Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í
vikunni karlmann í sex mánaða fang-
elsi fyrir margendurtekinn ölvunar-
akstur. Maðurinn var jafnframt svipt-
ur ökurétti ævilangt og bifreið hans
var gerð upptæk. Honum var auk
þess gert að greiða allan sakarkostn-
að og laun verj-
anda síns.
Í dómnum er
ákæra í þremur
liðum rakin.
Hann játaði sök í
fyrsta liðnum
sem sneri að ölv-
unarakstri á
Hvolsvelli í októ-
ber 2019 en neit-
aði hins vegar sök í ákæruliðum II og
III. Í þeim fyrri hafði lögregla af-
skipti af manninum þar sem hann sat
í ökumannssæti bifreiðar á Hvolsvelli
undir áhrifum. Hann neitaði því að
hafa ekið bifreiðinni, sagðist hafa set-
ið í henni því hann hefði verið að rífast
við konu sína. Lögreglumenn báru
hins vegar kennsl á manninn við akst-
ur í myndavélakerfi skömmu áður.
Sagði lögreglumaður fyrir dómi að
maðurinn hefði verið „öldauður“ við
stýri bílsins.
Þriðji ákæruliðurinn snýr að því að
lögreglumenn komu að bíl sem var ut-
an vegar við Hraungerði í Flóahreppi
í mars á síðasta ári. „Þegar lögreglu-
menn hafi nálgast bifreiðina hafi
ákærði setið í ökumannssæti og fljót-
lega hafi hann farið út úr henni. Hann
hafi fallið í snjóinn og átt í erfiðleikum
með að standa upp aftur. Hafi verið
megn áfengislykt af honum. Hafi vél-
arhlíf bifreiðarinnar og púströr verið
heit viðkomu,“ segir í dómnum. Þar
kemur líka fram að ákærði bæri því
við að maður sem ynni hjá Slátur-
félagi Suðurlands og byggi á Hvols-
velli hefði ekið bílnum. Hann gat hins
vegar ekki gert nánari grein fyrir um-
ræddum manni. Etanólmæling úr
þvagsýni leiddi í ljós að maðurinn var
mjög ölvaður meðan á akstri stóð, að
því er segir í dómnum.
Við ákvörðun refsingar var horft til
þess að maðurinn hafi með þessum
brotum í fjórða sinn gerst sekur um
að aka undir áhrifum áfengis og í
fjórða sinn að aka eftir að hafa verið
sviptur ökurétti. Í ljósi sakaferils
mannsins og brota sem hann var
þarna sakfelldur fyrir féllst dómurinn
á kröfu ákæruvaldsins um upptöku á
bifreið hans. hdm@mbl.is
Var „öldauður“
við stýri bílsins
Bíllinn gerður upptækur með dómi
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Skipulögðum glæpahópum hefur
fjölgað á síðustu árum, umsvif þeirra
fara vaxandi og hálfsjálfvirkum og
sjálfvirkum vopnum hefur fjölgað
undanfarin ár. Þörf er á áherslu-
breytingum í starfi lögreglu ef mark-
verður árangur á að nást við að
sporna gegn skipulagðri glæpastarf-
semi. Á Íslandi skortir einnig upp-
lýsingar um umfang tölvu- og net-
glæpa og netöryggismálum er
ábótavant á Íslandi og mikið verk-
efni fyrir höndum að bæta net-
öryggi. Þetta er meðal þess sem
fram kemur í nýútkominni skýrslu
um mat þjóðaröryggisráðs á ástandi
og horfum í þjóðaröryggismálum,
sem forsætisráðherra hefur lagt
fram á Alþingi.
Ástæða er til að óttast aukið og
fjölbreyttara framboð fíkniefna og
mansals og misneytingu gagnvart
innflytjendum og erlendu vinnuafli.
Ætla megi að því er segir í skýrsl-
unni að talsverður hluti fjármuna
sem unnt sé að rekja til mansals og
fíkniefnastarfsemi sé þvættaður og
reynt að fela ólögmætan ávinning af
brotastarfsemi í löglegri starfsemi
fyrirtækja eða fjárfestingum.
Samkvæmt áhættumati ríkislög-
reglustjóra sé áhætta af peninga-
þvætti hérlendis talin vera mikil
þegar kemur að frumbrotum skatt-
svika, starfsemi einkahlutafélaga,
notkun reiðufjár og skorti á skrán-
ingu raunverulegra eigenda, mis-
notkun á þjónustu t.d. lögmanna og
starfrækslu spilakassa. Bendir þjóð-
aröryggisráð m.a. á að einfalt og
fljótlegt er að stofna einkahlutafélög
hér á landi. „Af þeim sökum er með
auðveldum hætti unnt að koma upp
neti félaga til að dylja eignarhald,
einnig þvert á landamæri. Þá er
mögulegt að starfrækja félög sem
hafa enga starfsemi, svonefnd
„skúffufélög“, þar sem engar kröfur
eru gerðar um rekstur eða starf-
semi,“ segir í skýrslunni.
Í umfjöllun um netöryggi er bent á
að Íslendingar eru ein nettengdasta
þjóð heims en hafa mælst mun neðar
í alþjóðlegum samanburði hvað við-
kemur netöryggismálum. Skortur sé
á þekkingu, menntun og rann-
sóknum á sviði netöryggismála hér á
landi og Ísland hafi fengið núll-
einkunn á árinu 2018 fyrir þennan
þátt á mælikvarða national Cyber
Security Index. Líklegt sé að Ísland
muni dragast aftur úr grannríkjum
verði ekki brugðist við. Brýnt sé að
koma á samræmdri öryggisflokkun
gagna og regluverki um vinnslu og
vistun gagna og er m.a. lagt til að
kannað verði hvort auka ætti stofn-
analegt sjálfstæði CSIRT-
netöryggissveitarinnar. „Netárásir,
hvort sem þær eru gerðar í glæp-
samlegum eða hernaðarlegum til-
gangi, geta beinst að stoðþáttum
netkerfa, þ.m.t. þáttum sem hafa
jafnvel ekkert með nettækni að gera,
eins og rafveitum eða loftræstikerf-
um,“ segir í skýrslunni.
Þá er bent á að með notkun skýja-
þjónustu sé hætta á að mannleg mis-
tök leiði til þess að gögn fari úr ís-
lenskri lögsögu sem ættu ekki að
gera það.
Fíkniefni fara reglulega í gegn
Í skýrslunni er fjallað um flesta
áhættuþætti sem snúa að þjóðar-
öryggi og bent á veikleika sem bæta
þurfi úr. Í umfjöllun um landamæra-
gæslu kemur fram að til þess að
greiða fyrir eftirliti með lögmætri
umferð um landamæri sé nú unnið
að innleiðingu á farþegalistakerfi
sem tekur til flugfarþega og upp-
setningar upplýsingakerfis sem
greinir farþegaupplýsingar og sam-
keyrir þær við upplýsingar af
Schengensvæðinu og frá Interpol.
Styrkja þarf viðbragðsgetu Land-
helgisgæslunnar að mati þjóðar-
öryggisráðs og fram kemur að skatt-
urinn annast eftirlit með póst- og
vöruflutningi til landsins og sinnir
eftirliti á landamærum fyrir rúmlega
20 stofnanir. Hann hefur ekki raf-
rænt eftirlitskerfi og aðstaða er ekki
sambærileg alls staðar á landinu.
„Farmur getur auðveldlega farið
fram hjá öllum kerfum, t.d. í skipum,
skútum eða einkaflugvélum. Þá er
lítið eftirlit með út- og innflutningi
og gefst lítill tími til yfirferðar á
farmskrám. Taldar eru miklar líkur
á því að fíkniefni, forefni og tæki og
tól til framleiðslu fíkniefna fari
reglulega fram hjá yfirvöldum.“
Í umfjöllun um fjármála- og efna-
hagsöryggi kemur fram að Seðla-
bankinn vinnur að því að óháð raf-
ræn smágreiðslulausn verði innleidd
hér á landi sem varaleið til að
tryggja að ávallt sé til staðar slík
lausn sem lúti í einu og öllu íslenskri
löggjöf er varðar eignarhald og um-
ráða- og notkunarrétt. Hún á að vera
sjálfstæð og óháð mögulegum inn-
gripum af hálfu erlendra aðila. Á
undanförnum misserum hafi orðið
gagngerar breytingar á fyrirkomu-
lagi uppgjörs debet- og kreditkorta
og færsluvísunin fari nú í vaxandi
mæli í gegnum alþjóðleg kortakerfi
utan Íslands.
Í bankahruninu 2008 tókst Seðla-
bankanum að tryggja fulla virkni
innlendrar smágreiðslumiðlunar eft-
ir fall bankanna. „Það sem réð úrslit-
um í því efni var að uppgjörsferli
debetkorta laut á þeim tíma stjórn
innlendra lögaðila í reynd. Það á hins
vegar ekki við nú. Seðlabankinn hef-
ur vakið athygli þjóðaröryggisráðs á
því að íslensk stjórnvöld þurfi að sjá
til þess að til sé traust og innlent raf-
rænt smágreiðslukerfi. Þannig sé
komið í veg fyrir að rafræn greiðslu-
miðlun innan lands sé háð erlendum
aðilum án þess að fyrir hendi sé inn-
lend varaleið.“ Þjóðaröryggisráð
segir að stefna þurfi með markviss-
um hætti að því að koma á fót inn-
lendri greiðslumiðlun sem ekki er
undir erlendum þjónustuaðilum
komin. Ganga þurfi úr skugga um að
til sé innlend varaleið sem tryggi
örugga innlenda greiðslumiðlun.
Ennfremur kemur fram að breyt-
ingar séu að eiga sér stað á verð-
bréfaskráningu þar sem unnið sé að
innleiðingu á nýju kerfi verðbréfa-
skráningar og -uppgjörs sem verði
rekið frá Lettlandi og hýst í Svíþjóð
„og verði því að öllu leyti háð ákvörð-
unum erlendra aðila“.
Vara við áhættum og veikleikum
Upplýsingar skortir um umfang tölvu- og netglæpa og netöryggi er ábótavant að mati þjóðaröryggis-
ráðs Seðlabankinn býr til varaleið til að tryggja innlend yfirráð yfir rafrænni greiðslumiðlun
Morgunblaðið/Eggert
Afleiðingar óveðurs Í óveðrinu í desember 2019 komu í ljós alvarlegar af-
leiðingar skorts á varaafli fyrir fjarskipti að því er fram kemur í skýrslunni.
Birgðastaða olíu á landinu er mjög mismunandi milli ára og á árunum
2015-’17 voru birgðadagar 18 til 25. Ísland er ekki aðili að Alþjóðaorku-
málastofnuninni sem skuldbindur aðildarríkin til að geyma 90 daga
birgðir af olíu. „Líta má svo á að hér sé um veikleika að ræða, enda
stendur Ísland langt að baki nágrannalöndum í þessu efni,“ segir í
skýrslu þjóðaröryggisráðs. Bent er á að engar kvaðir gildi um að olíu-
félögin viðhaldi lágmarksbirgðum eldsneytis í landinu. „Þannig eru oft
takmarkaðar olíubirgðir til innanlands og hafa jafnvel farið niður í nokk-
urra daga birgðir. Orkustofnun hefur hafið mánaðarlega gagnasöfnun um
birgðastöðu.“ Fram kemur að Helguvík sé eina höfnin sem tekur við og
geymir loftfaraeldsneyti. Þangað komi eldsneyti á u.þ.b. þriggja vikna
fresti. Ef höfnin lokist gæti eldsneytisafgreiðsla til flugvéla á Keflavík-
urflugvelli að hámarki haldið áfram í þrjár vikur.
Langt að baki nágrannalöndum
BIRGÐASTAÐA ELDSNEYTIS ER MISMUNANDI Á MILLI ÁRA