Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 16

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 Í nýrri aðgerðaáætl- un í loftslagsmálum Reykjavíkurborgar má finna fjölmargar að- gerðir sem allar eiga að skila okkur mann- og náttúruvænni kolefn- ishlutlausri borg árið 2040. Ein þeirra varðar fækkun bílastæða í borgarlandinu enda kemur mesta losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík frá vegasamgöngum, sama hvernig á það er litið. Í leiðara Morgunblaðsins í gær er gert lítið úr þeirri staðreynd enda má engu breyta í bílaborginni við Sundin nema þá helst að fjölga ak- reinum og mislægum gatnamótum og er fullyrt að borgarbúar hafi þegar valið sér sinn helsta fararskjóta, einkabílinn. Vill leiðarahöfundur meina að þessi loftslagsaðgerð sé of- ríki valdhafa og á kostnað annarra. Málinu er stillt upp eins og verið sé að taka eitthvað af borgarbúum en ekki færa þeim raunverulegt frelsi og lífs- gæði. Þessi nálgun er alröng hjá leið- arahöfundi. Við borgarbúar viljum aukið ferðafrelsi og er einkabíllinn vissulega hluti af því mengi. Hins vegar þarf að vinda ofan af ákvörð- unum fortíðar sem leiddu til þess að borgarbúar hafa margir hverjir ein- ungis haft val um einn fararskjóta sem er einkabíllinn. Þetta dæmi gengur auðvitað ekki upp til lengdar og í ljósi loftslagsbreyt- inga af mannavöldum verður ekki unað við óbreytt ástand eða stöð- uga fjölgun plássfrekra og mengandi bíla. Sem betur fer eru flokkar við stjórnvölinn í Reykjavík sem hafa áttað sig á þessu og vilja styðja fjölskyldur og íbúa borgarinnar í að hafa val og geta valið sér ferðamáta. Það er gert með því að taka góðar skipulagslegar ákvarðanir, þétta byggðina án þess að ganga á verð- mæt náttúrusvæði og byggja upp vistvænar samgönguæðar þar sem fjölbreyttur ferðamáti er í fyrirrúmi en ekki bara einkabíllinn. Og þetta er ekki bara þróunin hér í höfuðborginni. Borgarbúar um allan heim eru að breyta ferðavenjum sín- um. Borgir allt í kringum okkur hafa náð eftirtektarverðum árangri með auknu frelsi í samgöngum og fjölgun valkosta og uppbyggingu innviða fyr- ir annan ferðamáta en einkabílinn. Ferðavenjukannanir sýna okkur að Reykjavík stefnir hraðbyri í þessa átt og ætlar ekki að verða eftirbátur ann- arra stórborga. Gríðarleg fjölgun hjólreiðafólks er til marks um það og fólk gengur oftar til og frá vinnu, tek- ur oftar strætó og þeim fækkar hlut- fallslega sem nota einvörðungu einkabílinn til að komast allra sinna ferða. Umferðarvandi Reykjavíkur verð- ur ekki leystur með því að fjölga ak- reinum heldur þvert á móti eykst vandinn. Þetta hefur verið margsann- að. Aukin uppbygging og fólksfjölgun í borginni kallar á að við nýtum land- svæðið okkar sem best og endur- heimtum mikið almannarými í borg- arlandinu sem hefur farið undir bílastæði sem standa mestmegnis auð hálfan sólarhringinn. Að fækka bílastæðum um 2% á ári er loftslags- mál. Þetta eru rúmlega 600 stæði á ári af rúmlega þrjátíu þúsund stæð- um. Borgaryfirvöld eru þegar byrjuð að fækka stæðum án þess að styr hafi orðið um það. Þvert á móti hefur ánægja íbúa aukist við þessar breyt- ingar. Samhliða þessari fækkun verð- ur borgarlandið endurhannað þannig að auðveldara verður um vik að kom- ast leiða sinna án einkabílsins og hafa þannig val. Fækkun bílastæða í borg- inni er því ekki knúin áfram af hatri á einkabílnum heldur er hún knúin áfram af ást til ferðafrelsisins, náttúr- unnar og hagsmuna allra borgarbúa og er því ekki á kostnað annarra. „Á kostnað annarra“ Eftir Líf Magneudóttur »Umferðarvandi Reykjavíkur verður ekki leystur með því að fjölga akreinum heldur þvert á móti eykst vand- inn. Þetta hefur verið margsannað. Líf Magneudóttir Höfundur er oddviti Vinstri- grænna í Reykjavík. lifmagn@reykjavik.is ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Ég þakka Ingileif Jónsdóttur fyrir auð- sýndan áhuga á skrifum mínum fyrr í vikunni, en í grein hennar sem ber yfirskriftina „óskhyggja og niðurstöður vísinda- rannsókna“ eru því mið- ur rangfærslur sem mikilvægt er að leið- rétta. Tíðni sýkinga á heimsvísu Ingileif segir að fækkun Covid-19- sýkinga sé því að þakka að bóluefnin hafi verið gefin eins og formlega er ráðlagt. Það er rangt. Smitum í Bret- landi þar sem bólusetningar eru ekki með hefðbundnu sniði hefur t.a.m. fækkað um 80%. Tilfellum Covid-19 á heimsvísu hefur líka fækkað um helm- ing á sl. vikum og er þar ekki bólu- setningum að þakka nema að litlu leyti. Fjöldi tilfella í Bandaríkjunum náði t.d. hámarki 8. janúar en smitum fækkaði svo um nær 75% á fimm vik- um og hefur nú staðið í stað í tvær vik- ur. Þessi fækkun getur því ekki verið vegna bólusetninga nema að litlu leyti þar sem vernd bóluefna kemur ekki fram fyrr en 14-21 degi eftir gjöf fyrri skammts og ekki var búið að bólusetja nema 3% Bandaríkjamanna 8. janúar. Óskhyggja og vísindi Ingileif segir að hún byggi á vís- indum en ég á óskhyggju. Það er ekki rétt. Það eru einmitt niðurstöður ný- legra vísindarannsókna sem valda því að ég kem fram með þessar hug- myndir. Þessar vísindarannsóknir eru byggðar á raunverulegum niður- stöðum frá fjölda einstaklinga og hafa því mikið gildi. Ingileif segir að „engar vísindalegar niðurstöður“ séu til sem styðja minn málstað. Það er ekki rétt. Nýleg vísindagrein frá Bretlandi, byggð á 7,5 milljónum einstaklinga 70 ára og eldri, sýnir að bæði Astra- Zeneca- og Pfizer-bóluefnin gefa mjög góða vernd eftir fyrri skammt bólu- efnis sem nær hámarki eftir þrjár vik- ur og helst stöðug eftir það. Það er al- þekkt að vísindamenn túlki niðurstöður rannsókna á mismunandi hátt og er það mjög eðlilegt þegar ekki eru öll kurl komin til grafar. Þar kemur m.a. inn í misjöfn áhættufælni fólks. Gott dæmi um áhættufælni er að hægt væri að bjarga fjölda mannslífa á Íslandi með því að lækka lágmarkshraða ökutækja niður í 5 km/ klst. Sú áhættufælni er hins vegar of kostn- aðarsöm fyrir sam- félagið í heild. Að skapa hámarksöryggi á einum áhættuþætti er þannig ekki alltaf góð leið í heildrænu samhengi. Djörf ákvörðun? Ingileif segir að sú ákvörðun Breta að láta þrjá mánuði líða milli skammta hafi ekki verið „sérstaklega djörf“. Það er ekki rétt. Bretar létu þrjá mán- uði líða milli skammta Pfizer- bóluefnis, þvert á ráðleggingar fram- leiðanda. Það var djörf ákvörðun og umdeilanleg. Ég var persónulega ekki sammála þeirri ákvörðun í fyrstu en mér hefur nú snúist hugur vegna þeirra vísindarannsókna sem komið hafa fram nýlega. Hins vegar er rétt að rannsóknir sýndu að það gæfi betri vernd að bíða í þrjá mánuði á milli skammta af AstraZeneca-bóluefninu. Þetta bendir einmitt til þess að það að bíða lengur milli skammta sé ef til vill betra almennt, en ekki eru til samanburðarrannsóknir um það varð- andi mRNA-bóluefnin. Rannsóknin sem bent var á að framan bendir þó til þess að fyrri skammtur bóluefna gefi góða vernd fram að seinni skammti þótt bilið á milli skammta sé lengt. Hver er vernd eftir fyrsta skammt? Ingileif segir að mikil vernd eftir fyrsta skammt bóluefnis sé að ein- hverju leyti að þakka seinni skammti en þetta er ekki rétt. Nýleg rannsókn byggð á gögnum frá Ísrael sýnir að sýkingum fjölgaði mjög á fyrstu átta dögum eftir fyrri bólusetningu (v. breyttrar hegðunar, mögulega) en fer svo hratt fækkandi og eftir 21 dag er hámarksvernd náð, eða um 90%. Þetta er áður en seinni skammtur er gefinn. Hún segir jafnframt að ekki séu til gögn sem styðja að láta meira en 3-4 vikur líða á milli skammta. Þetta er ekki rétt, þar sem gögn frá 7,5 milljónum Breta benda einmitt til að fyrri skammtur gefi lengri vernd en 3-4 vikur. Niðurstöður þessarar rann- sóknar hafa svo valdið því að Frakkar hafa nú ákveðið að gefa eldri en 65 ára AstraZeneca-bóluefnið, enda er mikilvægt að geta breytt um stefnu samkvæmt nýjustu vísindaupplýs- ingum. Hver er langvarandi vernd? Ingileif segir að engar niðurstöður séu til um vernd af einum skammti til langs tíma. Það á líka við um lang- varandi vernd eftir tvo skammta. Ég er ekki að tala fyrir því að við gefum bara einn skammt, heldur eingöngu að lengja bilið milli skammta. Niður- stöður rannsókna á langtímavernd liggja fyrir eftir tvö ár og við getum ekki beðið eftir þeim niðurstöðum til að taka ákvarðanir í miðjum faraldri. Hvenær á að opna landið? Ég hef ekki talað fyrir því að opna landið strax. Það þarf að klára bólusetningu áhættuhópa fyrst. Ná- kvæm tímasetning fer svo eftir af- hendingartíma bóluefna. Það er þó líklegt að hægt væri að opna með vor- inu í stað þess að opna seinni part sumars eins og nú lítur út fyrir. Sú breyting á tímasetningu opnunar skiptir miklu máli og ef litið er heild- rænt á myndina þá er sú leið sem ég tala fyrir sennilega betri kostur. Ég skil þó vel sjónarmið Ingileifar og fleiri varðandi þetta efni. Hún vill lágmarka áhættu af völdum Covid-19 og fylgja niðurstöðum upprunalegra rannsókna. Að mínu mati gefa hins vegar nýjar vísindarannsóknir tilefni til að endurskoða þessa afstöðu með heildarhagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Óskhyggja eða vísindi? Eftir Jón Ívar Einarsson »Nýjar vísindaniður- stöður kalla á endur- skoðun á framkvæmd bólusetninga við Co- vid-19 með heildarhags- muni þjóðarinnar að leiðarljósi Jón Ívar Einarsson Höfundur er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. jeinarsson@bwh.harvard.edu VINNINGASKRÁ 1094 12435 22931 33830 44823 54957 63836 72444 1962 12767 23013 33894 45080 55435 63998 72518 2985 12895 23074 34373 45724 55523 64144 72834 3010 13702 23314 34602 46111 55661 64170 73007 3086 13952 23317 34629 46800 55748 64401 73036 3990 14020 23495 34951 47026 56218 64912 73723 4170 14256 23616 35143 47309 57047 65100 73853 4616 14521 23646 35252 47493 57602 65148 74010 4882 14542 24067 35398 48183 57762 65319 74113 5154 14968 24529 35622 48220 57795 65400 74133 5451 15083 25206 36506 48321 57821 66080 74863 5500 15102 25668 37043 48427 58079 66109 74887 5607 15555 26772 37061 48593 58223 66265 75090 5959 16259 27129 37696 48664 58573 66314 75103 6183 16275 27235 38268 49140 58602 66328 75527 6497 16530 27309 38294 49440 59221 66396 76222 6620 16636 27328 38506 49465 59589 66517 76289 6924 16930 27450 38686 49471 59790 66800 76658 7011 17105 27547 39000 49713 59824 66815 76825 7131 17678 27746 39025 49771 59846 67022 77114 7747 17694 27971 39150 50525 60462 67072 77257 8377 17756 28566 39201 50638 60756 67878 77472 8428 17759 28988 39266 50737 60799 68398 77535 8540 17866 29773 39451 50840 61007 68478 78159 8691 18288 29888 39677 50889 61252 69076 78331 8692 18677 30203 40025 51292 61392 69109 78468 8723 18703 30373 40082 51511 61401 69724 78482 8984 19227 30401 40100 51537 61436 70377 78750 10642 19467 31425 40403 52148 61828 70434 78930 10861 19480 31606 40671 52237 61856 70488 79450 10991 19718 31973 41577 52534 62335 70663 79979 11275 20122 32370 41770 52627 62453 71444 11405 20127 32832 43349 52680 62505 71548 11881 20128 33006 43546 53275 62537 71613 12157 20776 33087 44185 53847 63407 71615 12159 21331 33529 44542 54368 63436 71955 12268 22009 33752 44816 54892 63479 72394 527 13295 23871 35560 45413 55135 63311 73632 849 13932 23924 35691 45979 55490 63495 74439 1276 15080 24767 35754 46500 56522 65378 75929 1593 15224 24984 35991 46656 56925 65827 76284 4968 15291 25866 36290 46742 56996 66956 77404 5072 16770 26351 36544 48194 57700 67665 77587 5657 19726 27208 39599 51405 58230 68425 77862 6000 20484 27467 39870 51528 59536 68955 77987 8701 20652 27588 40227 51570 60826 70866 79054 9699 21716 31096 41731 52062 61103 71971 10139 22798 31832 43055 53631 62360 72853 10794 22902 32494 44724 53748 62401 72868 12131 23733 33072 45373 54035 63229 73516 Næstu útdrættir fara fram 11., 18., 25. & 31. mars 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 2241 8396 22876 65563 72799 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 67 7601 21159 38644 55255 69706 1160 8025 22088 42690 56659 73421 1534 8395 23428 45803 59016 74653 1816 9160 28624 51519 63463 78402 Aðalv inningur Kr. 4.000.000 Kr. 8.000.000 (tvöfaldur) 1 2 6 1 8 44. útdráttur 4. mars 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.