Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
✝ Jósef FriðrikÓlafsson, fyrr-
verandi yfirlæknir
lyflæknisdeildar St.
Jósefsspítala,
fæddist 24. ágúst
1929 í Reykjavík.
Hann lést 15. febr-
úar 2021 á hjúkr-
unarheimilinu
Boðaþingi í Kópa-
vogi. Foreldrar
hans voru hjónin
Sigurlaug Einarsdóttir, f. á
Brimnesi í Skagafirði 9.7. 1901,
d. 23.6. 1985, og Ólafur Her-
mann Einarsson héraðslæknir,
f. á Svalbarði í Miðdölum í Dala-
sýslu 9.12. 1895, d. 8.6. 1992.
Systkin Jósefs eru Einar
íþróttakennari, f. 13.1. 1928,
Grétar læknir, f. 3.10. 1930, d.
14.6. 2004, Sigríður fyrrverandi
fulltrúi læknaráðs, f. 14.6. 1935,
Hilmar arkitekt, f. 18.5. 1936, d.
28.12. 1986, og Sigurður við-
skiptafræðingur, f. 7.5. 1942.
Jósef kvæntist Sólveigu (Ollý)
Ásgeirsdóttur húsmæðrakenn-
ara, f. 27.6. 1933, d. 3.4. 2015,
hinn 3. september 1955. For-
eldrar hennar voru Ásgeir Guð-
laugur Stefánsson trésmiður,
framkvæmdastjóri og útgerð-
armaður í Hafnarfirði, f. 28.3.
1890, d. 22.6. 1965, og Sólveig
Björnsdóttir húsfreyja í Hafn-
arfirði, f. 18.7. 1905, d. 17.3.
1998. Sólveig og Jósef eign-
og áttu margar góðar sam-
verustundir. Sigríður reyndist
honum ákaflega vel.
Jósef ólst upp í Laugarási í
Biskupstungum þar sem faðir
hans gegndi starfi héraðslæknis
1932-1946. Að loknu stúdents-
prófi frá MR 1950 hóf Jósef nám
í læknisfræði við Háskóla Ís-
lands. Hann lauk embættisprófi
vorið 1957. Að loknu kandídats-
ári og héraðsskyldum hér
heima lá leiðin til Svíþjóðar þar
sem hann aflaði sér sérmennt-
unar í lyflæknisfræði. Hann
starfaði á nokkrum sjúkrahús-
um í Svíþjóð, þar á meðal í Bo-
rås og í Värnamo þar til hann
hélt heim til starfa sem yfir-
læknir lyflækningadeildar við
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
vorið 1963. Tvö elstu börn Jós-
efs og Sólveigar fæddust í Sví-
þjóð en þriðja barnið fæddist
eftir heimkomuna til Íslands.
Jósef vann allan sinn starfsferil
við St. Jósefsspítala og var auk
þess með læknastofu. Jósef
gegndi stöðu yfirlæknis Jós-
efsspítala frá 1993 til 1996 og
starfaði sem læknir til ársins
2000 þegar hann lét af störfum
sökum aldurs.
Útför Jósefs Ólafssonar fer
fram frá Hafnarfjarðarkirkju í
dag, 5. mars 2021, klukkan 15.
Allir eru velkomnir en streymt
verður frá athöfninni fyrir þá
sem eiga ekki heimangengt.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/4mjfu2dp/
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
uðust þrjú börn.
Þau eru: 1) Sólveig
Birna, f. 23.9. 1959,
hjúkrunarfræð-
ingur, maki Sig-
urður Einarsson, f.
11.4. 1957, arki-
tekt, börn þeirra
eru a) Jósef, b)
Kári, c) Andri, d)
Magni og e) Diljá;
2) Ólafur Mar, f.
18.3. 1963, raf-
magnsverkfræðingur, maki
Ásta Margrét Karlsson, f. 21.5.
1966, verkfræðingur, börn
þeirra eru a) Ásdís Lilja, b) Hel-
ena Lind og c) Sunna Rós; 3)
Snorri, f. 8.10. 1964, fisk-
sjúkdómafræðingur, maki Halla
Jónsdóttir, f. 16.10. 1965, fisk-
sjúkdómafræðingur, börn
þeirra eru a) Jón Sölvi, b) Arna
Rós og c) Arnar Snær. Fyrir átti
Sólveig Áslaugu sem var ætt-
leidd af foreldrum Sólveigar.
Áslaug, f. 9.2. 1950, hjúkrunar-
fræðingur, giftist Þorvaldi Ás-
geirssyni tæknifræðingi, f. 1.1.
1948, d. 2.10. 2009, þau skildu,
núverandi maki Egill Benedikt
Hreinsson, f. 30.6. 1947, raf-
magnsverkfræðingur. Börn Ás-
laugar eru a) Rakel, b) Sturla, c)
Tinna og d) Hrafn.
Síðustu árin naut Jósef þess
að eiga góða vinkonu, Sigríði
Ásgeirsdóttur. Þau ferðuðust
saman bæði innan lands og utan
Elsku pabbi er dáinn. Það er
sárt að missa pabba og söknuður-
inn er mikill því hann skilur stórt
skarð eftir sig.
Pabbi ólst upp í faðmi náttúr-
unnar í Laugarási í Biskupstung-
um. Uppvaxtarárin í Laugarási
gerðu hann að náttúrubarni og
fátt fangaði hug hans meira en
veiðar. Hann naut veiða og út-
vistar með bræðrum sínum strax
frá barnsaldri, það eru til ýmsar
sögur um ævintýri þeirra „Laug-
arásbræðra“.
Afi hóf skógrækt í Laugarási
og föðurfjölskyldan á nokkra bú-
staði í þorpinu, þar sem við höf-
um átt margar góðar stundir.
Árlegar veiðiferðir pabba og
bræðra hans í Iðunni eru okkur
mjög eftirminnilegar, bæði sam-
veran við frændfólkið og landanir
margra stórlaxa.
Pabbi var keppnismaður í
skotfimi, hann keppti t.d. fyrir
Íslands hönd í riffilskotfimi og
var alla tíð afbragðsskytta. Við
bræðurnir fórum með pabba í
ótal margar skemmtilegar veiði-
ferðir. Pabbi og mamma voru
meðal stofnenda skíðafélagsins
Eldborgar sem samanstóð af
hópi ákaflega skemmtilegs fólks
sem átti skála og rak tvær trak-
torknúnar kaðallyftur í Eldborg-
argili í Bláfjöllum. Þarna skíðuð-
um við systkinin margar
helgarnar bæði á barns- og ung-
lingsárunum.
Pabbi og mamma stunduðu
margs kyns útivist af kappi. Auk
skíðaíþróttarinnar klifu þau fjöll,
ferðuðust um landið þvert og
endilangt, oft með allan farang-
urinn á bakinu, og óðu læki og
óbrúaðar ár.
Pabbi starfaði nær alla sína
starfsævi á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði. Hann var mjög far-
sæll í sínu starfi sem læknir og
einstaklega vel liðinn. Við systk-
inin erum afar stolt af því hvern-
ig pabbi bætti líf annarra.
Þótt árin færðust yfir þá hætti
pabbi ekki að vera læknir og að
hjálpa fólki. Alveg fram undir
það síðasta var alltaf mjög gott
að leita ráða hjá honum.
Þegar pabbi hætti að starfa
sem læknir og ævintýraferðun-
um fækkaði fyllti listagyðjan í
eyðuna sem hafði myndast.
Pabbi reyndist vera mjög góður
listamaður og mikill hagleiks-
maður. Eftir hann liggja fjöl-
mörg meistaralega vel gerð trél-
istaverk (útskurðir) og einnig
nokkrar vatnslitamyndir sem
núna skreyta heimili okkar
systkinanna.
Á efri árum kynntist pabbi
Sigríði Ásgeirsdóttur. Þau höfðu
bæði misst maka sína og studdu
hvort annað. Þau áttu margar
góðar stundir, bæði innan lands
og utan. Samverustundirnar með
Siggu vinkonu voru pabba alla tíð
ómetanlegar. Við systkinin þökk-
um „Siggu vinkonu“ innilega fyr-
ir allt sem hún hefur gert fyrir
pabba.
Pabbi lifði löngu, farsælu og
góðu lífi, hann var alltaf heilsu-
hraustur og það ber bæði að
þakka og fagna. Þótt hann lask-
aðist nokkrum sinnum á langri
ævi þá virtist ekkert bíta á hann
og hann lét engin skakkaföll
halda aftur af sér. Slysin sem
hann lenti í (tvö föll með skömmu
millibili) í byrjun janúar reynd-
ust honum hins vegar ofviða fyrir
rest. Pabbi hélt alltaf í jákvæðn-
ina og yfirvegunina, meira að
segja í banalegunni. Þótt hann
ætti erfitt með að tjá sig undir
það síðasta þá sagði hann skýrt
að honum liði vel um leið og hann
glotti út í annað.
Mamma og pabbi hafa varðað
líf okkar minningum og góðri
reynslu. Þótt pabbi sé farinn þá
er hann enn með okkur og við er-
um sannfærð um að hann muni
fylgja okkur um þá vegi og þær
vegleysur sem við eigum eftir
ófarnar. Við systkinin minnumst
pabba, þessa ljúfa öðlings, með
hlýju og kærleika og þökkum
honum fyrir allt það góða vega-
nesti sem hann gaf okkur í lífinu.
Meira á www.mbl.is/andlat
Sólveig Birna, Ólafur
Mar og Snorri.
Fyrstu kynni mín af af tengda-
föður mínum Jósef Ólafssyni
voru á fyrstu árum skólagöngu
minnar. Ólafur systursonur Jós-
efs og ég vorum óaðskiljanlegir
bekkjafélagar þessi árin og ég
heimagangur á heimili hans sem
og heimili afa hans og ömmu,
þeirra Ólafar og Sigurlaugar for-
eldra Jósefs, sem bjuggu í sama
húsi. Það er mér minnisstætt frá
þessum tíma hversu mikil virðing
var borin fyrir lækninum, Bóba
frænda eins og hann var kallað-
ur, ég dreginn niður til ömmu og
afa þegar hann mætti með fjöl-
skylduna, eiginkonuna Ollý, gull-
fallega dóttur og tvo litla grallara
í heimsókn til foreldranna. Tæp-
um 20 árum síðar kynntumst við
Birna í Kaupmannahöfn þar sem
við dvöldum, ég í arkitektanámi
og hún að vinna við gjörgæslu-
hjúkrun á Frederiksberg-spítala.
Mér var tekið vel í fjölskyldunni
og eftir að við Birna fluttum heim
urðu kynni mín af Jósef náin.
Jósef var hæverskur, frekar
feiminn en ávallt hlýr og ráða-
góður. Hann var hygginn, hlust-
aði og fór varlega í að troða sín-
um skoðunum og áhugamálum
upp á aðra. En augljós ánægja
skein úr augum hans þegar Birna
kenndi mér á skíði svo ég gæti
tekið þátt í einu af stóru áhuga-
málum fjölskyldunnar. Við eigum
margar góðar minningar af
skíðaferðum bæði hér heima og í
Ölpunum með þeim hjónum og
síðar Jósef einum. Þá var Jósef
iðinn og þolinmóður við að kenna
barnabörnunum að skíða strax
og þau gátu gengið. Fljótlega en
varfærið dró Jósef mig inn í ann-
að áhugamál sitt sem voru veið-
ar.
Hann bauð mér að veiða í
Hvítá við Iðu, sem var fastur við-
burður meðal systkina hans og
fjölskyldna til margra ára. Veiði-
dagar í nágrenni við æskustöðv-
arnar í Laugarási þar sem hann,
foreldrar og systkini áttu hvert
sinn sumarbústað í yndisreit
frumkvöðlaskógræktar. Þar var
sama upp á teningnum,
hæverska, þolimæði og skilning-
ur við veiðikennsluna.
Þetta uppeldi er mér ómetan-
legt. Það hefur hlýjað mér um
hjartaræturnar núna seinni árin
að geta endurgoldið uppeldið og
tekið þátt í að örva Jósef til að
láta loksins sína listrænu hæfi-
leika blómstra í myndlist og ekki
síst í útskurði. Það er ótrúlegt
hvernig þrívíður skilningur hans
á líkamsbyggingu manna og dýra
endurspeglast í einstökum út-
skurðarmunum hans.
Það er ekki hægt að skilja við
Jósef öðruvísi en að nefna hversu
mikill afburðalæknir hann var. Í
slíku starfi verður ekki hjá því
komist að maður blandi saman
vinnu og fjölskyldu. Þvílík ger-
semi það hefur verið að eiga
lækni í kallfæri verandi með
fimm börn. Það hafa verið ófá út-
köllin í gegnum árin og sama þar,
umhyggja, þolinmæði og þraut-
seigja. Þau feðgin, læknirinn og
hjúkrunarfræðingurinn, hafa átt
marga umræðuna í vegferð að
réttri sjúkdómsgreiningu og ég
leikmaðurinn staðið orðlaus hjá.
Ég hef á sjálfum mér reynt að
færni Jósefs dalaði ekki með ár-
unum, því eftir að hann lét af
störfum vegna aldurs hefur hann
komið með greiningar sem jafn-
vel okkar bestu sérfræðingar
áttu erfitt með að komast að áð-
ur en hann nefndi sína tilgátu.
Það er með söknuði og hlýju
þakklæti fyrir samferðina sem
ég kveð tengdaföður minn. Megi
hann hvíla í friði.
Sigurður Einarsson.
Jósef Ólafsson tengdapabbi er
dáinn. Þegar litið er yfir farinn
veg er margs að minnast.
Jósef var ákaflega jafnlyndur
maður, hann var skapgóður,
brosmildur og tjáði tilfinningar
sínar ekki oft eða mikið. Jósef
átti góða ævi, var frábær læknir
og átti mörg áhugmál sem voru
mörg tengd útivist. Hann var
veiðimaður mikill á fisk og fugl,
hann gekk um allt land með tjald
á bakinu og var á skíðum.
Jósef og konan hans Ollý
leiddu mig í útivist. Hann var
trausti og öruggi maðurinn í slík-
um ferðum. Hann tók ekki óí-
grundaðar áhættur og kunni að
bregðast við þeim vanda sem
náttúran færði okkur hverju
sinni.
Við hjónin fórum með þeim í
göngur, á gönguskíði og skíði
bæði á hefðbundnum og óvenju-
legri skíðasvæðum innanlands
og erlendis. Hann var fiskinn
mjög og vissi hvar fiskurinn hélt
sig. Jósef var mín hægri og
vinstri hönd þegar hann á níræð-
isaldri fór með mér í Torf-
hvammshyl í Vatnsdalsá og sagði
að það væri tímabært að taka
maríulax. Hann sagði hvar kasta
skyldi og niðurstaðan var sú að
við hlupum á eftir hæng, sem
hefur ekki minnkað í endurminn-
ingunni, laxinn var eltur kring-
um steina og upp og niður Vatns-
dalsána. Síðasta útivistar-
ævintýri okkar var á Tenerife
þar sem „scooter“ var notaður
sem jeppi og fannst honum það
ekki leiðinlegt.
Þegar einhver var mikið veik-
ur á heimilinu var hann mættur
til að skoða hann og eitt af örfá-
um skiptum sem ég heyrði hann
skipta skapi var þegar barna-
barn hans var mikið veikt sama
dag og það hafði verið sent heim
af spítala. Hann hringdi upp á
spítala og sagði að hann væri að
leggja barnið inn og bætti því við
að það yrði ekki sent heim fyrr
en það væri tímabært.
Við höfum misst góðan mann
og ljúfan. Takk fyrir allt.
Halla Jónsdóttir.
Fyrsta minningin mín um afa
er af bakkanum á Hvítá við Iðu
að renna fyrir lax þegar ég var
smá polli, síðan þá hafa veiði-
minningarnar með honum verið
óteljandi. Mig með ólæknandi
veiðibakteríu tók afi að sér og
gaf mér ómetanlegt veiðiuppeldi
ásamt föður mínum. Afi var sjálf-
ur fárveikur af veiðidellunni og
hafði gaman af því að deila ára-
tuga reynslu sinni til mín og mun
ég ávallt búa að því. Síðustu árin
sín gat hann ekki veitt en hafði
óskaplega gaman af því að heyra
hvað á daga mína hafði drifið í
veiðinni þegar ég kíkti til hans í
heimsókn og skaut hann þá að
gamalli veiðisögu á móti. Afa
verður minnst sem góðhjartaðs,
feimins læknis úr Hafnarfirði
sem elskaði ekkert meira en að
skoða landið okkar, annaðhvort á
skíðum eða vopnaður veiðistöng
eða byssu. Hvíldu í friði afi minn,
ég veit þú verður með mér í anda
um ókomin sumur við bakkann.
Magni Sigurðsson.
Það er á svona stundum sem
maður leitar til baka í gamlar
minningar af honum afa. Ég
hugsa að fyrstu minningarnar
sem rifjast upp séu frá ferðum
okkar systkina með afa og ömmu
í bústaðinn þeirra í Laugarási.
Afi var mikill veiðimaður og í
þessum ferðum kenndi hann
okkur bræðrum helstu handtök-
in af mikilli þolinmæði og áhugi
hans á veiðimennskunni var slík-
ur að auðvelt var að smitast af
honum enda áttum við bræður
fljótlega allir veiðistangir, vöðl-
ur og fleira sem allir alvöruveiði-
menn þurftu að eiga. Hann sá til
þess að allir fengju að njóta sín í
þessum veiðiferðum því við vor-
um mislunknir við veiðimennsk-
una og þeim sem áttu í erfiðleik-
um með að setja í fisk hjálpaði
afi við það og rétti svo veiði-
stöngina yfir.
Afi var hljóðlátur og yfirveg-
aður maður með jafnaðargeð.
Hann var einkar fær í flestu sem
hann tók sér fyrir hendur, hvort
sem það var veiðimennska,
skíðaiðkun eða svo útskurður í
seinni tíð. Afi var einnig mjög
fær læknir, þó svo að ég hafi í
raun aldrei kynnst honum svo ég
muni eftir í því hlutverki, en í
ótal skipti hef ég heyrt frá eldri
kollegum sem muna eftir yfir-
lækninum á St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði og borið honum vel
söguna.
Með söknuði kveð ég afa í
hinsta skipti.
Hvíldu í friði elsku afi.
Kári Sigurðsson.
Elsku afi minn.
Eftir að amma veiktist og afi
var farinn að búa einn hjálpaði
ég afa við þrif í mörg ár, þessa
tíma áttum við bara tvö saman
og voru mjög dýrmætar stundir
hjá okkur, afi vildi helst ekkert
að ég væri að þrífa og sátum við
oft tímunum saman á meðan afi
sagði mér sögur frá gömlum
tímum. Ég myndi lýsa afa sem
hógværum og einstaklega góð-
hjörtuðum manni, hann vann við
að hjálpa öðrum og gerði hann
það einstaklega vel, en auk
færni sem læknir var hann
magnaður listamaður. Ég man
eftir því að koma niður í vinnu-
stofuna í Kvíholtinu og velta því
fyrir mér hvernig í ósköpunum
afi fór að því að hanna öll þessi
útskurðarverk úr tré. Í dag sitja
mörg af þessum verkum heima í
Sólbergi og prýða húsið, þar
minnumst við hans sem flotta
listamannsins sem hann var. Ég
mun sakna þess að koma til þín
og heyra þig segja „mikið óskap-
lega hefur þú stækkað“ og hrósa
mér fyrir síða brúna hárið og
brúnu augun.
Hvíldu í friði, elsku afi.
Diljá Sigurðardóttir.
Nú er hann farinn hann Jósef
Ólafsson móðurbróðir minn.
Hann var næstelstur sex barna
afa og ömmu. Þrír bræðranna
eru látnir en tveir lifa, auk móð-
ur minnar.
Í barnæsku minni var rætt
um Jósef af lotningu. Hann var
þá við framhaldsnám í læknis-
fræði og sagður mikill veiðigarp-
ur. Veiðidella er fylgifiskur í
minni fjölskyldu, en elstu móð-
urbræður mínir þrír, Einar, Jós-
ef og Grétar, slitu barnsskónum
í Laugarási þar sem afi minn og
nafni var héraðslæknir. Veiði
var aðaláhugamálið.
Sögur af Jósef sem var alltaf
kallaður Bóbi í fjölskyldunni
hlustaði ég á með aðdáun og
vildi verða veiðimaður eins og
hann. Þegar Bóbi fluttist heim
frá Svíþjóð að námi loknu var ég
bara smápatti, en samt elsta
barnabarn afa og ömmu í Hafn-
arfirði þar sem við bjuggum.
Mér veittust því ýmis forrétt-
indi, t.d. að mega sniglast í
kringum Bóba og bræður hans
þegar þeir voru að skoða byssur
og ræða um veiði.
Bóbi var líka vinur og veiði-
félagi Egils Stardal sem var goð-
sögn í hópi veiðimanna. Af þeim
gengu miklar sögur.
Mér er minnisstætt þegar það
spurðist út heima hjá mér að
Bóbi hefði skotið lax! Hann var á
gæs við Stóru-Laxá þegar lax
var að bægslast á grynningum.
Bóbi skaut hann með Hornetin-
um í hausinn. Þetta þótti mér
mikið afrek, enda 20 punda fisk-
ur. Amma harðbannaði mér að
segja þessa sögu, enda gæti Bóbi
lent í fangelsi fyrir vikið!
Bóbi var kappsamur veiðimað-
ur sem vildi veiða sem mest. Mér
er í barnsminni þegar hann barð-
ist með tvíhenduna, eldgamlan
þungan lurk, við að koma flug-
unni örlítið lengra út á Iðunni en
við hinir. Það var mikið fyrir því
haft og stundum borgaði það sig.
Bóbi hafði gaman að smá
glettum og prettum. Hann var
kominn vel á áttræðisaldur þegar
ég bauð honum með mér á stöng-
ina í Eystri-Rangá. Ég átti dags-
leyfi, en á hinni stönginni á svæð-
inu var besti laxveiðimaður
Íslands með annan garp með sér.
Þetta voru Rangárleikarnir, ár-
leg eins dags keppni okkar í
veiði. Áin var skolug á morgun-
vaktinni og ekkert að hafa. Borð-
uðum kótelettur í raspi og skyr í
hádeginu á Hlíðarenda, en eftir
mat fóru félagarnir að afla frétta
af svæðinu fyrir seinni vaktina.
Tannsi sagði: „Þið skulið fara
upp í Moldarhyl, þar var aðal-
fjörið í morgun. Manstu, þú
veiddir vel þar í fyrra, Óli minn.
Við Gústi förum upp eftir og
veiðum okkur niður ána og hitt-
um ykkur á leiðinni.“ Síðan voru
þeir félagar horfnir.
Ég lagði út eyrað en fékk aðr-
ar upplýsingar. Við Bóbi létum
Moldarhyl eiga sig og fórum í
Lóutún. Lentum strax í moki.
Eftir þrjár klst. komu þeir hlaup-
andi niður bakkann handan ár.
Við vorum að þreyta lax og þótt-
umst ekki heyra í þeim. Á end-
anum svöruðum við: „Við erum
búnir að fá sex, en þið?“
„Ekkert. Fenguð þið þá hér?“
„Nei,“ sögðum við. „Við erum ný-
komnir. Fengum þá í Moldar-
hyl.“
Sáum við frændur undir ilj-
arnar á félögunum - sem var ekki
skemmt þegar þeir komu til baka
með öngulinn í rassinum. Höfðu
orðið fyrir barðinu á eigin hrekk
og töpuðu þar með Rangárleik-
unum. Bóbi skemmti sér vel yfir
þessum prakkaraskap og hafði
gaman af að segja frá honum.
Blessuð sé minning hans.
Ólafur E. Jóhannsson.
Fallinn er frá Jósef Ólafsson,
læknir í Hafnarfirði, einstakur
og kær vinur föður okkar systk-
ina. Það er fátt dýrmætara í
þessum heimi, fyrir utan góða
heilsu og fjölskyldu, en góðir og
traustir vinir sem eru til staðar á
ögurstundum lífsins, í sorg og í
gleði. Slíkur vinur var Jósef
Ólafsson föður okkar. Þeir
kynntust fyrst sem unglingar í
gagnfræðanámi. Eftir það lágu
leiðir þeirra saman í gegnum
menntaskólanám og síðar Há-
skóla Íslands. Ævilöng vinátta
þeirra hófst á þessum árum, þótt
námsleiðir skildi í Háskólanum.
Þeir tengdust sterkum vinar-
böndum í gegnum sameiginleg
áhugamál, veiðimennsku, skot-
fimi og útiveru. Eins og Jósef
skrifaði sjálfur til minningar um
pabba: „Margan morguninn
sáum við sólina rísa og kasta
geislum sínum yfir haustlitaða
jörð, oft hrímaða eða snævi
þakta. Margt sólsetrið upplifðum
við saman við stórfljót Suður-
lands sem og á öðrum líklegum
kvöldstöðum gæsa. Enn fremur
hreindýraveiðar á Austur-Öræf-
um, stundum þar sem að veiðinni
var gert á staðnum og hún reidd
á hestum á klakk til byggða.“
Einnig voru þeir báðir miklir og
góðir skíðamenn og fóru fjöl-
skyldurnar stundum saman á
skíði. Eins áttu þau hjónin, Jósef,
Ollý og foreldrar okkar Egill og
Edda margar góðar stundir sam-
an, m.a. við að spila Bridge eða
njóta villibráðanna sem þeir
veiddu og þær matreiddu síðan
af snilld. Það var lengst af mikill
samgangur á milli heimilinna,
ekki síst árin okkar í Hafnarfirði,
en við vissum alltaf hver var
Jósef Ólafsson