhengi nefndi Heinermann að markmið þýskra yfirvalda væri að koma upp einni milljón hleðslustöðva fyrir árið 2030. Á Íslandi væru aðstæður þó góðar þar sem aðgangur að ódýru rafmagni væri ekki vandamál og það væri þegar búið að setja upp mikinn fjölda hleðslustöðva á hring- veginum. Ísland stendur framarlega Aðspurður segir Jón Trausti að Íslendingar standi flestum þjóðum framar hvað þetta varðar. „Ég held að Ísland sé komið mun lengra en aðrar þjóðir. Við erum kannski ekki ennþá búin að ná Norðmönnum en við erum á hraðri leið að elta þá uppi. Horfandi á upp- byggingu eins og hjá Orku náttúr- unnar, N1 og fleirum þá er Ísland á góðri leið með að verða mjög vel bú- ið innviðum fyrir rekstur rafbíla,“ segir hann og bætir við: „Rafbílar og ekki síður tengil- tvinnbílar henta íslenskum aðstæð- um afar vel. Önnur og þriðja kyn- slóð tengiltvinnbíla er með mikla drægni á rafmagni, allt að 100 kíló- metra, sem hentar þeim fullkomlega sem búa hér og vilja ferðast um landið. Þú getur keyrt nánast allan þinn daglega akstur á rafmagni.“ Að lokum segist Jón Trausti þess fullviss að ekki sé langt í rafbíla sem henta fyrir íslensk fjöll og fjallaferð- ir. Kolefnislaus bílafloti um allan heim fyrir árið 2039 Ljósmynd/Askja Rafbílar Nýr Mercedes-Benz EQA verður frumsýndur í Öskju í lok mars.  Metnaðarfull áform Mercedes-Benz um sjálfbærni  Ísland hentugt fyrir rafbíla Íslandssjóðir, sem eru með fjárfest- ingarsjóðinn 105 Miðborg í stýringu, hafna þeirri fullyrðingu forsvars- manna Íslenskra aðalverktaka að sjóðurinn hafi dregið að greiða verk- takafyrirtækinu fyrir uppbyggingu þess á Kirkjusandi. Í gær sendu ÍAV frá sér yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið hefði ekki fengið neitt greitt fyrir vinnu sína frá því í nóv- ember á síðasta ári. Líkt og fram hefur komið hefur 105 Miðborg rift samningi sínum við ÍAV og því ljóst að aðrir verktakar munu ljúka við frágang ríflega 7.000 fermetra skrifstofubyggingar sem aðeins er búið að steypa upp á Kirkjusandi. Í svari Íslandssjóða við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að 105 Miðborg hafi nú þegar ráðið nýja verktaka til að ljúka við húsnæðið en ekki verði gefið upp að svo stöddu hverjir þeir eru. „Verktakarnir munu mæta á svæðið á næstu dögum en hafa hafið undirbúning,“ segir í svari til blaðsins. Þá var einnig spurt hvort ágrein- ingur milli sjóðsins og ÍAV yrði nú útkljáður fyrir dómstólum. Segir í svari Íslandssjóða að of snemmt sé að segja til um það. „Ljóst er að samningsaðilar eru ósammála um málsatvik og mun framvinda koma í ljós innan tíðar.“ Meðal ágreiningsefna milli aðila er frágangur á annað hundrað íbúða sem reistar voru á Kirkjusandi en 105 Miðborg telur að galli hafi verið á þeim. Segir sjóðurinn að nú þegar sé búið að ljúka meirihluta úrbóta á íbúðunum og að nýir verktakar muni ljúka því verki eins hratt og kostur er. Líkt og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hyggst 105 Miðborg draga á 500 milljóna króna verktryggingu ÍAV sem fyrirtækið tók hjá VÍS, vegna kostnaðar við úrbæturnar. ses@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslandssjóðir hafna ásökunum  Segja að fullu greitt fyrir verk ÍAV á Kirkjusandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.