Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
✝ Helga Magnús-dóttir fæddist
8. apríl 1933 á Vig-
dísarstöðum Húna-
þingi vestra. Hún
lést á Heilbrigðis-
stofnuninni á
Hvammstanga 21.
febrúar 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Sigurgeirsson, f.
16.10. 1892, d. 13.7.
1943, og Sigríður Sigurðar-
dóttir, f. 19.7. 1905, d. 21.3. 1998,
bændur á Vigdísarstöðum.
Helga átti tvo yngri bræður;
Sigurgeir, f. 20.5. 1934, og Sig-
urð, f. 14.4. 1936, d. 15.8. 2001,
kona hans var Sólveig Magnús-
dóttir, f. 18.3. 1941. Uppeldis-
systir Helgu var Ingibjörg Signý
Frímannsdóttir, f. 31.10. 1932, d.
24.7. 1988.
stöðum. Magnús faðir hennar
lést úr berklum 1943 og eftir það
áfall hélt Sigríður áfram búskap
á Vigdísarstöðum ásamt systk-
inum sínum Margréti og Bjarna
og Sigurgeir syni sínum er frá
leið.
Barnaskóla sótti Helga í Ás-
byrgi í Miðfirði og var síðan einn
vetur á Húsmæðraskólanum á
Löngumýri í Skagafirði. Að
námi loknu fór hún á vertíð til
Vestmannaeyja einn vetur og
vann síðan ýmis störf í Reykja-
vík. Hún flutti í Helguhvamm
síðla árs 1962 og átti þar heima
alla tíð síðan. Vann ýmis störf
samhliða búskapnum, t.d. í
rækjuvinnslu Meleyrar, á sjúkra-
húsinu og var mörg haust í slát-
urvinnu. Gaf sig lítið að félags-
málum en var þó félagi í Hús-
freyjunum á Vatnsnesi frá
upphafi.
Útförin fer fram frá Hvamms-
tangakirkju í dag, 5. mars 2021,
klukkan 13. Að ósk hinnar látnu
verða aðeins nánustu aðstand-
endur viðstaddir. Útvarpað
verður frá athöfninni á FM 106,5
á Hvammstanga.
Helga giftist hinn
29.12. 1962 Guð-
mundi Jóhann-
essyni frá Helgu-
hvammi, f. 4.6.
1934, d. 31.3. 2020.
Börn þeirra eru: 1)
Elín Kristín, f. 21.
ágúst 1963, maki
Ólafur Benedikts-
son, börn þeirra eru
Guðmundur Bjarki,
f. 1996, Ásgeir
Ómar, f. 2002, og Elín Marta, f.
2002. 2) Þorbjörg Vigdís, f. 24.
júlí 1966, sambýlismaður hennar
er Sigtryggur Sigurvaldason,
dóttir þeirra er Jóhanna Helga,
f. 1983. 3) Sigurður Magnús, f.
17. janúar 1973, maki María Inga
Hjaltadóttir, börn þeirra eru
Telma Rún, f. 2000, og Hjalti
Freyr, f. 2004.
Helga ólst upp á Vigdísar-
Elsku amma.
Ég sit hér og skrifa minning-
arorð um þig og finnst enn svolítið
óraunverulegt að þú sért ekki
lengur hér með okkur þó svo ég
viti það að nú ert þú sátt og komin
á betri stað og þið afi eruð örugg-
lega farin að rökræða um eitthvað
sem skiptir engu máli eins og svo
oft áður.
En mikið er nú samt gott að vita
að þið séuð sameinuð á ný því eftir
að afi féll frá í lok mars á seinasta
ári þá varst þú hálfvængbrotin.
Við áttum margar góðar stundir
þau ár sem við fengum saman og
sérstaklega í haust eftir að þú fórst
inn á sjúkrahúsið, þá var það orð-
inn fastur liður að rölta yfir götuna
og kíkja til þín eins oft og tækifæri
gafst til og spjalla um allt og ekk-
ert og hlæja saman.
Við vorum ansi líkar ég og þú en
við höfðum báðar mikinn áhuga á
fötum og báðar alveg hrikalega
forvitnar.
Þín verður sárt saknað en ég
veit að þér er ætlað stærra hlut-
verk annars staðar.
Elsku amma, ég bið að heilsa
afa.
Sofðu vært
og sofðu rótt
fljúgðu á vængjum
engils inn í ljúfa nótt.
Nú þú hjá
englunum sefur
og þá
Guð þig nú hefur.
Sofðu vært
og sofðu rótt.
Þú ert engill næturinnar
sem mun vaka hjá
mér í nótt.
(Júlía A.)
Þín
Jóhanna Helga.
Hún er og verður mér alltaf,
ógleymanleg hún Helga frænka
mín. Ég var mjög ung þegar ég
„var send í sveit“, sem þótti alveg
sjálfsagt á þeim tíma. Það var
hann afi minn sem hafði samband
við bróðurdóttur sína Helgu
Magnúsdóttur frá Vigdísarstöð-
um (eða Viggustöðum eins og sá
bær var alltaf kallaður) og úr varð
að ég fór til margra sumardvala til
Helgu frænku og fjölskyldu henn-
ar að Helguhvammi. Og í betri
sveit, hjá elsku Helgu og hennar
dásamlegu fjölskyldu, og á betri
og fallegri bæ en Helguhvamm,
sem stendur á fallegu bæjarstæði
fyrir ofan Hvammstanga, hefði ég
ekki getað óskað mér. Ég man
enn, þegar ég kom fyrst, algjör
ponsa, með rútu frá BSÍ og Guð-
mundur, maður Helgu, sótti mig
við gatnamótin við Hvamms-
tanga-afleggjarann og við keyrð-
um í Helguhvamm, sem og oftar.
Og Helga frænka, þessi smágerða
kona, alltaf stuttklippt, oftast í
gallabuxum, snaggaraleg og yfir-
leitt reykjandi pípu, sem mér
fannst algjörlega magnað, tók á
móti mér af alúð sem hún sýndi
mér alltaf á meðan á dvölum mín-
um stóð í Helguhvammi. Helga
var hreint ótrúleg og svo mögnuð
kona að leitun er að annarri eins.
Allt sem hún tók sér fyrir hendur
gerði hún af mikilli elju og miklum
dugnaði og með bros á vör. Hún
sinnti allri sinni fjölskyldu svo vel
og fallega og unun var að sjá kær-
leikann og samvinnuna þeirra
hjóna, Helgu og Guðmundar.
Þetta var dásamlegt samfélag,
þarna voru auk frábæru barna
þeirra, Stínu, Villu og Magga, oft
nokkur önnur börn sem komu til
sumardvalar í Helguhvamm,
ógleymanleg eru systkinin Gunn-
ar og Gréta. Og alltaf var fjör á bæ
í daglegum verkum sem voru aldr-
ei leiðinleg né erfið og alltaf vel
passað upp á alla. Svo er mér
ógleymanlegt að alltaf eftir hádeg-
ismat þá „hölluðu“ sér allir inni í
stofu í stuttan tíma, aðallega þó
Guðmundur blessaður, en þá
drakk ég í mig lestur á tímaritinu
„Heima er best“ sem var til í
mörgum bindum í Helguhvammi.
Helga var einnig algjör listakokk-
ur, ógleymanlegar eru sunnu-
dagssteikurnar að hennar hætti
og bara allt sem hún eldaði eða
bakaði. Og ég man að þegar farið
var í smalamennsku setti Helga
alltaf nokkra steikta klatta með
hangikjöti í vasa eða hnakktösku
hvers og eins. Og alltaf var kvöld-
kaffi að hætti Helgu, það klikkaði
aldrei, ógleymanleg brúnkakan
með smjörkreminu með kaldri
kúamjólk, og alltaf tilbúinn bakst-
ur „austur í búri“ (það var alltaf
talað í áttum). Og ef gesti bar að
garði, hvort sem var að degi eða
seint að kvöldi, sem var mjög oft,
þá biðum við spennt að sjá hver
keyrði nú upp afleggjarann og
hvort sem það var „drossía“ eða
jeppi, þá var alltaf eitthvað til með
kaffinu yfir góðu spjalli langt fram
á kvöld. Helga frænka var eigin-
lega hamhleypa til allra verka,
hvort sem það voru heimilisverk,
búverk eða við vinnu í sláturhús-
inu á Hvammstanga þar sem hún
gaf ekkert eftir. Dóttir mín, Rósa
Björk var einnig svo lánsöm að
hafa fengið að upplifa yndislegar
sumardvalir í Helguhvammi og ég
veit að þær eru og verða henni
ógleymanlegar. Því miður slitnaði
sambandið milli mín og Helgu á
sínum tíma, sem er mér ófyrirgef-
anlegt. En góðar minningarnar
um elsku Helgu munu lifa með
mér að eilífu og megi hún nú njóta
sinnar dvalar í sumarlandinu með
elsku Guðmundi sínum.
Stínu, Villu, Magga og fjöl-
skyldum þeirra votta ég innilega
samúð.
Sigrún frænka
Baldursdóttir.
Helga
Magnúsdóttir
✝ Guðrún LovísaMagnúsdóttir
fæddist 18. desem-
ber 1922 á Hall-
dórsstöðum í
Vatnsleysustrand-
arhreppi en ólst
upp á Sjónarhóli í
sömu sveit. Hún
lést þann 24. febr-
úar síðastliðinn á
Hjúkrunarheim-
ilinu Víðihlíð í
Grindavík. Foreldrar hennar
voru Erlendsína Helgadóttir og
Magnús Jónsson bændur á
Vatnsleysuströnd.
Systkini Guðrúnar (Lúllu)
voru níu: 1) Helgi, f. 1910, d.
1962, 2) Guðjón, f. 1912, d. 1913,
3) Ragnhildur, f. 1913, d. 2007,
4) Guðjón, f. 1918, d. 1983, 5)
Anna Dagrún, f. 1919, d. 2018, 6)
Guðlaug, f. 1924, d. 1943, 7) Sig-
urveig, f. 1928, d. 2008, 8) Þórð-
ur, f. 1929, d. 2004, 9) Sesselja, f.
1932, d. 1934.
Guðrún Lovísa giftist Guð-
berg, f. 1945, eiginkona Anna
Halldóra Snorradóttir (lést
1984), þau eignuðust þrjá
drengi: Ómar Snorri (lést 1975),
Magnús Hlynur, Snorri. Niðjar
Hreiðars eru tíu og einn þeirra
látinn. Seinni eiginkona Hreið-
ars er Ragna Skagfjörð Bjarna-
dóttir. 5) Sesselja Guðlaug, f.
1947, eiginmaður Guðmundur
Pálsson, þau skildu. Barn þeirra
var Páll (lést 2003). Sesselja
eignaðist dótturina Magneu f.
hjónaband með Jóni Inga Bald-
vinssyni. Niðjar Sesselju eru átta
og einn þeirra látinn. 6) Jón
Grétar, f. 1949, eiginkona Hrönn
Bergsdóttir, þau skildu. Börn
þeirra eru: Þórunn , Guðmundur
Björgvin. Sambýliskona Jóns er
Bera Hraunfjörð. Jón á 5 niðja.
7) Helgi Ragnar, f. 1950, eig-
inkona Júlía Halldóra Gunn-
arsdóttir. Þau eignuðust fimm
börn: Gunnar Júlíus, Jón (lést
2006), Logi, Sandra, Sindri
Snær. Helgi Ragnar á 15 niðja
en tveir eru látnir. 8) Svandís, f.
1952, eiginmaður Sveinbjörn
Egilsson, þau skildu. Þau eign-
uðust þrjú börn: Hilmar Egill,
Vignir, Eva. Sambýlismaður
Svandísar er Jan Ståhlkrantz.
Svandís á 13 niðja. 9) Halla Jóna,
f.1953, eiginmaður Ólafur Jón
Guðmundsson. Þau eiga tvö
börn: Guðmundur Ásgeir, Guð-
rún Lovísa. Halla á 3 niðja. 10)
Guðlaugur Rúnar, f. 1955, eig-
inkona Sigrún Gróa Skærings-
dóttir. Þau eiga einn son: Heimir
Snær. Áður eignaðist Guðlaugur
soninn Sigfús Daða (lést 1987)
með Bryndísi Halldóru Bjart-
marsdóttur. Guðlaugur á 2 niðja
og er einn þeirra látinn. 11)
Björgvin Hreinn, f. 1957, eigin-
kona Ingunn Hafsteinsdóttir,
þau eiga þrjú börn: Ingvar Haf-
steinn Sólkvist, Margrét, Davíð.
Björgvin Hreinn á 8 niðja. 12)
Viktor, f. 1960, eiginkona Jó-
hanna Þuríður Guðmundsdóttir.
Sonur þeirra er Guðmundur.
Viktor á tvo niðja.
Niðjar Guðrúnar Lovísu eru
141 talsins og af þeim eru sjö
látnir. Stjúpbörn niðjanna eru
tólf. Guðrún Lovísa fóstraði
fjögur börn á vegum ABC
barnahjálparinnar í samtals 21
ár.
Útför Guðrúnar Lovísu fer
fram frá Kálfatjarnarkirkju í
dag, 5. mars. 2021, klukkan 14.
Slóð á streymið:
https://www.facebook.com/groups/
gudrunlovisa/
Hlekk á streymi má nálgast á
www.mbl.is/andlat/
mundi Björgvini
Jónssyni vélvirkja
þann 29. mars 1941.
Þau bjuggu allan
sinn búskap í Vog-
um í Vatnsleysu-
strandarhreppi.
Börn þeirra urðu
tólf: 1) Magnea
Guðríður, f. 1941, d.
1986 , eiginmaður
Bent Key Frandsen.
Þau eignuðust þrjú
börn: Ivan Kay, Laila og Richard
Thomas Kay. Niðjar Magneu eru
13. 2) Erlendur Magnús, f. 1943,
eiginkona Sveindís Eyfells Pét-
ursdóttir. Þau eignuðust fjögur
börn: Björgvin Pétur, Lovísa
Ósk, Vilhjálmur Agnar, Sig-
urður Þór (lést 2018). Niðjar Er-
lendar eru 26 og einn þeirra lát-
inn. Matthías Haukur, f. 1944,
eiginkona Vigdís Gunnlaug Sig-
urjónsdóttir, þau eiga þrjú börn:
Guðmundur Björgvin, Andrea
Klara, Berglind Rut. Niðjar
Hauks eru 24. 4) Hreiðar Sól-
Mamma var ómenntuð alþýðu-
kona sem rann í gegnum lífið með
miklum styrk, dugnaði og glæsi-
leika. Hún ól af sér okkur tólf
systkinin og kom öllum til manns
með hjálp pabba.
Hún var alltaf jákvæð og klár-
aði öll verk sem þurfti að takast á
við til að geta rekið sitt stóra
heimili. Það þurfti að sýna fyrir-
hyggju við stórtæka matvæla-
öflun allt árið, endalausa matar-
gerð, bakstur, þvotta, fatasaum
og margt margt fleira.
Oft fór mamma inn í sauma-
herbergið þegar allir voru komnir
í háttinn og sinnti því sem þar
þurfti að gera. Og ef maður kom
fram snemma morguns þá var
mamma enn í saumaherberginu
og ég velti því upp hvort hún hefði
ekkert sofið þá nóttina.
Alltaf var nógur matur á borð-
um hjá mömmu og allir fóru sadd-
ir í háttinn þó svo það hafi stund-
um verið 16 við matarborðið og
mikið um gesti sem alltaf voru
velkomnir. Hún henti aldrei mat-
arafgöngum og sá til þess að allur
eldri matur og kaffibrauð væri
alltaf borðað áður en farið væri í
það sem nýrra væri. Þannig varð
m.a. til skyldubrauð sem okkur
systkinununum þótti frekar
ókræsilegt. Við vissum að ekki
yrði komist undan að klára og
gleyptum því í okkur það sem á
skyldubrauðsdisknum var og
skoluðum niður.
Í Lyngholti var stór suðu-
þvottapottur kyntur með timbri,
pappír og bréfi. Þegar vöntun var
á eldiviði vorum við send niður í
fjöru að leita eftir spreki. Í
þvottahúsinu dvaldi mamma oft
tvo daga í viku, á kafi í gufu og
hita svo vart sást í hana. Við
krakkarnir söfnuðum saman
hertu fiskroði sem mamma stakk
inn í eldinn, rúllaði upp og end-
urtók, þar til úr varð þetta líka
ágætissnakk sem við hámuðum í
okkur.
Mamma vissi alltaf hversu
mikla peninga hún hafði til að
reka heimilið. Einhverju sinni var
ég sendur út í búð til að kaupa
eitthvað smáræði. Í buddunni
voru smærri seðlar og eitthvað af
smápeningum. Þegar búið var að
versla lít ég ofan í budduna og
hugsa að hún myndi ekki sjá ef ég
nappaði einni krónu og keypti
mér nammi. En viti menn, næst
þegar hún var að þvo þvott bað
hún mig um að koma og hjálpa
sér við að hengja upp. Þá fer hún
að spyrja hvort verið gæti að ég
hefði fengið lánaðan pening úr
buddunni? Ég neitaði en varð
fljótlega að játa mig sigraðan.
Uppátækið hafði enga eftirmála, í
þetta skiptið, en þarna lærði ég að
það borgaði sig hvorki að stela né
ljúga.
Ég man einu sinni eftir að hafa
séð hana gráta en þá voru þau
pabbi að ræða peningamál og var
eitthvað þröngt í búi, enda skin og
skúrir hjá mömmu eins og öðrum.
Henni þótti leitt að þurfa að
fara á brott frá sínum ástkæru
Vogum sem höfðu verið umgjörð
um hennar líf alla tíð. En kvartaði
ekki hátt þótt hún væri ekki alveg
sátt. Einhverjum mánuðum áður
en hún kvaddi keyrði ég hana til
augnlæknis og á leiðinni til
Grindavíkur nefndi hún í þrígang
hversu miður það væri að sveitar-
félagið gæti ekki séð um að gamla
fólkið gæti eytt ævikvöldinu í
sinni heimabyggð, án þess að
segja nokkuð slæmt um Víðihlíð.
Bless mamma og vonandi hafið
þið pabbi það sem allra best í
Sumarlandinu.
Guðlaugur R. Guðmundsson.
Nú ertu horfin móðir mín
en myndin þín
í minningunni skært hún skín
og skapar trúna bestu.
Kallar hún fram kærleikans
kraft og viljafestu.
Við skulum muna móðir mín
hve mildin þín
gaf okkur lífsins sólarsýn
sannan trúarvilja.
Mannleg okkar mistökin
þú megnaðir að skilja.
Þinn kærleikur móðir mín
aldrei dvín
meðan lifir minning þín
mun hann okkur vísa
um vandrataða vegi lífs
og veröld dimma lýsa.
Svo kveðjum við þig móðir mín
þökk til þín
Guð þig leiði í sali til sín
þú sæti náðar hljóti.
Og vinirnir sem fóru fyrr
í faðm sinn tak þér móti.
Við hinsta beð þinn móðir mín
börnin þín
fella tregatárin sín
tjá þér virðing mesta.
Þú gengur djörf á Guðs þíns fund
gjafarans okkar besta.
(Kristinn Kristjánsson
frá Bárðarbúð)
Sesselja Guðlaug.
Guðrún Lovísa
Magnúsdóttir
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
DÚI EÐVALDSSON,
Holtagötu 3, Akureyri,
lést föstudaginn 19. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
María Helgadóttir
Kristín Dúadóttir Ólafur Kjartansson
Sveinbjörn Dúason
Heiðrún Dúadóttir Jóhann Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HELGI V. JÓNSSON,
hæstaréttarlögmaður og
lögg. endurskoðandi,
Brautarlandi 4, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 2. mars á hjúkrunarheimilinu Sólteig, Hrafnistu.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Ingibjörg Jóhannsdóttir
Hanna Lára Helgadóttir Jónas Reynisson
Anna Dóra Helgadóttir Halldór Jónsson
Jón Sigurður Helgason Erla Guðrún Emilsdóttir
Halla María Helgadóttir Ólafur Þór Guðbjörnsson
barnabörn og barnabarnabarn
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og systur,
KOLBRÚNAR SIGRÍÐAR
HILMARSDÓTTUR,
Hringbraut 71, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk bráðamóttöku og krabbameins-
deildar LSH og þeir sem komu að útför Kolbrúnar;
Seltjarnarneskirkja, Útfararþjónusta kirkjugarðanna, Karlakórinn
Fóstbræður og séra Bjarni Karlsson. Ykkar hjálp og stuðningur
hefur verið ómetanlegur.
Árný Sigríður Daníelsdóttir Hörður Harðarson
Brynja Daníelsdóttir
Daníel Sigurður Eðvaldsson Tómas Atli Harðarson
Orri Harðarson Darri Harðarson
Árný Helga Daníelsdóttir
og systkini hinnar látnu