Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
Viðbúnaður Lögregla, björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar gera sig klára fyrir mögulegt eldgos á Reykjanesskaga.
Eggert
Allir landsmenn og sérstaklega
höfuðborgarbúar standa vel að
því leyti að til staðar eru flug-
vellir sinn hvorum megin við
hamfarasvæðið á Reykjanesi,
annars vegar í Vatnsmýrinni í
Reykjavík og hins vegar í Kefla-
vík. Hvassahraun er hraunfláki á
Reykjanesi sem eitt sinn rann
hraun yfir fyrir um 800 árum.
Þúsund ára speki Snorra goða frá
kristnitökunni á Þingvöllum árið
eitt þúsund segir allt um svona
svæði en hann mælti þá hin vitr-
ustu orð: ,,Um hvað reiddust goð-
in þá, er hér brann hraunið, er nú
stöndum vér á.“ Jarðvísindamenn
hafa sagt það sama og Snorri aft-
ur og aftur. En það er eins og
drengirnir í borginni séu heyrn-
arlausir.
Gullgröfturinn í Vatnsmýrinni er eina dagsskíman sem
þeir sjá og vilja heyra. Fræðimenn segja að eldgos gæti end-
urtekið sig á morgun eða eftir 100 ár. Sú hætta vofir yfir hve-
nær sem er.
Um nokkurt skeið hafa ungæðislegir ráðamenn í Reykja-
vík farið hamförum gegn flugvelli þjóðarinnar í Vatnsmýr-
inni. Þessum áhuga borgarstjórnarmeirihlutans hefur fylgt
kænska, svik og ósvífni gagnvart öryggisflugvelli þjóð-
arinnar, sem er í Reykjavík.
Ég hlustaði á gott viðtal við samgönguráðherra, Sigurð
Inga Jóhannsson, á RÚV í gærmorgun sem hefur látið það
eftir dellumönnunum að rannsaka flugvallarstæðið og bygg-
ingu flugborgar í Hvassahrauni. Auðvelt var að heyra á ráð-
herranum hvert málið stefndi við núverandi aðstæður. Í stórt
strand. En hann vildi klára rannsóknina svo málið yrði þeim
„heyrnarlausu“ skiljanlegt. Það er ekkert flugvallarstæði í
Hvassahrauni.
Eftir Guðna Ágústsson
» Það er
ekkert flug-
vallarstæði í
Hvassahrauni.
Guðni Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra.
Flugvöllur
í kjaftinum
á eldgosi?
Framkvæmd al-
þjóðasamninga um
loftslagsmál setur sí-
fellt meiri svip á sam-
skipti þjóða. Hvað sem
líður áliti á spálíkön-
um um hlýnun jarðar
eru samningarnir blá-
köld staðreynd. Við
þjóðréttarskuldbind-
ingar ber að standa.
Kyoto-bókunin er
bókun við rammasamning Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) um loftslags-
breytingar, Ríó-samninginn frá
árinu 1992. Bókunin var samþykkt í
japönsku borginni Kyoto í lok árs
1997. Rammasamningi SÞ er ætlað
að koma í veg fyrir hættulega rösk-
un á loftslagskerfinu af mannavöld-
um, tryggja matvælaframleiðslu í
heiminum og að efnahagsþróun sé
sjálfbær.
Ísland fullgilti Kyoto-bókunina
23. maí 2002. Í bókunina var sett
sérstakt ákvæði fyrir lítil hagkerfi
sem kallað er íslenska ákvæðið. Þar
er brugðist við vanda smáþjóða,
einstök verkefni geta haft mikil
hlutfallsleg áhrif á heildarlosun
þeirra á efnum sem valda gróður-
húsaáhrifum. Kyoto-bókunin gilti
til 2020 og er sérákvæðið nú úr sög-
unni.
Í skjól ESB
Á fyrsta skuldbindingartímabili
Kyoto-bókunarinnar (2008-2012)
fékk Ísland rýmri heimildir en önn-
ur þróuð ríki, auk tímabundinnar
og skilyrtrar undanþágu fyrir nýja
stóriðju enda nýtti hún endurnýj-
anlega orku.
Þegar leið að öðru skuldbinding-
artímabili (2013-2020) var ljóst að
losun frá stóriðju myndi falla undir
viðskiptakerfi ESB og að frekari
undanþága fyrir stóriðju innan
Kyoto-bókunarinnar
yrði torsótt.
Árið 2005 kom Evr-
ópusambandið á fót
viðskiptakerfi með los-
unarheimildir gróð-
urhúsalofttegunda í
tengslum við mótvæg-
isaðgerðir ESB sam-
kvæmt Kyoto-
bókuninni. Við-
skiptakerfið, ETS (e.
Emission Trading
System), er helsta
stjórntæki sambands-
ins til að ná fram samdrætti í losun
gróðurhúsalofttegunda.
Samið var við ESB um að Ísland
færi undir sameiginlegt markmið
með ríkjum ESB á tímabilinu 2013
til 2020. Það leysti vanda Íslands
varðandi stóriðju, þar sem stór-
iðjan var þá ekki innan beinna
skuldbindinga Íslands gagnvart
Kyoto-bókuninni og engra sér-
ákvæða reyndist þörf.
Ísland fékk úthlutað heimildum
um losun sem var utan við-
skiptakerfisins, þ.e. frá sam-
göngum, sjávarútvegi, landbúnaði,
minni iðnaði og meðferð úrgangs.
Skuldbindingar þar voru einkum
reiknaðar út frá þjóðarframleiðslu
á mann. Þar er Ísland með háa
kröfu, en á móti kom að Ísland
samdi um að mega nýta ávinning af
skógrækt og landgræðslu á móti
losun, sem er heimilt í Kyoto-
bókuninni en ríki ESB máttu ekki
nýta sér samkvæmt innri reglum
sambandsins.
Undir ESA-eftirlit
Parísarsamkomulagið frá 12.
desember 2015 tók við af Kyoto-
bókuninni sem gilti til 2020. Mark-
mið samkomulagsins er að stöðva
aukningu í útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda á heimsvísu og ná að
halda hnattrænni hlýnun innan við
2°C.
Ísland hélt áfram samfloti við
ESB eftir niðurstöðuna í París og
sömdu Íslendingar og Norðmenn
við ESB um fyrirkomulag sam-
starfsins árið 2019. Var þessi skip-
an þátttöku í alþjóðasamstarfi um
loftslagsmál lögfest hér árið 2020
með breytingum á loftslagslögum
frá 2012.
Um þetta allt gildir ofurflókið
regluverk en þó er einfalt að átta
sig á því að þjóðréttarlega hafa ís-
lensk stjórnvöld skuldbundið sig til
að starfa innan þess og lög hafa
verið sett sem staðfesta að EES-
samstarfið víkkaði út fyrir EES-
samninginn með ákvörðunum al-
þingis og lögfestingu í loftslags-
málum. Eftirlitsstofnun EFTA,
ESA, fylgist nú með framkvæmd
íslenskra stjórnvalda og Íslendinga
á þessum skuldbindingum.
Í stuttu máli má segja að hér hafi
orðið hljóðlát bylting á réttarstöðu
þjóðarinnar frá því að fyrstu skref-
in voru stigin með Kyoto-bókuninni
árið 1997. Hafa ekki orðið neinar
sambærilegar stjórnmáladeilur um
alþjóðlega hlið þessara mála og
jafnan verða þegar teknar eru
ákvarðanir um þjóðréttarleg mál-
efni sem hafa bein áhrif á efnahags-
og atvinnustarfsemi landsmanna.
Nú undir lok febrúar 2021 sendu
stjórnvöld uppfærð markmið ís-
lenska ríkisins í loftslagsmálum til
skrifstofu loftslagssamnings Sam-
einuðu þjóðanna. Markmiðin eru
sameiginleg með Evrópusamband-
inu og Noregi. Þau fela í sér sam-
drátt í losun, um 55% eða meira til
ársins 2030, miðað við árið 1990.
Hlutur Íslands í markmiðinu er
29% samdráttur í losun til ársins
2030 miðað við árið 2005, varðandi
losun utan viðskiptakerfis ESB.
Virkja verður moldina
Mönnum er gjarnt að líta til sam-
dráttar í stóriðju og samgöngum
þegar hugað er að leiðum til að
minnka útblástur. Það skýrist þó
sífellt betur að ekki tekst að ná
markverðum árangri til mótvægis
við gróðurhúsaáhrifin án þess að
virkja moldina, það er auka kolefn-
isbindingu með landnotkun. Rík-
isstjórnin ákvað í desember 2020 að
efla aðgerðir á sviði landnotkunar
til að auðvelda Íslendingum að ná
settu marki um kolefnishlutleysi
fyrir 2040.
Í júlí 2019 gaf umhverfis- og auð-
lindaráðuneytið út áætlun um
bætta landnýtingu í þágu loftslags-
mála. Þar voru kynntar fimm að-
gerðir sem eiga að stuðla að auk-
inni kolefnisbindingu og bættri
landnotkun í þágu loftslagsmála:
(1) Efling nýskógræktar til kol-
efnisbindingar; (2) efling land-
græðslu til kolefnisbindingar; (3)
hertar takmarkanir á framræslu
votlendis og bætt eftirlit; (4) átak í
endurheimt votlendis og (5) sam-
starf við sauðfjárbændur um minni
losun gróðurhúsalofttegunda og
aukna bindingu kolefnis við búskap
og landnotkun.
Þessum aðgerðum er meðal ann-
ars fylgt fram af samtökum og
áhugamannahópum og má í því
sambandi nefna þessi verkefni:
Votlendissjóður er sjálfseign-
arstofnun sem vinnur að endur-
heimt votlendis, stöðvar losun
koltvísýringsígilda, eflir líf-
fræðilega fjölbreytni, fuglalíf og
bætir vatnsbúskap í veiðiám.
Kolefnisbrúin snýst um að rækt-
endur um land allt geti með plönt-
un og umhirðu skóga, kolefnis-
jafnað sína eigin starfsemi og selt
þá þjónustu til annarra, jafnvel til
stórra og meðalstórra fyrirtækja.
Lögð er áhersla á að ferlið sé vott-
að og úttektaraðilar sannreyni að
umsamin ræktun fari fram með til-
heyrandi kolefnisbindingu.
Skógræktarfélag Íslands og
Landvernd stofnuðu og standa að
Kolviði með það að markmiði að Ís-
lendingar verði fyrsta þjóð heims
til að kolefnisjafna útblástursáhrif
samgöngutækja sinna með skóg-
rækt og uppgræðslu lands.
Loftslagsvænn landbúnaður er
verkefni þar sem bændum og öðr-
um landeigendum gefst kostur á að
efla þekkingu á aðgerðum til að
draga úr kolefnisspori landbún-
aðarins með breyttri landnýtingu,
ræktun, áburðarnotkun og fóðrun,
auk kolefnisbindingar. Þeir sem
afla sér þessarar þekkingar öðlast
rétt til styrkumsókna til að hrinda
aðgerðum í framkvæmd.
Tengsl landnotkunar og landbún-
aðar við loftslagsbreytingar eru
mun víðtækari en birtist í þessum
verkefnum. Þau sýna hins vegar
svart á hvítu bein áhrif alþjóðlegra
loftslagssamninga hér.
Þarna er ekkert vikið að mat-
vælaframleiðslu, garð- eða gras-
rækt og búfjárhaldi. Rannsóknir
sýna þó að beit er ekki síður áhrifa-
mikil til að binda kolefni en ræktun
skóga og því er haldið fram að kol-
efni bundið í jarðvegi vegna beitar
geymist þar lengur en gerist í
skógi.
Vegferðin innan ramma þessara
víðtæku og skuldbindandi alþjóða-
samninga er rétt að hefjast. Fram-
kvæmd þeirra stendur okkur mun
nær og hefur meiri áhrif á daglegt
líf okkar en margir eldri og gamal-
grónir samningar.
Eftir Björn
Bjarnason » Segja að hér hafi
orðið hljóðlát
bylting á réttarstöðu
þjóðarinnar frá því
að fyrstu skrefin voru
stigin með Kyoto-
bókuninni árið 1997.
Björn Bjarnason
Höfundur er fv. ráðherra
Kolefnisbinding í mold