Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 13

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þrír af þeim sjö sem særðust í hníf- stunguárásinni í sænska bænum Vetlanda á miðvikudagskvöldið eru enn sagðir í lífshættu, þó að ástand þeirra sé nú talið stöðugt. Þá hlutu tveir af hinum fjórum alvarlega áverka í árásinni að sögn sænskra yfirvalda, en fórnarlömbin voru flutt á sjúkrahús í borginni Jonköping. Lögreglan í Svíþjóð gerði húsleit í gær í íbúð mannsins sem handtek- inn var á vettvangi. Lögreglan hefur varist allra frétta um hinn grunaða, en sænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að um væri að ræða 22 ára gamlan karlmann frá Afganistan, sem fluttist til Svíþjóðar árið 2018. Adam Rullman, saksóknari í mál- inu, sagði í gær að enn væri verið að rannsaka málið sem tilraun til morðs frekar en sem hryðjuverkaárás. AFP Vetlanda Íbúar bæjarins lögðu blómakrans á árásarstaðinn í gær. Þrír enn í lífshættu  Árásin rannsökuð sem tilraun til morðs að svo stöddu  Árásarmaðurinn sagður 22 ára karlmaður frá Afganistan árásar“ í rannsókn sinni, en Rull- man sagði að ákvarðanir um slíkt væru í höndum sérstakrar deildar innan ákæruvaldsins. „Þetta er martröð“ Henrik Tvarnö, bæjarstjóri Vet- landa, sagði í gær að bærinn og sam- félagið allt væri í áfalli vegna máls- ins, en 13.000 manns búa í Vetlanda, sem er í suðurhluta Svíþjóðar. Sagði Tvarnö að árásin hefði vakið margar spurningar. „Hvað gerðist, hvað liggur að baki? Þetta er martröð.“ Árásarmaðurinn kom til Svíþjóð- ar árið 2018 sem flóttamaður frá Afganistan, og var samkvæmt sænskum fjölmiðlum að bíða úr- skurðar um dvalarleyfi þegar hann framdi árásina. Maðurinn bjó í bæn- um og var sagður góðkunningi lög- reglunnar fyrir ýmis minniháttar af- brot, þar á meðal tengd kannabisneyslu. Rullman lagði þó áherslu á að rann- sóknin væri enn á frumstigi og að of snemmt væri að staðfesta eða hafna nokkrum tilgátum um ástæður árás- arinnar, og að enn ætti eftir að yfir- heyra árásarmanninn. Lögreglan gaf til kynna fyrr um daginn að hún hefði komist á snoðir um „möguleg tilefni til hryðjuverka- Átök herforingjastjórnar Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, halda áfram við mótmælendur sem ósáttir eru við nýlegt valdarán hersins. Síð- astliðinn miðvikudag féllu minnst 38 mótmælendur og fjölmargir særðust til viðbótar. Ekkert útlit er fyrir að mótmælum linni á næstunni. „Hersveitir Mjanmar verða að hætta að myrða og fangelsa mótmæl- endur,“ segir í tilkynningu sem mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, sendi frá sér í gærdag. „Það er algerlega hryllilegt að öryggissveitir skuli skjóta föstum skotum að friðsömum mótmælendum víða um landið.“ Búið er að handtaka yfir 1.700 manns frá því að ólætin byrjuðu og er staðfest tala látinna á sjötta tug. Fréttaveita AFP bendir þó á að lík- legt þykir að tala látinna sé töluvert hærri en það. Mótmælt er í Jangon og Mandalay, tveimur fjölmennustu borgum lands- ins, auk nokkurra minni borga. Götur þar minna víða á vígvöll. Mótmælandi sem AFP ræddi við sagði skelfilegt að vita til þessarar miklu hörku hersins sem lítt hefur breyst frá árinu 1962. Sagði hann að mótspyrna væri nú orðin að skyldu almennings. Herinn slíðri sverðin án tafar  Götur í Búrma minna víða á vígvelli AFP Valdbeiting Mótmælendur fá yfir sig þykkan táragasreyk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.