Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 26

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 England WBA – Everton ........................................ 0:1  Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá Everton á 64. mínútu og lagði upp markið. Fulham – Tottenham ............................... 0:1 Liverpool – Chelsea ................................. 0:1 Staðan: Manch. City 27 20 5 2 56:17 65 Manch. Utd 27 14 9 4 53:32 51 Leicester 27 15 5 7 46:31 50 Chelsea 27 13 8 6 42:25 47 Everton 26 14 4 8 39:33 46 West Ham 26 13 6 7 40:31 45 Liverpool 27 12 7 8 47:35 43 Tottenham 26 12 6 8 42:27 42 Aston Villa 25 12 3 10 38:27 39 Arsenal 26 11 4 11 34:27 37 Leeds 26 11 2 13 43:44 35 Wolves 27 9 7 11 28:37 34 Crystal Palace 27 9 7 11 29:43 34 Southampton 26 8 6 12 31:44 30 Burnley 27 7 8 12 19:35 29 Brighton 26 5 11 10 26:33 26 Newcastle 26 7 5 14 27:44 26 Fulham 27 4 11 12 21:33 23 WBA 27 3 8 16 20:56 17 Sheffield Utd 27 4 2 21 16:43 14 Danmörk Bröndby – Randers ................................. 0:0  Hjörtur Hermannsson var varamaður hjá Bröndby og kom ekki við sögu. SönderjyskE – OB ................................... 1:1  Ísak Óli Ólafsson var ekki í hópnum hjá SönderjyskE.  Aron Elís Þrándarson lék seinni hálfleik- inn með OB en Sveinn Aron Guðjohnsen var ekki í hópnum. Lyngby – Midtjylland.............................. 2:0  Frederik Schram var varamarkvörður Lyngby í leiknum.  Mikael Anderson var varamaður hjá Midtjylland og kom ekki við sögu. Staða efstu liða: Midtjylland 19 12 3 4 30:19 39 Brøndby 19 12 2 5 34:22 38 København 19 10 4 5 37:31 34 AGF 19 9 6 4 32:20 33 Randers 19 8 4 7 27:17 28 OB 19 6 7 6 23:23 25 Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, fyrri leikir: Lyon – Bröndby ....................................... 2:0  Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Lyon á 61. mínútu. Kazygurt – Bayern München................. 1:6  Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á hjá Bayern á 65. mínútu og skoraði á 68. mínútu. Grikkland Bikarinn, 8-liða úrslit, seinni leikur: Aris – Olympiacos.................................... 1:1  Ögmundur Kristinsson varði mark Olympiacos í leiknum.  Olympiacos áfram, 3:2 samanlagt. Ítalía Parma – Inter Mílanó .............................. 1:2 Staða efstu liða: Inter Mílanó 25 18 5 2 62:25 59 AC Milan 25 16 5 4 48:30 53 Atalanta 25 14 7 4 60:32 49 Juventus 24 14 7 3 48:20 49 Roma 24 14 5 5 50:35 47 Napoli 24 14 2 8 52:28 44  Dominos-deild karla ÍR – Tindastóll ...................................... 91:69 Grindavík – Höttur............................... 89:96 Keflavík – Þór Ak ............................... 102:69 Njarðvík – KR ...................................... 77:81 Staðan: Keflavík 12 10 2 1109:957 20 Þór Þ. 11 8 3 1075:965 16 KR 12 8 4 1087:1090 16 Stjarnan 11 8 3 1050:972 16 ÍR 12 6 6 1061:1056 12 Grindavík 12 6 6 1060:1092 12 Njarðvík 12 5 7 1028:1044 10 Tindastóll 12 5 7 1084:1115 10 Valur 11 4 7 898:936 8 Höttur 12 4 8 1057:1123 8 Þór Ak. 11 3 8 945:1036 6 Haukar 10 2 8 833:901 4 Evrópudeildin Maccabi Tel Aviv – Valencia.............. 84:72  Martin Hermannsson skoraði fjögur stig fyrir Valencia, átti fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast á 14 mínútum. Þýskaland Fraport Skyliners – Vechta ............... 84:75  Jón Axel Guðmundsson skoraði 17 stig fyrir Fraport, tók fjögur fráköst og átti tvær stoðsendingar á 29 mínútum. NBA-deildin Cleveland – Indiana ......................... 111:114 Philadelphia – Utah.................. (frl) 131:123 Toronto – Detroit ............................. 105:129 Houston – Brooklyn ......................... 114:132 Orlando – Atlanta ............................. 112:115 Minnesota – Charlotte ..................... 102:135 New Orleans – Chicago.................... 124:128 Dallas – Oklahoma City ....................... 87:78 Portland – Golden State .................. 108:106 Sacramento – LA Lakers ................ 123:120   KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is ÍR er komið á breinu brautina í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, eftir stórsigur gegn Tindastóli í Seljaskóla í Breið- holti í gær. Leiknum lauk með 91:69-sigri Breiðhyltinga sem skoruðu 31 stig gegn 17 stigum Stólanna í fyrsta leikhluta. Tindastóli tókst að minnka mun- inn í átta stig í öðrum leikhluta og ÍR leiddi 45:37 í hálfleik. ÍR-ingar skor- uðu 30 stig gegn 17 stigum Tinda- stóls í þriðja leikhluta og eftir það voru Stólarnir aldrei líklegir til þess að koma til baka. „Í síðari hálfleik mættu ÍR-ingar afar ákveðnir til leiks og voru fljótt búnir að ná 14 stiga forystunni sinni aftur þegar þeir komust í 59:45. Þeir bættu bara í og voru komnir með 21 stigs forystu þegar þriðji leikhlutinn var úti, 75:54. Þessi frábæri þriðji leikhluti sá til þess að sá fjórði og síðasti var í raun formsatriði fyrir heimamenn. Unnu þeir að lokum góðan 22 stiga sigur. ÍR-ingar spiluðu góða vörn og dreifðu stigunum bróðurlega á milli sín en Stólarnir virtust ráðvilltir, sérstaklega í sóknarleik sínum. Sem áður segir gekk þeim afar illa að hitta úr þriggja stiga skotum og skoruðu aðeins úr sjö þeirra í heild- ina, sem er 17 prósent skotnýting,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Collin Pryor var stigahæstur í liði ÍR-inga með 20 stig og níu fráköst en liðið hafði tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum fyrir leik gær- dagsins. Jaka Brodnik var atkvæða- mestur í liði Tindastóls með 17 stig. KR-ingar sterkari í Njarðvík Tyler Sabin var stigahæstur KR- inga þegar liðið heimsótti Njarðvík í Njarðtaksgryfjuna en Sabin skoraði 26 stig í 81:77-sigri Vesturbæinga. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en Njarðvíkingar leiddu með einu stigi í hálfleik, 38:37. KR-ingar komust yfir í þriðja leik- hluta og leiddu með átta stigum fyrir fjórða leikhluta, 63:56, og Njarðvík- ingum tókst ekki að snúa leiknum sér í vil eftir það. „Í seinni hálfleik voru KR einfald- lega töluvert betri og höfðu lagað leikskipulag sitt að því sem hafði verið að gerast í fyrri hálfleik. Það fór svo þannig að KR höfðu fjögurra stiga sigur og óhætt að segja að hann hafi verði verðskuld- aður þar sem heilt yfir þá spiluðu þeir betur þetta kvöldið,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Brandon Nazione skoraði 20 stig fyrir KR en hjá Njarðvík var Anton- io Hester atkvæðamestur með 25 stig og 13 fráköst. Stórsigur Keflvíkinga Dominykas Milka átti mjög góðan leik fyrir Keflavík þegar liðið fékk Þór frá Akureyri í heimsókn í Blue- höllina í Keflavík. Leiknum lauk með 102:69- stórsigri Keflavíkur en Mikla skor- aði 19 stig og tók 11 fráköst í liði Keflvíkinga. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Keflavík leiddi með sex stigum í hálfleik, 48:42. Keflvíkingar skoruðu 30 stig gegn 10 stigum Þórsara í fjórða leikhluta og þar með var leikurinn svo gott sem búinn. Calvin Burks jr. var stigahæstur Keflvíkinga með 21 stig en Ivan Aur- recoechea var atkvæðamestur Þórs- ara með 15 stig og fimm fráköst. Fjórði sigur Hattar á tímabilinu Hattarmenn gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu afar þýðing- armikinn 96:89-sigur í botnbarátt- unni. Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik, 52:47, en í þriðja leikhluta skoraði Höttur 28 stig gegn 15 stig- um Grindavíkur. Þrátt fyrir hetjulega baráttu Grindvíkinga í fjórða leikhluta tókst þeim ekki að jafna metin og Höttur fagnaði sigri. Michael Mallory skoraði 21 stig fyrir Hött og Bryan Anton Alberts 20. Dagur Kár Jónsson var stiga- hæstur Grindvíkinga með 25 stig. ÍR valtaði yfir Tindastól í Seljaskóla  KR-ingar gerðu góða ferð í Ljóna- gryfjuna og lögðu Njarðvík að velli Morgunblaðið/Árni Sæberg Barátta Danero Thomas (t.v.) og Jaka Brodnik (t.h.) takast á í Seljaskóla. Jón Axel Guðmundsson var besti maður vallarins þegar lið hans Fra- port Skyliners vann 84:75-sigur gegn Vechta í efstu deild Þýska- lands í körfuknattleik í gær. Jón Axel var stigahæstur í sínu liði með 17 stig en hann var með 80% nýtingu fyrir utan þriggja stiga lín- una og skoraði úr fjórum af fimm skotum sínum. Þá tók hann fjögur fráköst, gaf tvær stoðsendingar og stal boltanum í tvígang. Fraport Skyliners er í níunda sæti deildarinnar með 16 stig, fjórum stigum frá sæti í úrslitakeppninni. Maður leiksins í Þýskalandi Ljósmynd/FIBA Nýting Jón Axel var í miklu stuði fyrir utan þriggja stiga línuna. Knattspyrnumaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson vonast til þess að snúa aftur í íslenska karlalandsliðið fyrir leikina þrjá gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein í undan- keppni HM 2022 í lok mars. Hólm- bert leikur með Brescia á Ítalíu og er að snúa aftur til baka á völlinn eftir erfið meiðsli. „Ég vonast til að fá tækifæri í byrjunarliði Brescia í næstu leikjum og auðvitað væri gaman að vera hluti af fyrsta lands- liðshópi Arnars,“ sagði Hólmbert í viðtali sem birtist við hann á mbl.is/ sport/fotbolti í gær. Vill snúa aftur í landsliðið Morgunblaðið/Eggert Endurkoma Hólmbert Aron er að koma til baka eftir erfið meiðsli. Hin nítján ára gamla Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gat varla byrjað ferilinn betur í atvinnumennsku í fótbolta. Hún spilaði í gær sinn fyrsta leik með þýska stórveldinu Bayern München þegar hún kom inn á sem varamaður gegn Kazy- gurt austur í Kasakstan, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu. Karólína hafði aðeins verið inni á vellinum í þrjár mínútur þegar hún skoraði og kom Bayern í 5:0 en lokatölur urðu 6:1. Seinni leikur lið- anna í München er því nánast formsatriði. Karólína kom til Bayern frá Breiðabliki í janúar en var ekki leikfær fyrr en nú vegna meiðsla í hné sem hún glímdi við frá haust- inu. Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Evrópumeist- araliði Lyon unnu Bröndby 2:0 á heimavelli og það forskot ætti að duga fyrir seinni leikinn í Kaup- mannahöfn. Sara byrjaði á vara- mannabekknum en lék síðasta hálf- tímann. Það stefnir því allt í að þrjú Ís- lendingalið verði í átta liða úrslit- um Meistaradeildarinnar í ár. Lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Kristrúnar Rutar Antonsdóttur, Rosengård frá Svíþjóð og St. Pölten frá Austurríki, skildu jöfn í Malmö í fyrradag, 2:2. Rosengård á erfiðan útileik fyrir höndum gegn austur- rísku meisturunum. vs@mbl.is Frábær byrjun í atvinnumennsku Kasakstan Karólína Lea Vilhjálms- dóttir skoraði í fyrsta leiknum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.