Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
sýnd með íslensKu, ensKu og pólsKu talı
Tónlistarmaðurinn Auður gaf út
breiðskífuna Afsakanir í nóvember
árið 2018 og hlaut hún mikið lof og
jók verulega vinsældir tónlistar-
mannsins. Var það önnur breiðskífa
hans og textarnir mjög svo einlægir
og persónulegir og gáfu sýn í hug-
arheim Auðar. Auður vildi fá að
deila þessu listaverki með aðdáend-
um sínum á öðru formi og ákvað því
að gefa út Afsakanir nótnabók með
útsetningum á lögum plötunnar
fyrir ýmis hljóðfæri og söngrödd.
Útsetningarnar og nótnaskrifin eru
eftir tónlistarmanninn Hafstein
Þráinsson, Ceasetone, og er bókin
gefin út í takmörkuðu upplagi, 100
árituðum og númeruðum eintökum.
Í bókinni er einnig formáli eftir
Auði og upplýsingar um alla sem
komu að gerð plötunnar.
Morgunblaðið/Eggert
Vinsæll Auður á tónleikum árið 2019.
Gefur út nótnabók
Myndlistarmað-
urinn Joris
Rademaker opn-
ar myndlistar-
sýninguna Leiðir
í Menningar-
húsinu Hofi á
morgun, laugar-
dag, kl. 14. Joris segir setninguna
„lost in space“ hafa fylgt honum í
listsköpuninni, að því er fram
kemur í tilkynningu. „Flest mín
verk fjalla um rými, orku og tím-
ann, sem við notum til að finna
leiðir til að upplifa einhvern til-
gang. Náttúran er minn helsti inn-
blástur og abstrakt myndlist er
aðferðin til að gera orkuna og
hreyfingu í náttúrunni sýnilega,“
er haft eftir listamanninum og að
verkunum í Hofi megi skipta í tvo
hópa. „Hvítu akrýlmálverkin eru
eldri, en helmingur þeirra eru ný-
lega kláruð og í þeim fær mynd-
uppbyggingin mesta athygli.
Svörtu gvass myndirnar eru nýjar
og fjalla um birtu úr myrkrinu,
þar sem hringlaga form dúkkar
upp,“ segir Joris.
Leiðir Joris í Hofi
Verk eftir Joris
Stúlkan sem stöðvaði heiminn,í leikstjórn Helgu Arnalds,er þriðja sýningin sem leik-hópurinn 10 fingur setur
upp á tæpum áratug þar sem unnið
er markvisst á mörkum leikhúss og
myndlistar. Í sýningunni Skrímslið
litla systir mín, sem frumsýnd var í
Norræna húsinu 2012 í leikstjórn
Charlotte Bøving, framdi Helga
Arnalds nokkurs konar myndlistar-
gjörning með pappír í miðlun sinni á
upplifun stráks af því að eignast litla
systur. Í sýningunni Lífið – stór-
skemmtilegt drullumall, sem frum-
sýnd var í Tjarnarbíói 2014 einnig í
leikstjórn Charlotte, var unnið á
skapandi hátt með mold til að segja
söguna af sköpun heimsins.
Efniviðurinn sem notaður er í
Stúlkunni sem stöðvaði heiminn er
plast í ýmsum myndum. Plastið vek-
ur óneitanlega hugrenningatengsl
við aðkallandi samtímavanda því ef
fram heldur sem horfir eru ekki
nema um 30 ár þar til meira plast
verður í sjónum en fiskar. Plast er
unnið úr jarðefnaeldsneyti sem er
helsta orsök hlýnunar jarðar sem er
stærsta umhverfisváin sem við
stöndum frammi fyrir í samtímanum.
Þótt plastið sé alltumlykjandi í
sýningunni fjallar Stúlkan sem
stöðvaði heiminn ekki beinlínis um
umhverfismál eða umhverfiskvíða.
Plastið er fyrst og fremst notað til að
tákna tilfinningar stúlkunnar, en hún
glímir við áhyggjur og kvíða í tengsl-
um við flutning fjölskyldunnar sem
þýðir að hún þarf þar með að skipta
um skóla og vini. Breytingarnar
tákngerast meðal annars í því að for-
eldrar hennar heimta að hún hendi
heimi sem hún hefur föndrað sér úr
margvíslegu plastrusli. Hún þarf því
bókstaflega að kveðja gamla lífið sitt.
Sýningin er búin til í samsköpun
leikhópsins þar sem unnið er með
spuna út frá efniviðnum. Leikararnir
Benedikt Karl Gröndal, Kjartan
Darri Kristjánsson og Sólveig Guð-
mundsdóttir bregða sér í ýmis hlut-
verk í ólíkum heimum, því áhorfend-
ur fá til skiptis að fylgjast með því
sem er að gerast innra með stúlkunni
og því sem gerist fyrir utan þar sem
hún á í samskiptum við foreldra og
skólafélaga. Innan í líkama stúlk-
unnar sjáum við hvítklædda starfs-
menn í anda frönsku teiknimynda-
þáttanna Einu sinni var … Líf í nýju
ljósi úr smiðju Alberts Barillés sem
kanna líkamlegt og andlegt ástand
hennar og þurfa að taka á honum
stóra sínum þegar kemur að því að
vinna með myndrænum hætti úr nei-
kvæðum tilfinningum stúlkunnar.
Þessi hluti sýningarinnar er afar vel
heppnaður og býður upp á húmor-
íska nálgun sem leikararnir nýta sér
í þaula.
Í raunheimum fer Sólveig með
hlutverk stúlkunnar en Benedikt og
Kjartan bregða sér í gervi foreldr-
anna sem mega aldrei vera að því að
hlusta á líðan og vilja dóttur sinnar.
Sú leið að leyfa áhorfendum yfirleitt
að heyra aðeins svör annars aðilans í
samtölum nýtist vel til að miðla sam-
skiptarofi persóna. Vel virkaði einnig
að láta hangandi plastpoka túlka
samnemendur stúlkunnar í nýja
skólanum.
Styrkur sýningarinnar liggur í
sjónrænt sterkri nálgun sem er úr
smiðju Helgu Arnalds og Evu
Signýjar Berger, sem jafnframt
hannar búningana sem eru vel
heppnaðir. Við þetta bætist góð lýs-
ing Fjölnis Gíslasonar og áhrifarík
hljóð- og tónlistarumgjörð Valgeirs
Sigurðssonar. Vert er einnig að
minnast sviðshreyfinganna úr smiðju
Katrínar Gunnarsdóttur sem þjón-
uðu senum vel í fagurfræði sinni.
Framvindan ber þess hins vegar
nokkur merki að vera unnin í spuna
þar sem fókusinn verður ekki alltaf
nógu skýr og erfiðlega gengur að
bræða saman með árangursríkum
hætti raunvísindalega nálgunina
innra með stúlkunni og töfrana sem
hún beitir á raunheiminn þegar hún
virðist geta stjórnað náttúruöfl-
unum. Inn í jöfnuna er síðan hent
smáskammti af gelgju, sem bætir
litlu við enda vandséð að skrifa megi
vanlíðan stúlkunnar á aldur hennar
eða hvar hún er stödd í æviþrosk-
anum.
Stúlkan sem stöðvaði heiminn fær
áhorfendur vafalítið til að velta fyrir
sér ruslinu sem við hendum, plast-
mengun heimsins og mögulega einn-
ig vánni sem felst í hlýnun jarðar.
Síðast en ekki síst fær sýningin okk-
ur til að velta fyrir okkur mikilvægi
góðra samskipta og gildi þess að
hlusta hvert á annað. Stúlkunni í sýn-
ingunni lærist að hefnd er ekki besta
leiðin til að miðla vanlíðan sinni til
annarra. Heimurinn þarf ekki að far-
ast þótt aðrir skilji ekki hversu ein-
stök við erum. Því öll erum við ein-
stök í kraftaverki náttúrunnar sem
hættir aldrei að koma okkur á óvart.
Vera í rusli
Ljósmynd/Leifur Wilberg
Sjónrænt sterk „Styrkur sýningarinnar liggur í sjónrænt sterkri nálgun sem er úr smiðju Helgu Arnalds og Evu
Signýjar Berger,“ segir í rýni um leiksýninguna Stúlkan sem stöðvaði heiminn sem leikhópurinn 10 fingur sýnir.
Borgarleikhúsið
Stúlkan sem stöðvaði heiminn
bbbmn
Eftir leikhópinn. Leikstjórn: Helga
Arnalds. Leikmynd og myndheimur: Eva
Signý Berger og Helga Arnalds. Bún-
ingar: Eva Signý Berger. Tónlist og
hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson. Sviðs-
hreyfingar: Katrín Gunnarsdóttir. Lýs-
ing: Fjölnir Gíslason. Leikarar: Benedikt
Karl Gröndal, Kjartan Darri Kristjánsson
og Sólveig Guðmundsdóttir. Leikhóp-
urinn 10 fingur frumsýndi á Litla sviði
Borgarleikhússins 20. febrúar 2021.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST