Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Haldist sami taktur í eldvirkni
Reykjanesskagans og verið hefur
síðustu árþúsundin er ljóst að það
styttist í að til tíðinda dragi, að mati
Magnúsar Á. Sigurgeirssonar, jarð-
fræðings hjá ÍSOR – Íslenskum
orkurannsóknum.
„Ef það fer að gjósa þá er líklegt
að það verði byrjun á löngu eldgosa-
skeiði,“ sagði Magnús. Kvikugang-
urinn sem nú er fylgst með við
Fagradalsfjall tilheyrir eldstöðva-
kerfi sem kennt er við fjallið. Magn-
ús segir að á því svæði hafi ekki verið
mikil eldvirkni en samt séu merki
um eldgamlar gossprungur frá því
snemma á nútíma utan í fjallinu.
Hann skrifaði yfirlitsgrein um síð-
asta gosskeið á Reykjanesskaga,
800-1240 e.Kr. sem birtist á heima-
síðu ÍSOR (isor.is). Með henni birtist
kortið sem sýnir hvar hraun runnu á
þessu gosskeiði. Magnús segir að á
Reykjanesskaga séu sex eldstöðva-
kerfi sem raðast í stefnu frá norð-
austri til suðvesturs. Vestast er
Reykjaneskerfið, svo eru til austurs
Svartsengi, Fagradalsfjall, Krýsu-
vík, Brennisteinsfjöll og loks Heng-
ill. Hann segir að þessi kerfi séu
nokkuð sjálfstæð en eldvirknin fær-
ist á milli þeirra. Hvert gosskeið get-
ur náð yfir nokkrar aldir með ára-
tuga löngum hléum á milli eldgosa.
Um 1.000 ár á milli gosskeiða
„Það er kominn rétti tíminn fyrir
eldgos. Það hafa liðið um eitt þúsund
ár á milli gosskeiða og það er nánast
nákvæmlega sá tími núna frá því síð-
asta,“ sagði Magnús. Hann hefði
giskað á að ný eldgosavirknin hæfist
í Brennisteinsfjallakerfinu eða í
Krýsuvíkurkerfinu. Það hafi gerst á
síðustu gosskeiðum. Síðan færðist
hún vestur eftir Reykjanesskagan-
um.
„Það er ekki byrjað eldgos,“ sagði
Magnús um miðjan dag í gær. „Gos-
virknin gæti byrjað í Krýsuvíkur-
sveimnum eða hann farið af stað
stuttu eftir að þetta byrjar við
Fagradalsfjall, ef það gerist. Það er
ekki langt þarna á milli,“ sagði
Magnús.
Mögulega geta eldgos á Reykja-
nesi valdið tjóni á mannvirkjum eins
og t.d. í Grindavík, í Svartsengi eða á
Reykjanesi. Eldgos í sjó hafa fylgt
eldvirkni á Reykjanesi og frá þeim
komið aska sem hefur borist yfir
land. Hún gæti haft áhrif á flug-
umferð en Magnús telur ólíklegt að
hraungos muni gera það.
Gosskeið á 900-1.100 ára fresti
„Allgóð þekking er til staðar um
þrjú síðustu gosskeiðin á Reykjanes-
skaga sem stóðu yfir fyrir 3000-3500
árum, 1900-2400 árum og svo 800-
1240 e.Kr. Hvert gosskeið virðist
standa yfir í um 500 ár en á þeim
tíma verða flest eldstöðvakerfin virk
en þó yfirleitt ekki á sama tíma. Ein-
kennist gosvirknin af eldum sem
standa í nokkra áratugi hver. Hraun-
in renna frá gossprungum sem geta
orðið allt að 12 km langar. Stök
hraun eru innan við 25 km2 að stærð,
flest mun minni,“ skrifar Magnús í
greininni á isor.is.
Síðasta gosskeið hófst um 800
e.Kr. í Brennisteinsfjöllum og
Krýsuvíkurkerfinu. Aftur gaus í
Brennisteinsfjallakerfinu á 10. öld.
Svo gaus í Krýsuvíkurkerfinu líklega
1151. Reykjaneseldar sem stóðu yfir
1210-1240 marka lok um 450 ára
langs eldsumbrotaskeiðs, skrifar
Magnús. Yngra-Stampahraun rann
frá 4 km langri gígaröð líklega 1211.
Sprungugos hófst í Svartsengiskerf-
inu um 20 árum eftir Yngra-Stampa-
gosið og á árunum 1230-1240 runnu
Eldvarpahraun, Illahraun og Arnar-
seturshraun. Ekki hafa orðið hraun-
gos á Reykjanesskaga síðan.
Gosvirkni frá 800 til 1240 e.Kr. Kort: ÍSOR – Íslenskar orkurannsóknir
Það er kominn tími á eldgos
Eldgosasaga Reykjanesskaga sýnir endurtekin gosskeið Um tíu aldir eru
á milli gosskeiða Tæplega 800 ár eru frá síðasta hraungosi á Reykjanesskaga
Þúsundir menningarminja eru
skráðar á mögulegu áhrifasvæði
eldsumbrota á Reykjanesskaga, að
sögn Agnesar Stefánsdóttur, sviðs-
stjóra hjá Minjastofnun Íslands. Um
er að ræða bæði friðaðar og frið-
lýstar minjar á borð við sel, bæjar-
stæði, hús, kirkjur, vörður og leiðir.
„Langflestar minjar eru skráðar
við ströndina því þar er byggðin. En
það eru líka menningarminjar eins
og sel, leiðir og vörður og alls konar
aðrar minjar í hrauninu nær mögu-
legum gosstöðvum,“ sagði Agnes.
Hún var í gær á Selatöngum með
samstarfsmanni að athuga með frið-
lýstar minjar sem þar eru. Meðal
annars átti að skoða hvort þær hefðu
skemmst í jarðskjálftunum undan-
farið. Ætlunin var að fara í dag og
athuga með nokkur gömul sel í
Vogaheiðinni og mæla þau upp.
FERLIR (ferlir.is) hefur staðið
fyrir göngu- og fróðleiksferðum um
Reykjanesskagann frá 2007. Á
heimasíðu félagsins er mikill fróð-
leikur um svæðið og ýmsar menn-
ingarminjar þar. gudni@mbl.is
Fjöldi menningarminja
Reykjanesskag-
inn geymir miklar
menningarminjar
Morgunblaðið/Jim Smart
Kálfatjarnarvör Áletrunin A 1674 er á steini sem fannst í Ferlisferð.
Hjörleifur Gutt-
ormsson, nátt-
úrufræðingur og
fyrrverandi ráð-
herra, segir að
það komi sér
spánskt fyrir
sjónir að litið
hafi verið til
Hvassahrauns
sem svæðis fyrir
nýjan flugvöll,
sérstaklega í ljósi þeirra jarðhrær-
inga og þess óróa sem hefur verið á
Reykjanesskaga síðan í síðustu
viku.
„Því að það er ljóst á heimildum
að Hvassahraun og það umhverfi er
undirliggjandi svona jarðfræðilegri
áhættu,“ segir Hjörleifur.
Hann telur að Íslendingar þurfi
að búa sig undir það að núverandi
staða á Reykjanesskaga vari „býsna
lengi“.
„Þetta getur tekið nokkurn tíma;
ekki bara daga og vikur heldur
jafnvel ár og kannski áratugi eftir
að þetta kerfi er farið að gera vart
við sig á nýjan leik,“ segir Hjörleif-
ur. karitas@mbl.is
Jarðfræði-
leg áhætta
í Hvassa-
hrauni
Hjörleifur
Guttormsson
Þorbjörg Ágústs-
dóttir, jarð-
skjálftafræð-
ingur hjá ÍSOR,
og Sveinbjörn
Steinþórsson,
tæknimaður á
Jarðvísinda-
stofnun, tengdu í
gær jarðskjálfta-
mæli Cambridge-
háskóla við
skjálftamælanet Veðurstofunnar.
Mælirinn hefur ekki áður verið
tengdur neti Veðurstofunnar, þrátt
fyrir að vera allra næstur jarð-
skjálftavirkninni sem að undan-
förnu hefur mest mælst suðvestur
af Keili.
„Þau fá því gögnin núna í sí-
streymi, sem gagnast meðal annars
til að ákvarða dýpt og staðsetn-
ingar skjálftanna sem verða,“ segir
Þorbjörg. Nákvæmari mælingar
ættu því að fást framvegis. Aðspurð
hvað taki við segist Þorbjörg nú
munu fara að vinna að gögnum.
sh@mbl.is
Fá nú ná-
kvæmari
mælingar
Þorbjörg
Ágústsdóttir
Skjálftahrina á Reykjanesskaga