Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 18

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 ✝ Björn Kristins-son, fyrrver- andi prófessor í raf- magns- og tölvu- verkfræði við Háskóla Íslands, lést 22. febrúar 2021, 89 ára að aldri. Björn fæddist í Reykjavík 3. janúar 1932. Hann var elsta barn hjónanna Kristins Björnssonar yfirlæknis á Hvítabandinu, f. 1902, d. 1972, og Ástu Jónsdóttur gestgjafa, f. 1898, d. 1996. Systkini Björns eru Jón, f. 1936, arkitekt í Hollandi, maki Riet Reitsema. Helga, f. 1937, d. 1991, húsfrú í Englandi, maki Denis Philcox. Ásta, f. 1940, d. 2000, listamaður í London og á Mallorka, maki Ronald James Wathen. Árið 1955 kvæntist Björn Vernu Jónsdóttur, f. 1932, d. 2011. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Kristinn Kort, f. 14. maí 1952, d. 3. apríl 2006, viðskipta- fræðingur. Maki: Ásthildur Ket- ilsdóttir, f. 1951, d. 2013. Börn: Elísabet og Ásta. 2) Inga, f. 14. des. 1954, hjúkrunarfræðingur. 3) Ásta, f. 14. des. 1954, hjúkr- unarfræðingur. Maki: Gunnar Franklin Asmundson. Börn: Inga Birna, Clinton og Franklin. 4) fyrir afburðaárangur í verkfræði við Háskóla Íslands. Björn vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1957-1958 og hjá orkudeild Raforkumálastjórnar 1958-1961. Þar sinnti hann m.a. störfum við kjarnfræðanefnd. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir félög verkfræðinga og inn- an rafiðnaðarins. Hann stofnaði ásamt öðrum Rafagnatækni sf. 1961, síðar RT ehf., og gegndi starfi framkvæmdastjóra til 1995. Björn var stundakennari við Háskóla Íslands 1964-1971 og prófessor við verkfræði- og raunvísindadeild frá 1971 til 2002. Hann vann að undirbún- ingi náms í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands. Björn var deildarforseti verkfræðideildar frá 1995 til 1999. Hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 2002. Björn var frumkvöðull og starfaði um árabil að fjölþættri hönnun innan orkugeirans á Ís- landi og fyrir erlendar vísinda- stofnanir. Hann hafði einkaflug- mannsréttindi og hafði mikinn áhuga á flugi. Hann var virkur í stjórn skíðafélagsins Ármanns og kom að uppbyggingu aðstöðu þeirra í Bláfjöllum. Björn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 5. mars 2021, klukkan 13. Sytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/k7b7jmh3/ Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat/ Margrét, f. 14. des. 1954, hjúkrunar- fræðingur. Maki: Hjálmar Aðal- steinsson, f. 1954, d 2020. Börn: Að- alsteinn og Kristín Ásta. 5) Helga, f. 11. jan. 1962, tækni- teiknari. Maki 1: Marteinn Magn- ússon. Börn: Sunna og Helena. Maki 2: Ívar Þór Þórisson. Barn: Björn Gauti, fyrir átti Ívar Þóru. 6) Jón, f. 9. ágúst 1965, rafmagnstækni- fræðingur. Barn: Anna Andrea. 7) Hildur, f. 5. ágúst 1975, við- skipta- og tölvunarfræðingur. Maki: Sigurður Sveinsson. Börn: Harpa Sól og Sveinn Máni. Eftirlifandi kona Björns er Guðrún Hallgrímsdóttir, f. 5. nóv. 1941, matvælaverkfræð- ingur. Barn þeirra: Guðrún G., f. 13. des. 1983, læknir. Maki: Grímur Hjörleifsson Eldjárn. Börn: Úlfhildur María og Baldur. Afkomendur Björns eru 42 talsins. Björn varð stúdent frá MR 1952. Hann lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1955 og prófi í rafmagnsverkfræði frá TH í Karlsruhe í Þýskalandi 1957. Hann var fyrstur til að hljóta styrk úr Minningarsjóði Þor- valds Finnbogasonar stúdents Það var líf og fjör á stóru heimili á Tómó, þar sem foreldr- ar bjuggu með sjö börn, fædd frá árunum 1952 til 1975. Pabbi og mamma höfðu búið erlendis þeg- ar pabbi var við nám og vorum við þekkt sem fjölskyldan með skrítna matinn enda var ekki soðning með þverskorinni ýsu sex daga vikunnar. Þá var í t.d. boði gúllas, buff tartar, svína- skankar með súrkáli o.fl. í bland við þjóðlegan íslenskan mat. Pabbi átti mörg áhugamál sem oft tóku hug hans allan, s.s. skíði, flug, vinnan, já og meiri vinna. Verkfræðin hentaði pabba vel þar sem hann hafði gaman af ýmiss konar hönnun, uppfinning- um, framförum og tækni, en fyrsta tölvan kom á heimilið árið 1973. Fjölskyldan stundaði saman skíði og fór oft í Bláfjöllin, Kerl- ingarfjöll og einnig utan á skíði. Pabbi var um tíma formaður skíðadeildar Ármanns og tók þátt, ásamt fleirum, í uppbygg- ingu skíðasvæða í Bláfjöllum. Hann tók einkaflugmannspróf og sagði að hann vildi fremur eiga flugvél (TF-UNA) en jeppa þar sem þá sæi hann betur yfir en þótti verst hvað allir flugvellir væru langt frá byggð. Ásta syst- ir fylgdi í kjölfarið og lærði einn- ig að fljúga. Pabbi hafði gaman af að ferðast og var mikill tungu- málamaður og notaði oft ferða- tímann til að læra tungumál. Ásta systir flutti til Bandaríkj- anna árið 1975 og sendi pabbi henni íslenskt hangikjöt og góð- gæti á hverju ári til að hún gæti átt íslensk jól. Pabbi og mamma skildu en með seinni konu sinni, Guðrúnu, eignuðust þau okkar yndislegu litlu systur Guðrúnu. Kiddi bróðir var frumburður mömmu og pabba. Hann var mjög ljúfur og viðkvæmur, skarpgreindur og átti auðvelt með nám. Hann lést fyrir aldur fram og var það þeim mikill harmur. Margar voru matarveislurnar enda miklir matgæðingar í fjöl- skyldunni. Ein eftirminnilegasta matarveislan var þegar þemað var Rússland. Þá mættu allir í rússneskum búningum og komu með alls kyns rússneska rétti á hlaðborð og auðvitað vodka. Til þess að mega fá sér mat þurfti að skipta út heimatilbúnum rúblum og matarskömmtunarmiðum fyr- ir matinn sem var á boðstólum. Til borðs sátu í sátt og samlyndi m.a. Lenín, Brésnef, félagar, hershöfðingi, óligarkar, babúska, rómafólk, ferðamaður og verka- maður. Pabbi hefur fengið hvíldina 89 ára gamall. Hann hefur lifað tím- ana tvenna en sem ungur strák- ur var hann sendur í sveit þegar Ísland var hernumið í seinni heimsstyrjöldinni. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og hefur hann komið sér upp stórum hópi afkomenda sem munu minnast hans um ókomin ár. Hinsta kveðja, Inga, Ásta, Margrét (Magga), Helga, Jón (Nonni) og Hildur. Fyrsta minning mín um Björn afa er þegar hann sótti mig og Guðrúnu frænku á leikskólann Tjarnarborg. Mér fannst ég vera nokkuð stór enda á Úlfadeild þótt Guðrún sem er aðeins sex mánuðum eldri væri komin á Fíladeild. Það sem er sterkast í minningunni er að afa fannst ómögulegt að ég væri ekki búin að ná því að reima skóna sjálf. Sátum við því í töluverðan tíma í fatahenginu á leikskólanum því afi tók ekki í mál að fara heim fyrr en nemandinn hans væri bú- in að ná færninni sem stefnt var að. Það hafðist á endanum. Afi kenndi mér annað sem hefur unnið vel með mér í lífinu. Það er að það er alltaf tími til þess að læra eitthvað nýtt og best er að vera alltaf að læra, því það gefur manni eldmóð og held- ur andanum ungum. Hann sýndi það sjálfur best í verki meðal annars með því að vera búin að læra á Iphone á undan öllum sín- um börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Flestar minningar mínar um afa eru þar sem hann er að grúska eitthvað, sýna okkur nýja og áhugaverða tækni og tölvur, skemmta okkur með gestaþraut- um, kenna okkur sniðuga orða- leiki eða sýna okkur misspenn- andi mat sem var í boði að smakka. Ein slík minning er þeg- ar hann mætti með nýja skrítna myndavél í fjölskylduveislu. Hún var ekki með filmu eins og þá var venjan heldur notaði floppy-disk til þess að geyma myndirnar á tölvutæku formi. Þetta þótti mér mjög merkilegt en einnig fremur óhentugt því aðeins 1-2 myndir komust á hvern diskling! Það átti eftir að breytast hratt rétt eins og afi sagði. Ósjaldan flautaði hann sinn litla hljóðbút til þess að láta vita af sér eða hvetja mann áfram í verkum, það þurfti ekki alltaf orð eða nefna mann með nafni og alltaf fannst mér notalegt að heyra þegar hann flautaði þessa tóna. Í ævintýraferðum mínum á yngri árum um götur og leikvelli Vesturbæjar rakst maður stund- um á afa á heimleið frá kennslu í háskólanum. Það var alltaf gam- an og ef heppnin var með manni gaukaði hann að mér og Guð- rúnu smá pening fyrir súkku- laðisnúð við mikla gleði okkar tveggja. Eftir því sem ég varð eldri fór hann svo að segja mér frá því hvað hann var að skoða og vinna að hverju sinni. Mér fannst alltaf forvitnilegt og skemmtilegt að kíkja á Hjarðarhagann til hans og Guðrúnar eldri og heyra af nýjasta verkefninu, hvort sem það var um andandi glugga eða skipulag borgarinnar. Hann var alltaf að hugsa hluti frá nýrri hlið og horfði á lífið og tilveruna frá öðru sjónarhorni en við flest. Elsku afi, þú áttir langt, áhugavert og gott líf og fórst rík- ur af þekkingu og fjölskyldu sem elskar þig. Held við óskum þess öll að ná því sama. Þitt barnabarn, Sunna Gunnars Marteinsdóttir. Nú er hann Björn vinur minn og samstarfsmaður í fjóra ára- tugi allur. Birni kynntist ég fyrst þegar hann kenndi okkur raf- magnsverkfræðinemum við Há- skóla Íslands, en þá voru aðeins kennd fyrstu þrú árin til verk- fræðiprófs. Björn var í nefnd sem var að skipuleggja breytt fyrirkomulag verkfræðikennslu við Háskóla Íslands. Björn hafði samband við mig þar sem ég var að ljúka mastersnámi í Lundi, og bað mig um að safna ýmsum gögnum frá verkfræðiskólanum. Nokkru síð- ar sendi Björn annað bréf og vildi nú fá mig til starfa hjá Raf- agnatækni sem hann hafði stofn- að 1961. Þetta var árið 1971 og þar starfaði ég samfellt til 2008, fyrst sem almennur verkfræð- ingur og síðar sem fram- kvæmdastjóri. Rafagnatækni var þá orðið hlutafélag í eigu nokk- urra starfsmanna og hét nú RT ehf. Um það leyti sem Rafagna- tækni var stofnað voru Íslend- ingar á fullu við rannsóknir á jarðfræði Íslands með beislun orkunnar í iðrum jarðar og fall- vötnum í huga. Til þess þurfti sérhæfðan og oft flókinn mæli- búnað sem ekki var auðvelt að útvega, hvorki innanlands né er- lendis. „Ekkert mál,“ sagði Björn, „við hönnum þá bara tæk- in og smíðum. Við kunnum það ekkert síður en útlendingar!“ Það reyndust orð að sönnu. Óhætt er að segja að Rafagna- tækni hafi verið eins konar há- tæknifyrirtæki á þessum árum. Árin liðu. Smám saman var lögð meiri og meiri áhersla á hönnun orkuvera og kom Raf- agnatækni og síðar RT ehf. að hönnun Búrfellsvirkjunar, Kröfluvirkjunar og jarðgufu- virkjunar í Kenýa í samstarfi með Virki. Einnig öllum virkj- unum Hitaveitu Suðurnesja, síð- ar HS-Orku, í Svartsengi og á Reykjanesi. Við sáum þar um alla hönnunarvinnu stjórnkerfa og forritun þeirra. Hönnun flókinna rafeinda- tækja var þó ávallt til staðar, og þá í samstarfi við Rafiðn sem sá um samsetningu tækja og mark- aðssetningu. Árið 2008 urðu merk tímamót í starfsemi RT-Rafagnatækni, því það sameinaðist þá nokkrum öðrum verkfræðistofum: VST, Rafteikningu, Fjarhitun, Fjöl- hönnun og síðar Almennu verk- fræðistofunni. Nýja fyrirtækið heitir Verkís og er ein stærsta verkfræðistofa landsins með yfir 300 starfsmenn. Björn varð prófessor í raf- magnsverkfræði við Verkfræði- deild Háskóla Íslands árið 1971 og gegndi því starfi til 2002 er hann lauk þar störfum fyrir ald- urs sakir. Hann var þó alltaf með annan fótinn hjá okkur í Raf- agnatækni og RT og lagði oft mikið til málanna, enda hug- myndaríkur brautryðjandi og frumkvöðull. Allir starfsmenn Rafagna- tækni og síðar RT ehf. voru sem ein fjölskylda og samstarf ávallt gott. Björn og Guðrún eiginkona hans skipuðu auðvitað alltaf sér- stakan sess í þessari stóru fjöl- skyldu. Það er nú ljúfsárt að kveðja Björn, minn góða vin og sam- starfsmann í áratugi. Ég hóf störf hjá Rafagnatækni fyrir réttum 50 árum. Það var góður tími og lærdómsríkur. Ég veit að aðrir fyrrverandi starfsmenn sem unnu með Birni eru sama sinnis. Björn skilur eftir góðar minningar og lifir í hugum okk- ar. Ágúst H. Bjarnason, verkfræðingur. Með nokkrum orðum vil ég minnast Björns Kristinssonar, prófessors emeritus í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. Björn var mikilvirkur verkfræðingur, brautryðjandi og frumkvöðull, sem kom víða við á löngum og farsælum starfsferli. Björn var frábær námsmaður og varð fyrstur til að hljóta styrk úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents, sem veitir verðlaun fyrir afburða- árangur í verkfræði við Háskóla Íslands. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum Þorvalds Finnboga- sonar, Sigríði Eiríksdóttur og Finnboga Rúti Þorvaldssyni, á 21 árs afmæli Þorvalds sonar þeirra, 21. desember 1952. Björn sótti styrkathafnirnar á hverju ári síðustu áratugina. Við það tækifæri sagði Björn gjarnan þá gamansögu að viðstaddri Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi for- seta, að þegar Alexander Jó- hannesson rektor kallaði sig á sinn fund hefði hann haft áhyggj- ur af tilefninu og haldið að rektor ætlaði að skamma sig. Alexander tilkynnti honum þá að hann hefði verið valinn til að hljóta fyrsta styrkinn úr Minningarsjóði Þor- valds Finnbogasonar vegna frá- bærs námsárangurs síns. Björn var mjög verðugur fyrsti verð- launahafi þessa mikilvæga sjóðs. Björn starfaði sem verkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1957-1958 og hjá orkudeild Raforkumálastjórnar 1958-1961.Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félög verkfræðinga og rafmagnsverk- fræðinga og innan rafiðnaðarins, einkum á árunum 1970-1980. Hann stofnaði ásamt öðrum fyrirtækið Rafagnatækni sf. 1961, sem síðar varð RT ehf., og gegndi starfi framkvæmdastjóra til 1995. Björn starfaði um árabil að fjölþættri hönnun innan orku- geirans á Íslandi og fyrir erlend- ar vísindastofnanir. Björn var stundakennari við Háskóla Íslands 1964-1971 og prófessor við Verkfræði- og raunvísindadeild (síðar Verk- fræðideild) frá 1971 til starfsloka 2002. Hann var einn hinna fyrstu sem fengnir voru til að byggja upp nám í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands og má með sanni segja að það frumkvöðla- starf hafi tekist afar vel. Björn kenndi aðallega sjálfvirka stýri- tækni og tölvutækni. Hann var vel liðinn kennari, skarpgreindur og jafnan stutt í brosið. Björn var ævinlega hvetjandi gagnvart nemendum sínum og samstarfs- mönnum. Björn reyndist mér ætíð vel. Ég vann náið með honum þegar hann var deildarforseti Verk- fræðideildar frá 1995 til 1999, en á þeim tíma var ég formaður Rafmagns- og tölvuverkfræði- skorar. Það var gott að hafa Björn í forystu deildarinnar. Hann var hugmyndaríkur og lausnamiðaður. Björn lét af störfum við Háskóla Íslands fyr- ir aldurs sakir árið 2002. Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég störf Björns Kristins- sonar í þágu skólans og votta ég Guðrúnu og öllum aðstandendum hans innilega samúð. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Björn Kristinsson ✝ Bergljót Thor-oddsen Ísberg fæddist á Land- spítalanum 20. desember 1938. Hún lést á heimili sínu 16. febrúar 2021. Foreldrar hennar voru Jak- obína Tulinius kennari og Sig- urður Thoroddsen verkfræðingur. Systkini hennar voru Dagur, 1937-1994, og Signý, 1940- 2011. Hálfsystkini hennar sam- feðra eru Jón, Halldóra (látin), Guðbjörg og Ásdís. Foreldrar Bergljótar skildu og ólst hún upp hjá móður sinni og stjúp- föður Sverri Kristjánssyni. Bergljót gekk í Melaskóla og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og lauk landsprófi 1954. Hún var í MR og síðar Hús- mæðraskólanum á Blönduósi. Hún hóf störf í Versl- unarsparisjóðnum haustið 1958 og vann í þeirri stofn- un með breyttu nafni með hléum til ársins 2003. Bergljót giftist Arngrími Ísberg 25. apríl 1960. Þau eignuðust tvö börn Óttar verkfræðing og Gerði hagfræðing, gift Viðari Geirssyni kerfisfræðingi. Útförin fór fram í kyrrþey. Frænka var há, grönn og glæsileg kona með rautt hár, jafnan stutt. Í okkar huga var hún Frænka og það kallaði hún sig sjálfa við okkur. Hún var ómissandi á hátíðum og jólin hófust með afmæli hennar sem hún lét enga aðventu stöðva sig í að fagna. Hún var meistarabak- ari og margar sortir af smákök- um urðu til fyrir hver jól. Á af- mælinu var jólasveinasafn hennar komið upp á hillur og óx að vöxtum á hverju ári. Eitt sinn þegar mamma var að leita að gjöf handa Frænku í Pipar og salti og var efins um hvort Frænka hefði þegar keypt hlutinn, þá sagði afgreiðslukon- an: „Nei, systir þín var hér í gær og keypti þetta ekki.“ Fram að því hafði ekki hvarflað að mömmu að þær væru báðar þekktar í búðinni og skyldleik- inn líka. Það var varla tilviljun að Pipar og salti var lokað þegar mamma var látin og Frænka farin að eldast enda mætti kalla það forsendubrest að missa þessa viðskiptavini. Mamma og Frænka voru að ýmsu leyti andstæður en fátt sagði mamma oftar um Frænku en „hún hefur góðan smekk“ enda notuðu þær ekki óskalista heldur keyptu gjafir hvor handa annarri út frá eigin smekk sem var jafnframt smekkur hinnar með litamun. Það blasti við öll- um sem heimsóttu Frænku að fallegir hlutir voru hennar yndi. Hún var leikin í höndum og skapaði stórfallegan vefnað á efri árum sem við fengum að njóta enda hafði hún gaman af því að deila með öðrum. Hún elskaði glæpasögur og sankaði að sér bókum og síðar spólum og diskum. Á eftirlaunaaldri tók hún að mála af miklum þrótti og hafði sérstakan litaglaðan stíl. Þegar þær voru börn kom mamma eitt sinn grátandi til ömmu vegna þess að Frænka hafði teiknað mynd af stórri skessu sem hélt á lítilli stelpu sem hét Signý, en þegar amma gekk á hana sagði Frænka sak- leysislega: „Þetta er önnur Signý“ og þetta þótti svo snjallt að hún slapp við refsingu. Löngu síðar tóku þær systur sig til unglingar og fluttu aftur í fjöl- skylduíbúðina á Víðimelnum sem var búið að leigja út. Var þetta í trássi við alla fullorðna en persónutöfrar þeirra dugðu til að þær komust upp með það. Æska Frænku og mömmu var enginn dans á rósum og hafði það áhrif á allt þeirra líf en kom fram hjá báðum í sókn í festu og öryggi. Um forfeður og frænd- garð hugsaði Frænka mikið og dundaði sér á seinni árum við að skanna myndir í tölvu, sagði sögur af ættingjum og sérstök íþrótt hennar var að sjá líkindi með fjölskyldumeðlimum. Rækt- arsemi við fjölskyldu, vini og vinnufélaga var henni eðlislæg og hún hafði gaman af góðri veislu. Þá var ekki verra að dreypa á sérrístaupi og smakka á marenstertum. Stundum var eins og andi sjöunda áratugarins lifði í henni með tilheyrandi létt- leika og söng en hún gat líka verið beinskeytt eins og allt hennar kyn. Hún var viðkvæm og hrjáð af ýmsum kvillum alla tíð en reyndist þó æði þrautseig. Frænka og Arngrímur áttu langt og farsælt hjónaband og áttu saman Óttar og Gerði. Á fjölskyldu sína gat Frænka treyst og þau voru hennar gæfa og stolt. Við munum sakna hennar, sakna þess að spjalla yf- ir tesopa og tertu og hlæja sam- an. Ármann, Sverrir og Katrín. Bergljót Thorodd- sen Ísberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.