Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
LKINUGEFÐU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hætta er á fleiri jökulhlaupum úr
lóni sem myndast hefur undir Hafra-
felli við vesturjaðar Langjökuls,
jafnvel stærri en þar varð og flæddi
yfir bakka Hvítár í Borgarfirði síð-
astliðið sumar. Veðurstofan leggur
til að lónið verði vaktað svo hægt
verði að vara tímanlega við jökul-
hlaupum.
Í skýrslu sérfræðinga Veðurstof-
unnar um jökulhlaupið í Hvítá um
miðjan ágúst á síðasta ári kemur
fram að hámarksrennsli var 260
rúmmetrar á sekúndu við Kljáfoss
sem er margfalt grunnrennsli árinn-
ar. Verulegt hlaupset barst fram,
eitthvað drapst af fiski og gróður-
þekja rofnaði.
Búast má við að setið sem hlaupið
bar fram sl. sumar verði áfram upp-
spretta rykmisturs og móðu á svæð-
inu.
Hætta metin í sumarhúsabyggð
Fram kemur í skýrslunni að ekki
mátti miklu muna að hætta skapað-
ist við Kaldadalsveg og norðarlega í
Húsafellsskógi. Miðað við hlaupið á
síðasta ári virðist skýrsluhöfundum
frekar vera hætta á eignatjóni en
slysum á fólki. Rétt sé þó að upplýsa
fólk á svæðinu um hættu á áfram-
haldandi jökulhlaupum úr lóninu og
að næsta hlaup gæti orðið stærra.
Talið er æskilegt að gert verði
hættumat fyrir sumarhúsabyggðina.
Lagt er til að fylgst verði með fyll-
ingu lónsins á komandi sumri með
fjarkönnunargögnum úr gervitungl-
um og vettvangsferðum svo unnt sé
að láta viðkomandi stjórnvöld vita.
Tveggja tíma fyrirvari
Bent er á þann möguleika að setja
upp vatnshæðarmæli við gljúfur
Svartár eða við lónið sjálft. Þegar
lónið er að fyllast mætti koma fyrir
vatnshæðarskynjara til að tryggja
að sjálfvirk viðvörun berist niður í
byggð. Í því tilviki væri ólíklegt að
fyrirvarinn í Húsafelli yrði skemmri
en tvær klukkustundir.
Einnig er bent á þann möguleika
að setja upp vefmyndavél í nánd við
lónið til að fylgjast með vatnssöfnun
og tæmingu.
Lónið við Langjökul verði vaktað
Veðurstofan telur hættu á stærra jök-
ulhlaupi úr lóni yfir í Hvítá í Borgarfirði
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Borgarfjörður Hvítá er mesta vatnsfall héraðsins. Byrjar smátt en eykst að
vatni og umfangi eftir því sem fleiri þverár falla til þess.
Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmda-
stjóri Krafts, óttast að aðrar konur
lendi í því sama og hún þegar hún var
ekki boðuð í endurkomu á tilætluðum
tíma í febrúar eftir að hún greindist
með vægar frumubreytingar í reglu-
legri leghálsskimun hjá Krabba-
meinsfélagi Íslands.
Eftir að hún fór í skimunina í ágúst
sl. var hún látin vita í svarbréfi frá fé-
laginu að hún ætti að koma í endur-
komu eftir sex mánuði til að fylgjast
með stöðunni og að hún myndi fá
áminningu um að bóka tíma. Áminn-
ingin kom aftur á móti ekki frá sam-
hæfingarstöð krabbameinsskimana
eins og hún átti að gera.
Hulda hafði samband við ráðgjafa á
heilsuvera.is í rafrænu spjalli. Hann
hafði enginn svör við því hvers vegna
hún hefði ekki verið boðuð í endur-
komu og benti henni á að hafa sam-
band við heilsu-
gæsluna sína til að
bóka tíma.
„Það er ekkert
mál fyrir mig að
bóka tíma en ég hef
áhyggjur af því í
hvaða farvegi þess-
ar endurkomur
eru. Ef ég er að
falla á milli í kerf-
inu hljóta að vera aðrar konur sem eru
ekki heldur kallaðar inn,“ segir Hulda
við Morgunblaðið.
Hún bætir við að til þess að árangur
geti náðst með skimun þurfi fyrir-
komulag við endurkomur að vera í
lagi. Þær þurfi að vera með reglu-
bundnum hætti, sérstaklega þegar
um er að ræða konur sem hafa greinst
með frumubreytingar.
Mikil umræða hefur verið undan-
farið um að krabbameinsskimanir
hafi verið færðar frá Krabbameins-
félaginu yfir til heilsugæslunnar og
Landspítalans. „Þetta hefur ekki
gengið áfallalaust fyrir sig, ég held við
getum öll verið sammála um það.
Þetta er lýðheilsumál sem varðar
okkur öll og við þurfum að hafa í lagi.“
Óþægilegt
Á facebook-síðu sinni spurði hún út
í þessi mál. Þar sögðu konur sem
höfðu farið í keiluskurð, sem ráðist er
í til að fjarlægja frumubreytingar í
leghálsi, að þeim hefði verið tjáð að
þær þyrftu ekki að koma aftur fyrr en
eftir fimm ár, þrátt fyrir að vera í
áhættuhópi. „Þeim finnst það óþægi-
legt og þær treysta ekki á þetta,“ seg-
ir Hulda og telur að styttri tími en
fimm ár eigi að líða þarna á milli.
freyr@mbl.is
Óttast að aðrar konur
lendi í því sama
Ekki enn verið boðuð í endurkomu vegna leghálsskimunar
Hulda
Hjálmarsdóttir
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Talið er að íslensk fyrirtæki, lífeyr-
issjóðir og einstaklingar eigi nú lið-
lega 10% hlut í Arctic Fish Holding,
norsku eignarhaldsfélagi fiskeldis-
fyrirtækisins Arctic Fish á Vest-
fjörðum. Nokkuð lífleg viðskipti hafa
verið með hlutabréf í félaginu eftir
að þau voru skráð á hlutabréfamark-
að í Noregi. Hlutabréfin ganga nú
kaupum og sölum á tæplega 7%
lægra verði en gilti í útboðinu.
Arctic Fish Holding var skráð á
Euronext Growth-hlutabréfamark-
aðinn í kauphöllinni í Osló í síðasta
mánuði í kjölfar útboðs á nýju
hlutafé. Verulegur áhugi reyndist á
þátttöku og gengu íslensk, norsk og
alþjóðleg fyrirtæki inn í hlut-
hafahópinn, ásamt fjölda starfs-
manna.
NRS með meirihluta
Fyrirtækið hefur nú birt á heima-
síðu sinni hluthafalista sem miðaður
er við 26. febrúar, eftir að útboðinu
lauk. Stærsti hluthafinn, Norway
Royal Salmon, á nú 51,28% hlut en
átti 50% fyrir útboðið. Hins vegar
seldi annar stærsti hluthafinn, Bre-
mesco Ltd., töluvert af sínum hlut
og á nú 26,2% hlutafjár í stað 47,5%.
Stofnendur Arctic Fish, Sigurður
Pétursson og Guðmundur Stef-
ánsson og konur þeirra, juku hlut
sinn úr 2,5 í 4,3%, og eru þriðji
stærsti hluthafinn í nafni Novo ehf.,
þrátt fyrir innkomu margra nýrra
hluthafa.
Ekki er hægt að sjá hlut íslenskra
fjárfesta við skoðun á hluthafalista
þar sem hlutabréfin eru á vörslu-
reikningum hjá erlendum verðbréfa-
fyrirtækjum, væntanlega flest hjá J.
P. Morgan í Lúxemborg. Það fyrir-
tæki er með í vörslu rúmlega 10%
hlut, þar á meðal Novo. Það svarar
til þeirra rúmlega 10% sem fyrir-
tækið hefur gefið upp að væri hlutur
íslenskra fjárfesta. Fram kom á sín-
um tíma að Birta lífeyrissjóður, Líf-
eyrissjóður Vestmannaeyja og
tryggingafélagið Vörður væru meðal
nýrra hluthafa. Hlutur þeirra sést
ekki á hluthafalistanum, af fyrr-
greindum ástæðum.
Verð hlutabréfanna í útboðinu var
61,20 norskar krónur á hlut. Verðið
reyndist lægra í viðskiptum í kaup-
höllinni. Við lokun markaða í gær
var verðið 57 krónur og er því tæp-
lega 7% lægra en það var í útboðinu.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Patreksfjörður Nýtt hlutafé verður notað til að byggja upp starfsemi Arc-
tic Fish í öllum greinum, frá seiðaeldi til fullvinnslu.
Íslendingar eiga
10% í Arctic Fish
Verð hlutabréfa lægra en í útboði
Heilbrigðisstofnun Suðurlands
(HSU) mun taka við rekstri hjúkr-
unarheimilisins Hraunbúða í Vest-
mannaeyjum 1. apríl næstkomandi.
Sem kunnugt er sagði Vestmanna-
eyjabær upp rekstrarsamningi við
Sjúkratryggingar Íslands um rekst-
urinn 26. júní 2020.
Forstjóri HSU telur að rekstur
Hraunbúða muni falla vel að rekstri
stofnunarinnar. Á Hraunbúðum eru
hjúkrunarrými fyrir 31 íbúa en
HSU rekur fyrir hjúkrunarrými
fyrir níu íbúa í Vestmannaeyjum og
42 hjúkrunarrými á Selfossi.
Sjúkratryggingar auglýstu eftir
aðilum sem hefðu áhuga á að taka
við rekstri Hraunbúða. Engin við-
brögð bárust, að sögn heilbrigðis-
ráðuneytisins. gudni@mbl.is
HSU tekur við rekstri Hraunbúða í Eyjum