Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
kominn þegar Jósef hringdi
dyrabjöllunni, því enginn hringdi
henni eins og hann. Jósef var
einnig okkar fjölskyldulæknir ár-
in sem við bjuggum í Hafnarfirði
og sá sem leitað var til svo lengi
sem pabbi lifði. Alltaf boðinn og
búinn, hvort sem það var að
skoða snúinn ökkla, sauma minni
skurði eða meta alvarlegri veik-
indi. Það var ómetanlegt að eiga
hann að, ekki síst eftir að heilsu
pabba hrakaði síðustu ár hans.
Eftir alvarleg veikindi og slys frá
unga aldri var pabbi ekki sér-
staklega viljugur að leita lækna,
en hann hlustaði ævinlega á, virti
og treysti Jósef vini sínum. Jósef
reyndist foreldrum okkar ekki
síst ómetanlegur forðum þegar
við misstum Egil Örn litla og
heimili okkar í brunanum í Hafn-
arfirði. Þá var Jósef mættur
strax og eins og hann sagði sjálf-
ur, það voru þung spor sem þeir
félagar áttu saman þann daginn.
Hann leit síðan daglega við til
þeirra beggja fyrstu vikuna á eft-
ir þar sem pabbi lá á heimili
tengdamóður sinnar í Reykjavík
með reykeitrun og þau bæði í
versta áfalli sem nokkurn getur
hent. Sannur vinur í raun, þá og
alla tíð.
Það er því með söknuði og
miklu þakklæti sem við systkini
kveðjum Jósef og sendum börn-
um hans, Birnu, Ólafi, Snorra og
fjölskyldum þeirra, okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Inga, Jónas og Kristrún
Egilsbörn.
Með Jósef Ólafssyni er geng-
inn læknir sem hafði merk áhrif á
sögu lækninga við St. Jósefsspít-
ala Hafnarfirði á seinni hluta síð-
ustu aldar.
Eftir kandídatspróf 1957 við
læknadeild Háskóla íslands hafði
hann öðlast víðtæka reynslu í
lækningum fyrst hérlendis en
síðan með framhaldsnámi í al-
mennum lyflækningum við virtar
stofnanir í Svíþjóð. Hann kom
síðan til starfa 1963 sem sérfræð-
ingur í þeirri grein og síðar yfir-
læknir við lyflækningadeild St.
Jósefsspítala Hafnarfirði. Þá
höfðu St. Jósefssystur rekið spít-
alann af miklum myndarbrag frá
1926 er spítalinn var vígður og
gerðu svo áfram þar til seinni
part 8. áratugarins.
Fyrir atbeina Jósefs þróaðist
lyflækningadeildin með árunum
með viðbótarstarfskröftum og
sinnti margvíslegum vanda-
málum á sviði lyflækninga, sér-
staklega fyrir Hafnfirðinga.
Snemma á 9. áratugnum var lögð
aukin áhersla á rannsóknir og
meðferð við meltingarsjúkdóm-
um og átti deildin eftir að verða
ein sú framsæknasta hérlendis á
því sviði.
Ég starfaði með Jósef á lyf-
lækningadeildinni um 16 ára
skeið eða þar til hann lét af störf-
um 1999 vegna aldurs. Reyndist
þetta afar farsælt samstarf og
ánægjulegur tími. Starfsandinn
var góður og samheldni mikil
milli starfsfólks. Var oft haft á
orði að St. Jósefssystur hefðu
lagt grunninn að góðum starfs-
anda.
Jósef var hreinskiptinn, dag-
farsprúður og glaðlyndur í við-
móti. Hann var fylginn sér þegar
málefni spítalans bar á góma og
vildi veg spítalans ávallt mikinn
enda var hann kjörinn í stjórn
hans til fjölda ára.
Hann hafði til brunns að bera
kunnáttu til að beita læknislist-
inni. Sjúklingarnir báru traust og
margir leituðu til hans endurtek-
ið með vandamál sín á göngu-
deild spítalans enda hafði hann
haldmikla þekkingu og reynslu
til að annast þá.
Gaman var að kynnast tóm-
stundastarfi hans og Sólveigar
konu hans. Voru þau iðulega upp
um fjöll og firnindi við göngur og
skíðamennsku bæði hérlendis og
erlendis.
Á þessum tímamótum sendi ég
aðstandendum samúðarkveðjur.
Gunnar Valtýsson.
✝ Sigvaldi GuðbjörnLoftsson fæddist
10. mars 1931 í Vík á
Selströnd í Stranda-
sýslu. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akraness
22. febrúar 2021.
Foreldrar Sigvalda
voru Hildur Gests-
dóttir og Loftur
Torfason í Vík. Þau
hjónin eignuðust 13
börn og eru tvö þeirra
á lífi, Þorvaldur, f. 12. júní 1933,
og Líneik Sóley, f. 11. júlí 1941.
Sigvaldi kvæntist þann 12.
október 1963 Ágústínu Hjörleifs-
dóttur, f. 18.1. 1936, frá Akra-
nesi. Þau hjón eignuðust fimm
börn: 1) Loftur Smári, f. 22.9.
1954, maki Ingibjörg Sólmund-
ardóttir og á hún fjögur börn, 12
Sigvaldi ólst upp með for-
eldrum og systkinum í Vík. Í árs-
byrjun 1952 flytur hann ásamt
æskuvini sínum og frænda, Bern-
harði Sveinssyni (Benna) til Akra-
ness, þar sem hann bjó til æviloka.
Á Akranesi kynnist hann
Ágústínu eiginkonu sinni. Þau
bjuggu á nokkrum stöðum allt þar
til þau keyptu neðri hæðina á
Stekkjarholti 22, 1957 og hafa bú-
ið þar æ síðan.
Sigvaldi fór ungur að árum að
stunda sjómennsku, fyrst með
bræðrum sínum frá Vík.
Á árunum 1960-1969 var hann
landmaður nokkurra báta, ásamt
því að vinna í Hvalstöðinni á sumr-
in.
Árið 1970 hóf hann sína eigin
útgerð er hann keypti sinn fyrsta
bát og gaf honum nafnið Sæbjörn
AK77. Hann hætti allri útgerð árið
1998.
Útförin fer fram frá Akranes-
kirkju 5. mars kl. 13. Útförinni
verður streymt af vef Akranes-
kirkju
www.akraneskirkja.is
barnabörn og tvö
langömmubörn. 2)
Guðrún, f. 4.1.
1961, maki Að-
alsteinn Haf-
steinsson. Börn
þeirra eru Bjarki
Þór, f. 26.7. 1982,
og Hildigunnur Sif,
f. 23.7. 1991, maki
Guðlaugur Kemp
Helgason. Barn
Hildigunnar er
Vikingur Thor, f. 2.7. 2012. 3)
Helga, f. 14.11. 1962, maki Guð-
mundur Friðriksson. Börn þeirra
eru Alexandra Björk, f. 9.8. 1993,
maki Haukur Arnarson, Friðrik
Arthúr, f. 9.8. 1993, og Sigvaldi
Ágúst, f. 9.8. 1993. 4) Hilmar, f.
4.3. 1966. 5) Hildur, f. 28.7. 1971,
maki Guðmundur Magnússon.
Elsku pabbi okkar.
Á þessari stundu kveðjum við
þig þakklát fyrir að hafa átt þig
og þakklát fyrir allt sem þú
kenndir okkur. Það var dýrmætt
að halda í hönd þína, kyssa þig og
þakka þér fyrir allt og segja þér
að við elskum þig.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum okkar
hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og
lítur okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um
landið út og inn
er fjársjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir)
Hvíl í friði elsku pabbi okkar,
við elskum þig.
Guð veri með þér.
Loftur, Guðrún, Helga,
Hilmar og
Hildur.
Fæðast, gráta, reifast, ruggast,
ræktast, berast, stauta, gá,
leika, tala, hirtast, huggast,
herðast, vaxa, þanka fá,
elska, biðla, giptast greitt,
girnast annað, hata eitt,
eldast, mæðast, andast, jarðast.
Ævi mannleg svo ákvarðast.
(Séra Pétur Pétursson
frá Víðivöllum)
Takk fyrir allt sem þú varst
mér og minni fjölskyldu.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Aðalsteinn.
Elsku besti afi minn.
Það er fátt í þessu lífi sem við
vitum með vissu. Það eina sem
okkur er alveg lofað er það að lífið
muni einn daginn taka enda.
Þrátt fyrir þessa vitneskju er
maður samt aldrei tilbúinn til
þess að kveðja þá sem standa
manni næst, þó að með tímanum
muni maður taka það í sátt.
Ævi þín var mjög löng og inni-
haldsrík. Lífið er gjöf og þú svo
sannarlega nýttir hana til fulls.
Þú varst yfirburðaduglegur og
samviskusamur við allt það sem
þú tókst þér fyrir hendur, en það
sem mér fannst einkenna þig
mest var góðmennska þín og það
hversu innilega þú sýndir fólkinu
þínu væntumþykju og af mikilli
einlægni.
Þú varst vinsæll og vel liðinn.
Oft hef ég verið mjög montin með
það að vera afastelpan þín, og hef
ég oft upplifað að fólk vilji koma
vel fram við mig þegar það vissi
hverra manna ég væri.
Eins og sönnum Strandamanni
er lagið varst þú mjög laginn við
það að semja ljóð og vísur og
hlotnaðist mér sá heiður að þú
ortir tvö ljóð um mig sem ég veit
af og ætla ég að enda þessa
kveðju á öðru þeirra. Þú söngst
það við lagið Söknuður með Villa
Vill og er það svohljóðandi:
Ég bið að drottinn varði þína vegi
og veri ávallt með þér sérhvert sinn.
Eins og sól á björtum sumardegi
þú sendir ljós í bæinn okkar inn.
Þú glæðir mig von í gömlu hjarta.
Geislar þínir lýsa veginn minn
í von um framtíð þína fagra og bjarta
sem fegra megi áfram huga þinn.
(Sigvaldi Loftsson)
Elsku afi. Hjartans þakkir fyr-
ir allt. Þú verður alltaf í huga mér
og ég elska þig.
Þín afastelpa,
Hildigunnur Sif.
Elsku afi Sigvaldi.
Þú varst okkur svo einstaklega
kær og góður og hafðir sannkall-
að hjarta úr gulli. Það var alltaf
jafn dásamlegt að koma í heim-
sókn til ykkar ömmu á Stekkjar-
holtið og alltaf tekið á móti okkur
með hlýju og ástúð. Það er sárt að
kveðja en allar dýrmætu minn-
ingarnar sem við áttum saman
munum við varðveita og geyma í
hjörtum okkar. Við minnumst þín
með kærleika og þakklæti um
besta afa sem hægt var að óska
sér.
Þessar fallegu vísur sem þú
ortir og gafst okkur í gjöf eru
okkur mjög kærar.
Um Alexöndru Björk
Undurblíða brosið þitt
bræðir hug og hjarta
Elskulega yndið mitt
eigðu framtíð bjarta.
Um Friðrik Arthúr
Lagtækur og leikinn er
líka tölvufróður.
Framsækinn og fylginn sér
og furðu ráðagóður.
Um Sigvalda Ágúst
Lætur lítið yfir sér
lygnir augum hlýðinn.
Alltaf bestur af öðrum ber
ofurlítið stríðinn
Guð blessi minningu þína,
elsku afi.
Þín afabörn,
Alexandra Björk, Frið-
rik Arthúr og Sigvaldi
Ágúst Guðmundsbörn.
Elsku afi minn.
Takk. Takk fyrir bókstaflega
allt. Takk fyrir að leyfa mér að
kynnast þér, takk fyrir að vera afi
minn. Takk fyrir að vera vinur
minn og jafnæðislegt eintak af
manneskju sem þú ert.
Já afi, þakklæti er mér efst í
huga þegar ég hugsa til baka yfir
farinn veg. Minningarnar eru
margar og eiga það allar sameig-
inlegt að vera gleðilegar, jákvæð-
ar og hlaðnar ást og alúð.
Afi Sigvaldi var alltaf mikil fyr-
irmynd. Dugnaðurinn var mikill
og féll honum aldrei verk úr hendi
og auðvitað alltaf með bros á vör.
Trillan var hans vinnustaður og
sinnti hann henni af mikilli alúð.
Við afi vorum það heppnir að
deila saman áhugamálum. Fót-
bolti var þar efstur á baugi. Lang-
efstur! Ég United-maður og hann
Pool-ari. Ég verð hins vegar að
segja það að mikið er ég sáttur
fyrir þína hönd að Liverpool náði
nú að taka dolluna á seinasta
tímabili. En það er bara fyrir þig
elsku afi.
Svo vorum við að sjálfsögðu
báðir grjótharðir Akurnesingar
og ÍA okkar félag alveg fram í
rauðan dauðann.
Annað áhugmál var tónlist þó
svo við höfðum hvor sína nálg-
unina á það. Ég gat trommað en
þú raulaðir mörg lög sem voru í
miklu uppáhaldi. Fannst það allt-
af fallegt.
Á yngri árum var alltaf tals-
vert „sport“ að gista í Stekkjar-
holtinu. Þar voru manni kenndar
ákveðnar „lexíur“ áður en farið
var að sofa. Númer eitt. Alltaf að
pissa! Númer tvö var farið með
faðirvorið.
Það fyrra geri ég enn þann dag
í dag. Það lærði ég af ykkur
ömmu að sama hvað, alltaf að
taka pissið fyrst áður en haldið er
í svefninn.
Afi var eins og áður segir harð-
duglegur á trillunni sinni honum
Sæbirni AK77. Það var alltaf mik-
ið fagnaðarefni þegar kom ýsa í
soðið beint frá „býli“ ef svo má
segja.
Ég vil meina það að ýsan hans
afa, kartöflur og ísköld mjólk sé
bara það besta sem ég hef fengið.
Ég ætla líka að halda því fram,
blákalt, að fiskur er ekki fiskur
nema afi hafi veitt hann. Það er
bara þannig!
Þegar afi hélt á grásleppuna þá
arfleiddi hann mig að öllum þeim
rauðmögum sem hann fékk í net-
ið. Barnabarnið var jú að fara í
fótboltaferð til Englands og var
að safna fyrir því. Þessi innkoma
var ómetanlegt lóð á vogarskál-
arnar í þessari söfnun.
Afi var góður í öllu. Afi var líka
hörkugóður í að semja vísur. Vís-
urnar voru nokkrar og fengum
við barnabörnin öll okkar. Ég
fékk árið 2012 eina vísu í jólagjöf
og er þetta í eina skiptið sem ég
hef fellt tár yfir jólagjöf.
Þú vekur gleði í sérhvert sinn
sumar jafnt sem vetur.
Reyndu að líta oftar inn
vinur ef þú getur.
Það mun gleðja gömul hjörtu
ef góður vinur lítur inn.
Sólarljósin blíðu og björtu
bera þá himininn.
(Afi Sigvaldi)
Elsku afi minn, þá er komið að
kveðjustund. Hún er erfið en
óumflýjanleg. Veikindin sem þú
hafðir pakkað saman tvisvar náðu
yfirhöndinni í þetta skiptið.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Takk fyrir mig, ég ætla að
hugsa til þín daglega og læra af
þér. Læra, að það er ekki nóg að
þykja vænt um fólk, heldur líka
sýna það í verki og orðum.
Elsku afi, hvíldu í friði.
You’ll never walk alone.
Kveðja,
Bjarki Þór Aðalsteinsson.
Sigvaldi Guðbjörn
Loftsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Takk fyrir allar góðu
stundirnar okkar saman,
ég vona að þér líði vel þar
sem þú ert núna. Takk fyrir
bátana, ég lofa að passa þá
vel.
Bless, við sjáumst síðar,
ég elska þig.
Þinn langafastrákur,
Víkingur Thor.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐFINNU SVEINSDÓTTUR,
Sólvöllum,
áður Garðafelli, Eyrarbakka,
fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn
6. mars klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
ættingjar og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á
Facebook-síðunni: Minningarsíða Guðfinnu Sveinsdóttur
Eyrarbakka.
Trausti Sigurðsson Sigríður Sæmundsdóttir
Viðar Sigurðsson Guðbjörg Bjarnadóttir
Soffía Jóhannsdóttir
Dísa Sigurðardóttir
Eygló Alda Sigurðardóttir Sigvard Sigurðsson Hammer
og fjölskyldur
Elskulegur bróðir minn og frændi okkar,
SIGURÐUR GUÐNI JÓNSSON,
Hóli, Köldukinn,
lést 24. febrúar á dvalarheimilinu Hvammi,
Húsavík. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju föstudaginn 12. mars
klukkan 13.30. Einnig verður útförinni streymt á
facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar
útsendingar. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Hvammi fyrir
hlýja og góða umönnun.
Marinó Jónsson
og frændfólk
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORGEIR GUÐMUNDSSON
verkfræðingur,
lést þriðjudaginn 23. febrúar á hjúkrunar-
heimilinu Eir í Grafarvogi.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þröstur Þorgeirsson Sigrún Pálmarsdóttir
Úlfar Þorgeirsson Ásdís Valsdóttir
Þóra Hrönn Þorgeirsdóttir
Borgný Katrínardóttir Snæbjörn Árnason
barnabörn og barnabarnabörn