Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
50 ára Breki er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Vesturbænum og Hlíð-
unum og býr í Löngu-
hlíð. Hann er með
meistarapróf í hag-
fræði frá CBS í Kaup-
mannahöfn og er for-
maður Neytendasamtakanna. Breki er í
Lestrarfélaginu Krumma og Kvæða-
mannafélagi Norður-Breiðafjarðar.
Maki: Steinunn Þórhallsdóttir, f. 1972,
framkvæmdastjóri Þjóðleikhússins.
Börn: Steinn Kári, f. 2002, Karl Orri, f.
2005, og Bríet, f. 2007.
Foreldrar: Karl Örn Karlsson, f. 1946,
tannlæknir, og Kristín Blöndal, f. 1946,
myndlistarmaður. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Breki
Karlsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það varst þú sem hleyptir verkefn-
inu af stað. Ef þú vildir bara hagnýta hluti
myndi þér leiðast.
20. apríl - 20. maí
Naut Enginn er alvitur og þú eins og aðrir
verður að viðurkenna að stundum hefur þú á
röngu að standa. Skipuleggðu starf þitt svo
þér verði sem mest úr verki.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Forðastu að deila við vini þína og
kunningja um sameiginlegar eignir og
ábyrgð í dag. Og að leggja allar kröfur til
hliðar, nema þær sem maður gerir til sjálfs
sín.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Fyrirhyggja í fjármálum er nauðsyn-
leg þessa dagana. Veldu þér gildismat sem
hægt er að reiða sig á.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er oft gagnlegt að leita á vit sög-
unnar þegar leysa þarf vandamál nútímans.
Nýjar hugmyndir eru sérstaklega aðlaðandi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Farðu fram á við og þú munt afreka.
Hafðu það hugfast þegar þú veltir fyrir þér
máli sem snertir þig og þína nánustu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Eitt er að vita hvað maður vill og annað
að biðja um það. Fáðu vini þína til liðs við
þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sá sem sagði að lífið væri ekki
aðalæfing með búningum hefur augljóslega
ekki séð inn í fataskápinn þinn. Haltu þessu
aðskildu, sinntu þínu starfi og þá áttu góðan
frítíma inni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt skilið umbun fyrir það
starf sem þú hefur innt af hendi. Láttu ekk-
ert framhjá þér fara í þeirri leit. Svörin munu
ekki láta á sér standa.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Farðu þínar eigin leiðir þótt það
kosti einhverja áhættu því það er kominn
tími til að víkka út sjóndeildarhringinn. Hér
er hugsanlega eitthvað sem skiptir ykkur
miklu máli að ræða.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það eru ýmsir möguleikar í stöð-
unni, en farðu þér hægt því að flas er ekki til
fagnaðar. En veistu, að líðan þín mun batna
eftir fáeina daga, jafnvel þótt ekkert breytist.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki eyða peningum í óðagoti. Við
skiljum ekki alltaf skapsveiflur okkar en
verðum að reyna að lifa með þeim og gera
það besta úr hlutunum.
viðurkenning sem ég hef hlotið er án
efa þegar ég fyrst kvenna í Evrópu
hlaut Kvenleiðtogaverðlaun Frjáls-
íþróttasambands Evrópu (European
Athletics Women Leadership
Award). Tilgangur verðlaunanna er
að viðurkenna framlag kvenna við
stjórnun, fræðimennsku og leiðtoga-
störf innan frjálsíþróttahreyfingar-
innar í Evrópu. Það var mikil heiður
að hljóta þessi verðlaun og að fá tæki-
íþróttakeppni á Ólympíuleikunum og
á lengsta landsliðsferil allra íslenskra
frjálsíþróttakvenna. Hún var fyrst
íslenskra frjálsíþróttakvenna til að
keppa á Evrópumeistaramóti og
heimsmeistaramóti og fyrst íslenskra
frjálsíþróttakvenna valin í úrvalslið
Norðurlanda. Þórdís var fyrsta ís-
lenska konan til að hljóta styrk til
náms í bandarískum háskóla vegna
íþróttagetu. Hún varð fyrst kvenna í
150 ára sögu Alabamaháskólans til að
verða bandarískur háskólameistari
og var fyrir það afrek kosin íþrótta-
kona Alabamaháskólans árið 1983.
Fyrsta Íslandsmetið í hástökki setti
Þórdís árið 1976 og margbætti það
svo á löngum ferli. Hún á enn Ís-
landsmetið í hástökki kvenna bæði
innan og utanhúss sem er 1,88 m og
hefur verið handhafi þess óslitið í 45
ár.
Þórdís hefur hlotið fjölda viðkenn-
inga á ferlinum, s.s. gullmerki
Íþróttabandalags Reykjavíkur, gull-
merki Frjálsíþróttasambands Ís-
lands, hún er heiðursfélagi ÍR, heið-
ursfélagi í Íþrótta- og heilsufræði-
félagi Íslands og hefur hlotið heiðurs-
viðurkenningu Alþjóðafrjálsíþrótta-
sambandsins, IAAF. „En stærsta
Þ
órdís Lilja Gísladóttir
fæddist 5. mars 1961 og
ólst upp í Mávahlíð í
Reykjavík. Hún gekk í
Hlíðaskóla, Hagaskóla og
Verslunarskóla Íslands. Hún hlaut
styrk til háskólanáms í Bandaríkjun-
um þar sem hún lauk BS-prófi í
íþrótta-og heilsufræði frá University
of Alabama 1985. Þórdís lauk MA-
gráðu í mennta-og menningarstjórn-
un frá Háskólanum á Bifröst 2007 og
doktorsprófi frá Norwegian Univers-
ity of Science and Technology
(NTNU) í Noregi 2015.
Þórdís hóf feril sinn í íþróttum þrett-
án ára gömul í þríþraut FRÍ og Æsk-
unnar 1974. Hún keppti aðeins 15 ára
gömul á Ólympíuleikunum í Montréal í
Kanada 1976. Þórdís ólst upp í ÍR sem
vann Bikarkeppni FRÍ samfleytt frá
1975-1984 með hana sem lykilliðsmann.
Frá 1985-1994 keppti hún fyrir lið
HSK sem vann tvo sigra í Bikarkeppni
FRÍ með Þórdísi sem leiðtoga kvenna-
liðsins. „Þegar við Þráinn komum heim
úr námi frá Bandaríkjunum hófum við
störf sem kennarar við Íþróttakenn-
araskóla Íslands á Laugarvatni en
kenndum auk þess við barnaskólann,
héraðsskólann og menntaskólann þar.
Má segja að þarna hafi verið lagður
grunnur að ævistarfinu.“
Þórdís gekk á ný til liðs við ÍR árið
1995 og var fyrirliði ÍR-liðsins sem
varð Íslandsmeistari félagsliða árið
1998. Landsliðsferill Þórdísar spann-
aði 31 landskeppni á 25 ára tímabili,
þar af 15 ár sem fyrirliði. Hún keppti
fyrir Íslands hönd á tveimur Evrópu-
meistaramótum, sex heimsmeistara-
mótum og tvennum Ólympíuleikum.
„Mínir stærstu sigrar á íþróttaferlin-
um komu í hástökki á námsárunum í
Bandaríkjunum þegar ég fyrst ís-
lenskra kvenna vann gullverðlaun á
Bandaríska háskólameistaramótinu
1982. Þann titil varði ég síðan árið
1983 og vann innanhússtitilinn líka og
reyndar öll mót sem ég keppti á í
Bandaríkjunum það árið. Sigrarnir
með landsliðinu eru einnig sérstak-
lega minnisstæðir.“
Braut ísinn víða
Þórdís er yngsti íslenski keppandi
sem tekið hefur tekið þátt í frjáls-
færi til að ávarpa hundruð gesta og
verðlaunahafa á verðlaunakvöldi
Frjálsíþróttasambands Evrópu í
Búdapest í Ungverjalandi árið 2009.“
Þórdís hefur átt sæti í fjölda nefnda
og stjórna, s.s. í aðalstjórn ÍR, aðal-
stjórn ÍBR, skólanefnd Íþróttakenn-
araskóla Íslands, Afrekskvennasjóði
Íþrótta- og Ólympíusambands Ís-
lands og Íslandsbanka. Hún sat í fag-
ráði og barna- og unglinganefnd
Frjálsíþróttasambands Evrópu. „Mér
þótti sérstaklega skemmtilegt og
gagnlegt að vinna að undirbúningi
nýrrar afreksstefnu ÍSÍ ásamt Stef-
áni Konráðssyni, Friðriki Einarssyni
með Andra Stefánssyni sem starfs-
manni nefndarinnar árið 2017.“
Starfsferill
Starfsferill Þórdísar hefur fyrst og
fremst verið á sviði íþróttaþjálfunar
og kennslu. „Ég byrjaði að þjálfa börn
og unglinga meðan ég var enn á fullu
að keppa sjálf og hef starfað við þjálf-
un nær óslitið frá 1982. Ég tók þátt í
öflugu uppbyggingarstarfi hjá frjáls-
íþróttadeild ÍR eftir endurkomu í fé-
lagið 1994 en þá fluttum við Þráinn á
ný á Reykjavíkursvæðið. Saman unn-
um við ásamt góðu fólki að því að gera
frjálsíþróttadeild ÍR að stórveldi eftir
lægð í starfseminni. Þjálfunin hefur
þó alltaf verið aukastarf og hluti af
áhugamáli mínu. Ég hef starfað við
kennslu á öllum skólastigum en lengst
af á háskólastiginu, hóf minn kennslu-
feril eins og áður sagði á Laugarvatni
við Íþróttakennaraskóla Íslands og
lærði mikið af samstarfsfólki mínu
þar. Ég fann fljótt að kennslan var
það sem ég vildi gera að ævistarfi.
Eftir sjö ár á Laugarvatni fluttumst
við til Hafnarfjarðar þar sem ég starf-
aði við Lækjarskóla, Öldutúnsskóla
og í heilsuræktargeiranum. Árin
2004-2014 starfaði ég við uppbygg-
ingu á íþróttafræðinámi við HR,
lengst af sem sviðsstjóri. Árin 2014-
2017 vann ég að forvörnum og heilsu-
eflingu sem verkefnastjóri hjá
Reykjavíkurborg í Breiðholti. Árið
2015 varð ég nýdoktor við Háskóla Ís-
lands og starfa nú sem lektor í deild
Heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
á Menntavísindasviði Háskóla Ís-
lands. Það eru forréttindi að starfa við
Þórdís Lilja Gísladóttir, lektor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands – 60 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Þráinn, Hanna, Helga og Þórdís Lilja.
Nýtir keppnisskapið daglega
Hástökkvarinn Þórdís að keppa
fyrir Íslands hönd.
40 ára Eyjólfur er
Garðbæingur en býr í
Kópavogi. Hann er
matreiðslumeistari frá
Hótel Sögu og er eig-
andi Steikhússins við
Tryggvagötu.
Maki: Ída Sigríður
Ólafsdóttir, f. 1984, bókari.
Dætur: Írena Hlín, f. 2002, og Nadía Sig-
rún, f. 2010.
Foreldrar: Sigrún Eyjólfsdóttir, f. 1962,
heimavinnandi, búsett í Garðabæ, og
Ingólfur Jón Sigurðsson, f. 1950, fv. sjó-
maður, búsettur í Sandgerði. Stjúpfaðir,
og maki Sigrúnar, er Benedikt Egilsson, f.
1956, húsasmiður hjá ÞG verktökum.
Stjúpmóðir, og maki Ingólfs, er Sigríður
A. Hrólfsdóttir, f. 1955, bókari.
Eyjólfur Gestur
Ingólfsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Iðunn Lilja Guðmunds-
dóttir fæddist á Landspítalanum 21.
júlí 2020 kl. 01:10. Hún mældist 51 cm
löng og vó 3.595 g. Foreldrar hennar
eru Helga Þráinsdóttir og Guð-
mundur Magnús Sigurbjörnsson.
Nýr borgari