Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Kaplakriki: FH – Þór ................................ 18
Eyjar: ÍBV – Haukar ................................ 19
KA-heimilið: KA – Selfoss ................... 19.30
TM-höllin: Stjarnan – Grótta .............. 19.30
Austurberg: ÍR – Valur ....................... 20.15
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Framhús: Fram U – Hörður ............... 20.30
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Ásvellir: Haukar – Þór Þ ..................... 18.15
MG-höllin: Stjarnan – Valur................ 20.15
1. deild karla:
Ísafjörður: Vestri – Breiðablik............ 19.15
Álftanes: Álftanes – Fjölnir................. 19.15
Borgarnes: Skallagr. – Hrunamenn ... 19.15
Ice Lagoon-höll: Sindri – Selfoss ........ 19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin:
Laugardalur: SR – SA ......................... 19.45
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla, Lengjubikarinn:
Víkingsvöllur: Víkingur R. – Fram.......... 19
Samsungv.: Stjarnan – Keflavík .............. 19
Akraneshöll: ÍA – Vestri........................... 20
Egilshöll: Fjölnir – Breiðablik ................. 20
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Würth-völlur: Fylkir – Stjarnarn ............ 19
Eimskipsvöllur: Þróttur R. – Selfoss ...... 19
KR-völlur: KR – Valur.............................. 19
Í KVÖLD!
Olísdeild karla
Afturelding – Fram.............................. 24:29
Staðan:
Haukar 12 9 1 2 342:290 19
FH 12 7 2 3 353:327 16
Selfoss 12 7 1 4 312:297 15
Valur 12 7 1 4 351:327 15
Afturelding 13 7 1 5 336:339 15
Fram 13 6 2 5 328:326 14
KA 12 5 4 3 312:295 14
ÍBV 12 6 1 5 352:332 13
Stjarnan 12 5 2 5 328:322 12
Grótta 12 3 3 6 285:296 9
Þór Ak. 12 2 0 10 267:322 4
ÍR 12 0 0 12 279:372 0
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Kielce – Flensburg .............................. 28:31
Sigvaldi Björn Guðjónsson komst ekki á
blað hjá Kielce en Haukur Þrastarson er
frá keppni vegna meiðsla.
Alexander Petersson lék ekki með
Flensburg vegna meiðsla.
Flensburg 21, París SG 19, Kielce 19,
Pick Szeged 12, Meshkov Brest 13, Porto
12, Vardar Skopje 9, Elverum 5.
Þýskaland
Melsungen – Erlangen........................ 31:29
Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á
blað hjá Melsungen. Guðmundur Þ. Guð-
mundsson er þjálfari liðsins.
Balingen – Lemgo ............................... 25:26
Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir
Balingen.
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Lemgo.
B-deild:
Aue – Dormagen.................................. 29:28
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 10 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Danmörk
Bjerr/Silkeborg – Ribe-Esbjerg........ 29:28
Rúnar Kárason skoraði 6 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Daníel Þór Ingason 4.
Svíþjóð
Önnered – Kristianstad ...................... 22:34
Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark
fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð-
mundsson komst ekki á blað.
Hallby – Alingsås................................. 30:30
Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað
hjá Alingsås.
Sviss
Kadetten – Kriens ............................... 25:25
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten
sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Evrópumeistarar Lyon unnu naum-
an sigur á dönsku meisturunum
Bröndby í gær, 2:0, en þetta var
fyrri viðureign liðanna í sextán liða
úrslitum Meistaradeildar kvenna í
fótbolta. Leikið var í Lyon en liðin
mætast aftur í Kaupmannahöfn í
næstu viku. Sara Björk Gunnars-
dóttir lék síðasta hálftímann með
Lyon. Amel Majri kom Lyon yfir
eftir hálftíma leik og í lok uppbót-
artímans bætti Melvin Malard við
öðru marki Lyon.
Meistararnir
lentu í basli
FRÉTTASKÝRING
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta
stendur frammi fyrir þeim mögu-
leika að verða án Gylfa Þórs Sig-
urðssonar, Jóhanns Bergs Guð-
mundssonar, Rúnars Alex
Rúnarssonar og Jóns Daða Böðv-
arssonar þegar það mætir Þýska-
landi í Duisburg fimmtudaginn 25.
mars, í fyrsta leik sínum í undan-
keppni heimsmeistaramótsins.
Þjóðverjar heimila ekki fólki frá
Bretlandseyjum að koma til lands-
ins vegna útbreiðslu þess afbrigðis
kórónuveirunnar sem kennt er við
England, nema í algjörum und-
antekningatilvikum.
Fyrir vikið hafa þýsk félög þurft
að leika gegn enskum utan Þýska-
lands í Evrópumótunum að undan-
förnu, og spilað heimaleikina í
Búdapest. Sama hefur gilt með félög
frá Spáni, Portúgal og Austurríki
sem hafa leikið heimaleiki við ensk
lið í Búdapest, Búkarest í Rúmeníu,
Tórínó og Róm á Ítalíu og Piraeus í
Grikklandi á síðustu vikum. Því er
eðlilegt að spyrja hvort það sama
gildi ekki um þýska landsliðið og
heimaleiki þess ef leikmenn í liði
mótherjanna koma frá Englandi.
„Þetta er sannarlega áhyggjuefni
og við vitum vonandi meira fyrir
helgina. Það væri eitthvað rangt við
það ef Þjóðverjar gætu með sínu
regluverki meinað landsliðsmönnum
annarra þjóða að koma til landsins,
eins og með England í þessu tilviki.
Þetta myndi veikja okkar lið mikið
og við erum engan veginn sáttir við
það. Við erum að vinna í þessu máli
og reyna að leysa það en það er ekki
komin nein niðurstaða ennþá,“ sagði
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við
Morgunblaðið í gær.
Spurður hvort KSÍ hefði krafist
þess af UEFA að leikurinn yrði
fluttur annað sagði Guðni að óform-
legar viðræður væru í gangi. „Þetta
er í ferli og um margþættan vanda
að ræða. Inn í þetta koma ríkis-
stjórnir og regluverk viðkomandi
landa en við þurfum að fá botn í
málið sem allra fyrst,“ sagði formað-
ur KSÍ.
Snertir fleiri landslið
Íslendingar ættu ekki að vera ein-
ir á báti í þessu máli gagnvart Þjóð-
verjum og UEFA. Austurríki er eitt
þeirra landa sem hafa ekki heimilað
ferðalög frá Englandi og Austurrík-
ismenn eiga að fá Dani í heimsókn í
lok mars. Tíu leikmenn sem hafa
leikið með danska landsliðinu að
undanförnu eru leikmenn enskra fé-
lagsliða.
Á svipaðan hátt gætu Grikkir ver-
ið án þriggja leikmanna enskra liða
þegar þeir heimsækja Spánverja og
Kósóvóbúar án tveggja, sömuleiðis í
heimsókn til Spánar. Einn besti
leikmaður Norður-Makedóníu gæti
ekki leikið gegn Þýskalandi í riðli
Íslands í lok mars ef ekkert gerist í
málinu.
Þetta er sannarlega áhyggjuefni
Rangt ef Þjóðverjar geta meinað
leikmönnum mótherja að koma til leiks
Morgunblaðið/Golli
Óvissa Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Alfreð Finnbogason,
sem er meiddur, gætu allir misst af leiknum gegn Þýskalandi í Duisburg.
Jóhann Berg Guðmundsson, lands-
liðsmaður Íslands í knattspyrnu og
leikmaður Burnley, getur leikið
með liðinu gegn Arsenal í ensku úr-
valsdeildinni á morgun. Þetta stað-
festi Sean Dyche, knattspyrnustjóri
Burnley, á blaðamannafundi í gær.
Jóhann hefur misst af þremur síð-
ustu leikjum Burnley vegna meiðsla
en hann meiddist í leik gegn Ful-
ham 17. febrúar. „Jóhann hefur æft
af krafti alla vikuna og er tilbúinn í
slaginn. Hann er leikfær gegn Ars-
enal eins og staðan er í dag,“ sagði
Dyche.
Jóhann kominn
aftur af stað
AFP
Tilbúinn Jóhann Berg Guðmunds-
son spilar líklega gegn Arsenal.
Tomas Svensson hætti í gær störf-
um sem markvarðaþjálfari karla-
landsliðs Íslands í handknattleik til
þess að taka við sömu stöðu hjá
sænska karlalandsliðinu. Svensson
hefur verið Guðmundi Þ. Guð-
mundssyni landsliðsþjálfara til að-
stoðar undanfarin ár og einnig unn-
ið með honum hjá félagsliðum. Hjá
Svíum tekur Svensson við af Mats
Olsson, en þeir eru einmitt tveir af
frægustu handboltamarkvörðum í
sögu sænska landsliðsins. Svensson
lék 327 landsleiki fyrir Svía og
vann fjölda verðlauna á stórmótum.
Svensson kom-
inn til Svíanna
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Heimleið Svíar hafa ráðið Tomas
Svensson til starfa.
Vilhelm Poulsen var markahæstur
Framara þegar liðið vann 29:24-
sigur gegn Aftureldingu í úrvals-
deild karla í handknattleik á Varmá
í Mosfellsbæ í gær.
Færeyski landsliðsmaðurinn skor-
aði sex mörk úr níu skotum en leikn-
um lauk með fimm marka sigri
Framara, 29:24.
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik en eftir því sem leið á náðu
Framarar yfirhöndinni og þeir
leiddu með þremur mörkum í hálf-
leik, 18:15.
Mosfellingar náðu að jafna metin
þegar tíu mínútur voru til leiksloka í
21:21 en lengra komust þeir ekki og
Framarar sigu hægt og rólega fram
úr á lokamínútunum.
Lárus Helgi Ólafsson átti stórleik
í marki Framara, varði 15 skot, og
var með 40% markvörslu.
Blær Hinriksson var markahæst-
ur í liði Aftureldingar með sjö mörk
og Guðmundur Árni Ólafsson skor-
aði sex.
Fram er með 14 stig í sjötta sæti
en Afturelding í fimmta með 15 stig.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vörn Þorgrímur Smári Ólafsson (t.h.) sækir að Einari Inga Hrafnssyni (t.v.).
Annar sigur Fram í röð
Velgengni Chelsea undir stjórn
Thomasar Tuchels heldur áfram og
í gærkvöld vann Lundúnaliðið afar
mikilvægan útisigur gegn Liver-
pool á Anfield, 1:0.
Chelsea er þar með komið upp í
fjórða sæti ensku úrvalsdeildar-
innar í knattspyrnu, er taplaust eft-
ir að Þjóðverjinn tók við liðinu og
hefur fengið 20 stig af 24 mögu-
legum í deildinni.
Mason Mount skoraði sigur-
markið undir lok fyrri hálfleiks
með fallegu skoti og þótt Liverpool
væri mun meira með boltann ógn-
aði liðið marki Chelsea sárasjaldan.
Meistararnir hittu einu sinni á
mark allan tímann og sitja nú eftir í
sjöunda sæti deildarinnar, fjórum
stigum frá Meistaradeildarsæti.
Gylfi lagði upp sigurmarkið
Everton er hinsvegar komið í
fimmta sætið eftir torsóttan úti-
sigur á WBA, 1:0. Gylfi Þór Sig-
urðsson kom inn á sem varamaður
á 64. mínútu og eftir aðeins 43 sek-
úndur lagði hann upp sigurmarkið.
Sendi boltann beint á kollinn á
Richarlison sem skallaði hann í
mark West Bromwich.
Annar leikurinn í röð þar sem
Gylfi leggur upp sigurmark Ever-
ton fyrir Richarlison og þriðji sigur
liðsins í röð. Everton er komið í
baráttuna um Meistaradeildarsæti
af fullri alvöru og á stórleik fyrir
höndum gegn Chelsea á Stamford
Bridge næsta mánudagskvöld.
Tottenham vann Fulham á úti-
velli í leik Lundúnaliðanna, 1:0, á
sjálfsmarki og er nú aðeins stigi á
eftir Liverpool í áttunda sæti deild-
arinnar. vs@mbl.is
Sigurgangan hélt
áfram á Anfield
AFP
Anfield Mason Mount fagnar sig-
urmarkinu gegn Liverpool.