Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. verður haldinn á skrifstofu
félagsins, Gránugötu 1-3, Siglufirði og með fjar-
fundakerfinu Microsoft Teams, föstudaginn
12. mars 2021 og hefst fundurinn klukkan 15:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta
félagsins.
2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin
bréf skv. 55. gr. laga um hlutafélög.
3. Arðgreiðslustefna.
4. Starfskjarastefna.
5. Endurskoðunarnefnd.
6. Önnur mál, löglega upp borin.
Þeir hluthafar sem hyggjast nýta fjarfundakerfið
Microsoft Teams þurfa að tilkynna þátttöku til
unnar@rammi.is ekki síðar en fimmtudaginn
11. mars 2021.
Ársreikningur félagsins og tillögur stjórnar Ramma
hf. til aðalfundar munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins á Siglufirði viku fyrir aðalfund hluthöfum
til sýnis. Fundargögn verða afhent á fundarstað á
fundardegi.
Stjórn Ramma hf.
Aðalfundur
Ramma hf.
Sjómannafélag Íslands
Aðalfundur
Aðalfundur Sjómannafélags Íslands verður
haldinn mánudaginn 15. mars kl. 16.00
í félagsheimili Knattspyrnufélags Þróttar,
Engjavegi 7 í Laugardal.
Fundarefni:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Önnur mál
Trúnaðarmannaráð SÍ
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9-12.30. Zumba Gold 60+ kl.10.30.
Bingó kl. 13.30-14.30, spjaldið kostar 250 kr. Kaffi kl.14.30-15.20. Vegna
fjöldatakmarkana þarf að skrá sig í viðburði hjá okkur og jafnframt er
grímuskylda í Samfélagshúsinu, gestir bera ábyrgð á að koma með
eigin grímu og passa uppá sóttvarnir. Nánari upplýsingar í síma 411-
2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðastofa með leiðbeinanda kl. 9-16. Stólajóga með
Hönnu kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9-15. Bókabíllinn kemur við Árskóga
6-8 kl. 16.30-17:15. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.30-
15.30. Heitt á könnunni, allir velkomnir. Grímuskylda og það þarf að
skrá sig í viðburði eða hópa í síma 411-2600.
Boðinn Línudans kl. 15. Munið grímuskyldu og tveggja metra regl-
una. Sundlaugin er opin frá kl. 13.30-16.
Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með
Margréti Z. kl. 9.30. Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10. Gönguferð um
hverfið kl. 10.30 ef færð og veður í lagi. Opið kaffihús kl. 14.30. Vegna
sóttvarnaregla biðjum við ykkur að skrá ykkur fyrirfram í alla viðburði
hjá okkur í síma 535-2760.
Fella- og Hólakirkja Karlakaffi föstudag kl. 10 Gestur Óttar Guð-
mundsson geðlæknir og rithöfundur. Verið velkomnir í kaffi og vínar-
brauð. Við virðum allar sóttvarnir. Verið velkomnir, Fella og Hólakirkja.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Opið frá kl. 8.10-16. Kaffi og
spjall kl. 8.10-11. Thai Chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Postu-
línsnámskeið kl. 12.30-15.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir vel-
komnir óháð aldri og búsetu. Hjá okkur er grímuskylda og vegna
fjöldatakmarkanna þarf að skrá sig fyrirfram. Nánari upplýsingar í
síma 411-2790.
Garðabær Pool-hópur í Jónshúsi kl. 9. Gönguhópur frá Jónshúsi kl.
10. Dansleikfimi í Sjálandsskóla kl. 16 og 16.45. Vatnsleikfimi Sjálandi
kl. 15.30 og 16.10 og 16.50. Áfram skal gæta að handþvotti og smit-
vörnum og virða 2 metra, athugið grímuskylda í Jónshúsi og Smiðju
Kirkjuhvoli.
Gjábakki Kl. 8.30 til 10.30 handavinnustofa opin, bókið daginn áður.
Kl. 8.45 til 10.45 postulínsmálun. Kl. 11.30 til 12.30 matur. Kl. 13 til 15
tréskurður. Kl. 13 til 15 handavinnustofan opin, bókið daginn áður. Kl.
14.30 til kl. 15.30 kaffi og meðlæti.
Gullsmári Handavinna kl. 9 skráning í síma 441 9912. Munið sótt-
varnir
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Hæfi styrktar-
þjálfun kl. 12.50.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Handa-
vinna, opin vinnustofa kl. 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Prjónakaffi kl.
13.15.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu kl. 8.30 í Borgum í
dag. Gönguhópar kl. 10, gengið frá Borgum, þrír styrkleikahópar og
gengið inni í Egilshöll. Hannyrðahópur í Borgum kl. 12.30 og tréút-
skurður á Korpúlfsstöðum í umsjón Davíðs. Grímuskylda og allar
sóttvarnir í hávegum hafðar. Virðum 2 metra regluna.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum á Skólabraut alla virka morgna.
Söngur í salnum á Skólabraut kl. 13-14. Hvetjum fólk til þátttöku í
söngnum. Engar kröfur gerðar á sönghæfileika. Bara mæta og njóta
samverunnar. Kaffisopi á eftir. Þátttökugjald kr. 500.-
Vesturgata 7 Þorrasel Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnars milli
klukkan 13. og 14. föstudgainn 5. mars. Munið persónulegar sóttvarn-
ir og haldið fjarlægðarmörk.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
St.10-26 -
netverslun www.gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
Nýr Nissan Leaf e+ 62 kWh
Tekna 3ja ára evrópsk verk-
smiðjuábyrgð. Með öllu sem hægt er
að fá í þessa bíla.
Svartur – hvítur og Dökkgrár.
1.284.000 undir listaverði á
aðeins 4.990.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
✝ Sigríður Sum-arliðadóttir
fæddist í Reykjavík
21. september 1931.
Hún lést í faðmi
fjölskyldunnar að-
faranótt 23. febrúar
2021 á Vífilsstaða-
spítala.
Foreldrar Sigríð-
ar voru Bóthildur
Jónsdóttir hús-
freyja, f. á Ragn-
heiðarstöðum, Gaulverjabæj-
arhreppi, Árnessýslu, 18.
október 1897, d. í Reykjavík 31.
janúar 1989, og Sumarliði Gísla-
son, f. í Bakkabúð, Akranesi, 14.
mars 1892, d. í Reykjavík 15.
mars 1969. Systkini Sigríðar
eru: Guðrún Jóna (sammæðra), f.
1921, d. 1997, Steinunn Lára, f.
1923, d. 2005, Gíslína, f. 1926,
Gunnar, f. 1927, d. 2015, Hildur
(Stella), f. 1932, Unnur Kristín, f.
1934, d. 2015, Ingibjörg, f. 1936,
Gísli, f. 1938, Ásgeir, f. 1939, d.
2018 og Birgir, f. 1943.
Sigríður giftist Friðriki Frið-
rikssyni 9. desember 1951, þau
skildu.
Börn þeirra eru: Ársæll, f.
1950, eiginkona Björk Georgs-
dóttir. Símon, f. 1953, eiginkona
Guðrún Hjálmarsdóttir. Hildur
Soffía, f. 1956, eiginmaður Þór-
arinn Ragnar Ásgeirsson, hann
lést árið 2014. Kristín Hólm-
fríður, f. 1962, eig-
inmaður Sigurður
Þ. Sigurðsson og
Ragnheiður Eiríks,
f. 1966, eiginmaður
Arnar Haukur Otte-
sen. Barnabörnin
eru tólf talsins,
barnabarnabörnin
22 og eitt barna-
barnabarnabarn.
Sigríður giftist
Guðbirni Eiríki Ei-
ríkssyni 8. apríl 1972, hann lést
14. júlí 2011.
Börnin hans eru Eiríkur Unn-
ar, búsettur í Danmörku, Ingvar
Geir, búsettur í Hafnarfirði og
Jólín Sigurbjörg, búsett í
Reykjavík. Barnabörnin eru
fjögur og barnabarnabörn eru
fjögur.
Sigríður ólst upp á Hverfis-
götu 104a í Reykjavík í stórum
systkinahópi. Hún vann við ýmis
störf en þó aðallega við aðhlynn-
ingu á Hvítabandinu, Reykja-
lundi og á Hjúkrunarheimilinu
Eir. Sigríður sinnti starfi sínu af
miklum metnaði og var vel liðin
af samstarfsfélögum sínum.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 5. mars 2021,
klukkan 13.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/wrtkxswy/
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
Í dag kveðjum við yndislega
móður okkar.
Móðir okkar greindist með
MND-sjúkdóminn í apríl 2020
langt komin á níræðisaldur. Hún
hafði ávallt verið við góða heilsu
og kom það okkur því öllum á
óvart að hún skyldi greinast með
þennan óvægna sjúkdóm komin
á þennan aldur. Mamma var fé-
lagslynd og hlý kona og hafði
yndi af því að vera innan um fjöl-
skylduna sína. Hún var mikill
húmoristi og gantaðist við
barnabörnin sín við hvert tæki-
færi. Hún var einstaklega
smekkleg kona og fylgdist vel
með því hvað var að gerast í
heimi tískunnar. Hún var ávallt
vel tilhöfð og fór aldrei út fyrir
hússins dyr nema að setja á sig
varalit.
Gæfan var henni ekki alltaf
hliðholl og voru fyrstu hjúskap-
arár ævi hennar erfið. Árið 1968
urðu kaflaskipti þegar hún
ákveður að hefja nýtt líf ein með
okkur börnin fimm. Árið 1969,
þegar hún starfaði hjá Nóa-
Síríusi, varð mamma þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast hon-
um Guðbirni Eiríki Eiríkssyni
(Eika). Upp frá því fór gæfa
hennar og okkar systkinanna að
snúast til betri vegar.
Fljótlega var farið í að byggja
húsnæði fyrir stóru nýju fjöl-
skylduna og byggðu þau raðhús
á Stórateigi 11 í Mosfellsbæ.
Eiríkur var mjög handlaginn,
byggði bæði Stórateig og einnig
einbýlishúsið í Reykjafold 6 með
hjálp okkar systkinanna. Árin
liðu og fjölskyldan stækkaði. Það
var alltaf mikið um gestagang á
heimilum þeirra, við börnin og
barnabörnin að heimsækja þau
og þá voru iðulega bakaðar vöffl-
ur með kaffinu og mikið hlegið
og gantast. Þau höfðu mjög gam-
an af því að ferðast og ferðuðust
víða um heim til að heimsækja
vini og ættingja erlendis. Við er-
um henni móður okkar ævinlega
þakklát fyrir að koma með Eika
inn í líf okkar. Hann var ein-
stakur maður, elskaður og dáður
af okkur öllum og er hans sárt
saknað. Hann lést í júlí 2011.
Mamma vann við ýmis störf
en stærsta part ævi sinnar starf-
aði hún við aðhlynningu á Hvíta-
bandinu, Reykjalundi og Hjúkr-
unarheimilinu Eir. Mamma
sinnti sínu starfi af miklum
metnaði og var vel liðin af sam-
starfsfélögum sínum.
Mamma var mikil handa-
vinnukona og saumaði fallegar
myndir, klukkustrengi og mjög
fallega rennibraut sem prýddi
heimilin í gegnum árin. Hin
seinni ár heklaði mamma mikið
af fallegum barnateppum sem
færð voru Hjálparstarfi kirkj-
unnar og einnig á fæðingardeild-
ina þar sem hún óskaði sérstak-
lega eftir því að aðstandendur
andvana fæddra barna fengju ef
þau kysu það.
Elsku mamma, við söknum
þín endalaust og þökkum þér
fyrir allar ánægjulegu stundirn-
ar sem við áttum saman.
Ljóð eftir langafa
Vægðu mér, svo veðrin hörð
vængja stefnu ei breyti,
ódauðleikans inn í fjörð
er ég flugið þreyti.
Heilög veri höndin þín
hjálp mín lífs á kveldi,
syndaskjölin svo að mín
sviðni í kærleikseldi.
Það fær sálu mína mett,
merkta kjörum nauða,
vona sé ég bjartan blett
bak við gröf og dauða.
Þegar hinztu ferð ég fer
feigðar gegnum traðir,
taktu þá á móti mér,
miskunnsami faðir.
(Jón Arason)
Saknaðarkveðja,
Ársæll (Sæli), Símon,
Hildur, Kristín (Stína),
Ragnheiður (Raggý).
Sigríður
Sumarliðadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar