Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
LANDSBANKINN. IS
Nú greiðir þú ekkert lán töku gjald
þegar þú fjármagnar rafbíl og færð
50% afslátt við kaup á tvinn bíl.
Lægra gjald
þegar þú kaupir
vistvænan bíl
Velkomin í Landsbankann
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Mikil ólga ríkir innan stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefndar Alþingis
vegna viðtala, sem píratarnir Jón
Þór Ólafsson, formaður nefnd-
arinnar, og Andrés Ingi Jónsson
veittu eftir fund með lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins í fyrradag.
Eru þeir sakaðir um að hafa hallað
réttu máli um það, sem þar fór
fram, og bæði notfært sér trúnað
um fundina og rofið hann. Morg-
unblaðið hefur heimildir fyrir því að
nefndarmenn hafi fært málið í tal
við forseta Alþingis, en þá má lík-
legt telja að það verði tekið upp í
forsætisnefnd þingsins.
Fullkominn trúnaðarbrestur
Óli Björn Kárason, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir að Jón
Þór hafi brugðist formannsskyldum
sínum svo ákaflega að trúnaðar-
brestur sé í nefndinni. Aðrir nefnd-
armenn, sem Morgunblaðið ræddi
við, bæði í stjórnarliði og stjórnar-
andstöðu, taka undir það og segja
þá mynd, sem þeir félagar hafi
dregið upp í fjölmiðlum, engan veg-
inn rétta. Þeir telja að með þessu
hafi Jón Þór og Andrés Ingi grafið
undan hlutverki stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar með því að brjóta
trúnað á gestum nefndarinnar.
Óli Björn telur að þar að baki búi
heift í garð pólitísks andstæðings.
Annar nefndarmaður minnti hins
vegar á að nú stæði yfir prófkjör hjá
pírötum.
„Jón Þór Ólafsson hefur brugðist
skyldum sínum sem nefndar-
formaður með dylgjum og rang-
færslum um það sem fram hefur
komið á fundum nefndarinnar,“ seg-
ir Óli Björn um viðtal, sem birtist
við Jón Þór í fréttum Ríkissjón-
varpsins á miðvikudag. „Það er því
fullkominn trúnaðarbrestur milli
mín og hans. Störf mín í nefndinni
munu eðlilega taka mið af því á
meðan Jón Þór situr sem formað-
ur.“
Orð sem Andrés Ingi lét falla í
öðru viðtali við Ríkisútvarpið eftir
fundinn með lögreglustjóra sama
dag þykja nefndarmönnum þó ekki
minna alvarleg, hann hafi endursagt
og túlkað orð gests á lokuðum
nefndarfundi, sem hafi gengið þvert
á það sem gesturinn hafi sagt með
skýrum hætti. Burtséð frá þessu til-
tekna máli láta nefndarmenn í ljósi
áhyggjur af því að nefndin geti varla
vænst þess lengur að fá til sín gesti
til þess að tala óhikað í hreinskilni
og trúnaði.
Grefur undan nefndinni
„Trúverðugleiki stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar hefur beðið
hnekki með þessari framkomu,“
segir Óli Björn. „Gestir sem koma
fyrir nefndina hafa enga tryggingu
lengur fyrir því að ákvæði þing-
skapalaga um trúnað haldi eða upp-
lýsingar sem þeir veita séu ekki
nýttar í pólitískum tilgangi með út-
úrsnúningi og dylgjum. Og þar með
verður nefndin ófær um að sinna
skyldum sínum.“
Fundir nefndarinnar eru bundnir
trúnaði, svo óheimilt er að vitna til
orða nefndarmanna eða gesta á lok-
uðum fundum hennar. Á því hnykkir
Óli Björn: „Það lýsir ekki miklum
drengskap í garð annarra nefndar-
manna eða gesta að nýta það sem
fram fer á lokuðum fundum til rang-
færslna í óstjórnlegri löngun til að
koma höggi á pólitískan andstæð-
ing,“ og bætir við að þetta sé því
miður ekki í fyrsta sinn sem píratar
reyni að breyta stjórnskipunar- og
eftirlitsnefnd í „pólitískan rann-
sóknarrétt, þar sem formaður mis-
beitir trúnaðar- og valdastöðu“.
Á umræddum fundum, sem
haldnir voru að beiðni Andrésar
Inga, var grennslast fyrir um hvað
ráðherra og lögreglustjóra fór á
milli í símtölum á aðfangadag síðast-
liðinn, en þá hafði óvenjuleg færsla í
„dagbók lögreglunnar“ komist í há-
mæli fjölmiðla. Hún greindi frá ætl-
uðu sóttvarnarbroti í Ásmundarsal á
Þorláksmessu, þar sem „háttvirtur
ráðherra“ hefði verið meðal gesta.
Lögreglustjórinn alveg viss
Það virðist hins vegar ekki vefjast
fyrir Höllu Bergþóru Björnsdóttur
lögreglustjóra um hvað hún og Ás-
laug Arna ræddu á aðfangadag:
„Samtölin sneru að upplýsingagjöf
lögregluembættisins og hvernig að
henni var staðið þennan dag og
engu öðru.“
Halla segir það sitt mat, að þessi
ósk ráðherra eftir upplýsingum hafi
fallið undir yfirstjórnunar- og eftir-
litsheimildir hennar, en samkvæmt
14. grein stjórnarráðslaga geti ráð-
herra krafið það stjórnvald, sem
heyrir undir yfirstjórn hans, um
hverjar þær upplýsingar og skýr-
ingar sem honum er þörf á til að
sinna yfirstjórnarhlutverki sínu.
„Ég tel ekki að ráðherra hafi með
þessu haft afskipti af rannsókn
sakamáls hjá embættinu,“ segir
Halla.
Sakaðir um trúnaðarbrest í þingnefnd
Píratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd gagnrýndir fyrir að halla réttu máli í skjóli trúnaðar
Kvartað til forseta Alþingis Lögreglustjóri segir samtöl við ráðherra aðeins verið til upplýsingar
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í ræðustól í þingsal.