Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 8

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 Steinn Logi Björnsson, sem lengihefur starfað að flugmálum, var í viðtali við Stefán Einar Stefánsson í þættinum Dagmálum í gær á mbl.is. Þar var meðal annars rætt um hvernig þróunin í ferðaþjónustunni hér á landi geti orðið þegar horft er til bólusetninga.    Steinn Logi svaraði því til að þettafæri eftir því hvernig þróunin yrði í helstu markaðslöndum Ís- lands, hvenær hægt yrði að opna landamæri og hvenær fólk frá þess- um löndum færi að ferðast. „Ég hef þá trú að ferðaviljinn sé mjög mik- ill,“ sagði Steinn Logi, og benti á að búið væri að bólusetja hátt hlutfall Breta og einnig ört hækkandi hlut- fall Bandaríkjamanna.    Þá benti hann á að við þyrftumekki að bíða eftir því að búið yrði að bólusetja alla því við þyrftum ekki að fá nema örlítið hlutfall þess- ara þjóða í heimsókn. „Þannig að ég hef alveg trú á því að þetta geti gerst hratt og þá er aðalmálið: hve- nær getum við opnað okkar landa- mæri, hvenær opnar Schengen landamærin og kannski síðast en ekki síst, hvenær verðum við bólu- sett? Hvenær verðum við tilbúin? Það virðist nú vera einhvern veginn algjört klúður hérna á Íslandi í þess- um málum öllum,“ sagði hann, og bætti því við að hann óttaðist að helstu markaðir okkar yrðu tilbúnir en við yrðum ekki tilbúin á sama tíma að taka á móti ferðamönn- unum.    Fyrir Icelandair og aðra í ferða-þjónustu er þetta mikið áhyggjuefni. Algjört klúður í bólusetningu STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hlutfall rjúpnaunga í rjúpnaveiðinni á liðnu hausti var mjög lágt. Ólafur Karl Nielsen, vistfræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, hefur aldursgreint 2.128 rjúp- ur úr veiðinni haustið 2020. Hann á von á að fá einhverja tugi vængja til viðbótar en segir að heildarmyndin sé komin og breytist ekki úr þessu. Ólafur bendir rjúpnavinum á að vöktunargögn um rjúpu, a.m.k. hluti þeirra, eru nú aðgengileg á vef Nátt- úrufræðistofnunar. Þar eru bæði niðurstöður talninga og aldursgrein- ina, m.a. aldursgreininga úr veiði. Slóðin er: https://www.ni.is/greinar/ voktun-rjupnastofnsins. gudni@mbl.is Lágt hlutfall rjúpna- unga haustið 2020  Aðeins 3,3 ungar á hvern kvenfugl Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands Ungahlutfall í rjúpnaveiði 2020 Staðan eftir að alls 2.128 fuglar hafa verið aldursgreindir Landshluti Fullorðnir Ungfuglar Samtals % ung- fuglar Ungar á kvenfugl Vesturland 147 266 413 64% 3,6 Vestfi rðir 71 92 163 56% 2,6 Norðvesturland 79 1 1 1 190 58% 2,8 Norðausturland 179 329 508 65% 3,7 Austurland 256 399 655 61% 3,1 Suðurland 67 132 199 66% 3,9 Samtals 799 1.329 2.128 63% 3,3 Landssamband smábátaeigenda styður þingsályktunartillögu um við- hald og varðveislu gamalla báta. LS leggur til að við tillöguna bætist að skip og bátar eldri en 50 ára verði framvegis skilgreindir sem forn- gripir, en í lögum sé þessi skilgrein- ing miðuð við smíðaár fyrir 1950. LS telur að við val á þeim skipum og bátum sem skal varðveita sé litið til þess hvar þau voru smíðuð og út- gerðarsögu þeirra. „Til skýringar skal tekið dæmi, annars vegar um Blátind í Vestmannaeyjum og hins vegar Sigurfara á Akranesi. Blá- tindur var smíðaður í Vestmanna- eyjum og átti alla sína útgerðarsögu á Íslandi. Sigurfari var smíðaður í Hull á Bretlandi og var langt frá því að vera gerður út alla tíð hérlendis,“ segir í umsögninni. Enginn nýsköpunartogari Guðjón S. Brjánsson, Guðmundur Andri Thorsson og Oddný G. Harðar- dóttir eru flutningsmenn þingsálykt- unartillögunnar, sem er endurflutt. Lagt er til að ráðherrar beiti sér fyrir stofnun sjóðs sem hafi það hlutverk að halda við og varðveita gömul skip og báta. Sjóðurinn njóti árlegra fram- laga af fjárlögum, einnig verði stuðlað að þátttöku starfsgreina sjávarút- vegsins í verkefninu. Í greinargerð LS segir meðal ann- ars: „Það er undarleg staðreynd að Íslendingar, sem rekja velmegun sína í nútímanum til þess að sett var tveggja hestafla glóðahausvél í smá- bátinn Stanley frá Hnífsdal árið 1902, skuli ekki standa betur að varðveislu þeirrar ótrúlegu byltingar sem fylgdi í kjölfarið. Íslendingar sitja uppi með þá staðreynd að ekki einn einasti ný- sköpunartogari, hvað þá gufutogari, er til í landinu. Meira að segja afla- og happaskipið Sigurður RE er farið í bræðslupottinn.“ Síðar segir að aðeins einn „alvöru“ vertíðarbátur sé varðveittur, Gull- borg RE 38/VE 38 „sem stendur við Sjóminjasafnið í Reykjavík og við- haldið getur varla talist til fyrir- myndar,“ segir í umsögn LS. aij@mbl.is Munur á Blátindi VE og Sigurfara á Akranesi  Smíðastaður og útgerðarsaga Morgunblaðið/sisi Gullborg Hefur staðið við Sjóminja- safnið í Reykjavík síðustu ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.