Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hörður Felix Harðarson hæstarétt-
arlögmaður segir það koma sér
spánskt fyrir sjónir að ákvæði laga
um gjaldskrá í pósti sé óvirkt.
Nánar tiltekið varðar málið 3.
mgr. 17. greinar laga um póstþjón-
ustu sem er svohljóðandi:
„Gjaldskrár fyrir alþjónustu, þar á
meðal gjaldskrár vegna erlendra
póstsendinga, skulu taka mið af
raunkostnaði við að veita þjónustuna
að viðbættum hæfilegum hagnaði.
Gjaldskrár skulu
vera auðskiljan-
legar og gæta
skal jafnræðis og
tryggja gagn-
sæi.“
Þessi máls-
grein hefur komið
til umræðu að
undanförnu í
samhengi við tap
Íslandspósts
(ÍSP) af pakka-
sendingum innanlands.
Fyrir liggur að Íslandspóstur var
rekinn með tapi árin 2018 og 2019 –
293 milljóna tapi 2018 og 510 millj-
óna tapi 2019 – sem kallaði á aukið
framlag frá ríkinu í formi hlutafjár-
aukningar. Þá hefur Póst- og fjar-
skiptastofnun (PFS) ákvarðað að
ÍSP skuli fá 509 milljónir vegna
óhagræðis af alþjónustu árið 2020.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
PFS, sagði af því tilefni við Morgun-
blaðið að hugsanlega myndi stofnun-
in árlega þurfa að meta óhagræði Ís-
landspósts vegna byrði af alþjónustu
og ákvarða framlagið út frá því.
Þurftu viðbótarframlag
Þar af voru 126 milljónir tilkomn-
ar vegna pakkasendinga innanlands
upp að 10 kg en frá ársbyrjun 2020
hefur landið verið eitt gjaldsvæði í
þeim efnum, í stað þriggja áður. Var
upp frá því miðað við verð á höfuð-
borgarsvæðinu sem var lægra en úti
á landi. Samtök verslunar og þjón-
ustu (SVÞ) telja að með þessari
breytingu hafi Pósturinn farið að
niðurgreiða pakkasendingar út á
land og með því grafið undan stöðu
einkafyrirtækja á flutningsmarkaði.
Hefur Hörður Felix unnið minnis-
blað fyrir SVÞ um lögfræðileg álita-
mál í þessu efni.
Niðurstaða Harðar er m.a. sú að
því fari fjarri að verðlagning Pósts-
ins á þessari þjónustu hafi verið í
samræmi við lög um póstþjónustu.
Þ.e. í samræmi við lagaákvæðið um
raunkostnað að viðbættum hæfileg-
um hagnaði. Þá veki málið áleitnar
spurningar um eftirlitshlutverk PFS
og hvort stofnunin hafi sinnt því
hlutverki með fullnægjandi hætti.
Vísa til alþjónustuskyldu
Í tilefni af þessari umræðu sendi
Morgunblaðið fyrirspurn til sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt-
isins um þessi álitaefni, nánar tiltek-
ið varðandi 17. grein póstlaganna um
að verðskráin fyrir alþjónustu skuli
endurspegla raunkostnað. Svarið
birtist í Morgunblaðinu í gær en
ráðuneytið lagði út frá 2. mgr. 17.
greinar póstlaga um að gjaldskrá
fyrir alþjónustu skuli vera sú sama
um allt land.
„Afleiðing af umræddu ákvæði er
að greiðsluskylda stofnaðist á hend-
ur ríkinu, sem nemur 126 milljónum
króna að mati Póst- og fjarskipta-
stofnunar, sem kemur til viðbótar
þeim kostnaði sem fellur til vegna
veitingar póstþjónustu á óvirkum
markaðssvæðum. Önnur afleiðing af
2. mgr. er að ákvæði 3. mgr. um
raunkostnað að viðbættum hæfileg-
um hagnaði er ekki að öllu leyti
virkt. Ráðuneytið er ekki í stöðu til
að tjá sig um meinta niðurgreiðslu
Íslandspósts í þessu sambandi,“
sagði í svari ráðuneytisins við þess-
ari fyrirspurn. Af þessu leiðir að
ráðuneytið lítur svo á að hið títt-
nefnda ákvæði um að gjaldskrá fyrir
alþjónustu sé „ekki að öllu leyti
virkt“ en undir alþjónustuna heyra
m.a. pakkasendingar.
Einfaldlega ákvæði í lögum
Hörður Felix segir aðspurður að
þessi túlkun sé athyglisverð.
„Þetta kemur mér spánskt fyrir
sjónir. Ég veit ekki til þess að það sé
eitthvað til sem heitir óvirkt laga-
ákvæði. Þetta er einfaldlega ákvæði í
lögum sem stendur eins og það er.
Og ber þá að virða eftir því sem unnt
er hverju sinni. Það getur vel verið
að menn geti haldið því fram að það
séu ákveðnir vankantar eða erfið-
leikar við að framfylgja því. En auð-
vitað hljóta menn að þurfa að gera
það að því marki sem mögulegt er og
ég sé ekki að það sé einhver ómögu-
leiki í þessu tilviki fyrir því. Því
ákvæðið er svo sem ósköp einfalt og
afar skýrt að því er varðar þessa til-
vísun til kostnaðar og hæfilegs hagn-
aðar. Og ef það á að vera ein og sama
gjaldskráin fyrir allt land hlýtur að
þurfa að horfa til meðalkostnaðar í
þeirri dreifingu og horfa þá þannig á
verðlagninguna. Það sem er hins
vegar gert í þessu tilviki – og það
virðist vera gert af samkeppnissjón-
armiðum að því er þetta ríkisfyrir-
tæki varðar – er að það er vikið alfar-
ið frá þessu lagaákvæði og það er þá
ekki virt að neinu leyti í raun og
veru. Það er farið framhjá því. Ég
get ekki séð að menn geti réttlætt
það með neinum hætti meðan þetta
lagaákvæði stendur óbreytt.“
Geta kveðið á um breytingar
Hörður er næst spurður út í 18.
grein laga um póstþjónustu en þar
segir að tilkynna skuli breytingar á
gjaldskrá alþjónustu til Póst- og
fjarskiptastofnunar með fullnægj-
andi rökstuðningi. PFS sé heimilt að
yfirfara útreikninga og geti eftir at-
vikum kveðið á um breytingar.
Hins vegar kom fram í samtali
ViðskiptaMoggans við Hrafnkel að
engin greining virðist hafa farið
fram af hálfu þingsins á afleiðingum
þess fyrir rekstur Íslandspósts að
hafa eitt verð fyrir pakkasendingar.
Með því vísaði forstjórinn á þingið en
gat þess um leið að stofnunin teldi að
Póstinum hefði ekki verið annað
stætt en að miða við verð á höfuð-
borgarsvæðinu.
Spurður um þessi svör og þá stað-
reynd að eftirlitið virðist nú fara
fram eftir á, þegar óhagræðið af al-
þjónustu er metið, segir Hörður Fel-
ix að samkvæmt laganna hljóðan
hljóti eftirlit PFS að fara fram öllum
stundum.
Stofnunin á að grípa inn í
„Þannig að ef Póst- og fjarskipta-
stofnun er til að mynda það ljóst að
gjaldskrá uppfyllir ekki þessi skil-
yrði á stofnunin að grípa inn í. Þegar
gjaldskránni var breytt var margt
sem hefði átt að gefa stofnuninni til-
efni til að grípa strax inn í. Það virt-
ist enda nokkuð augljóst, í ljósi tap-
rekstrar á þessu sviði árin tvö á
undan, 2018 og 2019, upp á fleiri
hundruð milljónir hvort ár, að lækk-
un á gjaldskrá væri aðeins fallin til
að auka það tap. Þá nema það hefðu
orðið stórkostlegar breytingar á
rekstri sem var ekki sýnt fram á.
Þannig að tilvísun til þess að það
hafi ekki verið hægt að meta hvort
gjaldskráin uppfyllti þessar kröfur á
þeim tíma er mjög sérstök. Ástæðan
fyrir því að það á að senda gjaldskrá
með fyrirvara til stofnunarinnar
hlýtur að vera sú að gefa henni færi á
að meta hvort gjaldskráin uppfylli í
stórum dráttum þær kröfur laga
sem stofnunin á að hafa eftirlit með.“
Skýringar sem standast ekki
– Getur Póst- og fjarskiptastofnun
vísað til óvissu um afleiðingar þeirr-
ar ákvörðunar á rekstur Íslands-
pósts að miða við eitt land, eitt verð?
„Ég held að með vísan til þess sem
ég var að rekja standist slíkar skýr-
ingar engan veginn. Það hafði verið
gríðarlegt tap á þjónustunni og hér
var um að ræða verulegar verðlækk-
anir. Það lá ekkert fyrir um að það
hefðu orðið verulegar breytingar á
rekstrinum eða að kostnaðurinn af
starfseminni hefði lækkað umtals-
vert. Óvissan var því fólgin í því
hversu mikið tapið ætti eftir að
aukast. Stofnuninni mátti vera það
ljóst frá fyrsta degi að tap yrði á
tímabilinu. Það er ekki í samræmi
við þessi ákvæði laganna,“ segir
Hörður Felix.
Ekki í samræmi við póstlögin
Hæstaréttarlögmaður bregst við sjónarmiðum ráðuneytis um að ákvæði um verðlagningu sé óvirkt
Íslandspóstur hafi horft fram hjá ákvæðinu, sem varðar raunkostnað, þegar gjaldskrá var smíðuð
Morgunblaðið/Hari
Pósturinn Viðbrögð við tapi af pakkasendingum hafa vakið deilur.
Hörður Felix
Harðarson
Framkvæmdir hófust í gær við nýtt
6-700 íbúða hverfi við Eiðsvík í Gufu-
nesi í Reykjavík á vegum Fasteigna-
félagsins Spildu. Af því tilefni tóku
borgarstjóri og fulltrúar Spildu
skóflustungu í Jöfursbási 7.
Íbúðirnar verða í gömlu iðnaðar-
hverfi sem nú hýsir kvikmyndaver og
fyrirtæki í skapandi greinum. Í fyrsta
áfanga verða 73 íbúðir í þremur hús-
um ásamt því að flestar íbúðir verða
með bílastæði í bílakjallara. Áætlanir
gera ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar
verði afhentar í lok árs 2022. Íbúð-
irnar eru af ýmsum stærðum eða á
bilinu tveggja til fimm herbergja en
flestar þeirra eru þriggja herbergja.
Arkitektastofan Arkþing Nordic
hannar íbúðirnar. Segir í tilkynningu
að áhersla sé lögð á að hið stórbrotna
útsýni, bæði sjávar- og fjallasýn, fái
að njóta sín til hins ýtrasta. Einnig
hafi verið lögð áhersla á að gera opnu
svæðin á milli húsanna björt og aðlað-
andi og að inngangar húsa liggi að
opnum svæðum og gönguleiðum.
Skóflustunga Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna
ásamt forsvarsmönnum Spildu og fjárfestum, þeim Önnu Sigríði Arnar-
dóttur, Gísla Reynissyni, Friðriki Má Þorsteinssyni og Baltasar Kormáki.
Nýtt íbúðahverfi
rís í Gufunesi
Gert er ráð fyrir 6-700 íbúðum