Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 28

Morgunblaðið - 05.03.2021, Side 28
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Fjölskyldusöngleikurinn Benedikt búálfur verður frumsýndur á morgun, laugardag, í Samkomu- húsinu á Akureyri, uppfærsla Leikfélags Ak- ureyrar í sam- vinnu við Sinfóníu- hljómsveit Norð- urlands á hinu vinsæla verki Ólafs Gunnars Guðlaugssonar sem Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son samdi tón- listina við. Verk- ið var fyrst sýnt árið 2002 og lék Björgvin Franz Gíslason þá Bene- dikt en nú er það Árni Beinteinn Árnason sem leikur álfinn en Björgvin er í öðru hlutverki í sýn- ingunni. Segir í söngleiknum af vinunum Benedikt búálfi og Dídí manna- barni og ferðalagi þeirra um Álf- heima. Tóta tannálfi hefur verið rænt og Álfheimar allir eru í hættu. Benedikt og Dídí snúa bök- um saman, reyna hvað þau geta að bjarga Álfheimum og lenda í því ævintýri í ýmsum uppákomum og alls konar furðuverum. Auk Árna og Björgvins leika í verkinu Val- gerður Guðnadóttir, Kristinn Óli/ Króli, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og Birna Pétursdóttir en leikstjóri er Vala Fannell. Eldskírn með Lottu Árni er nýlentur þegar blaða- maður hittir hann yfir kaffibolla á Bláu könnunni, hinu ágæta kaffi- húsi á Akureyri, og á leiðinni á æf- ingu. Árni flakkar þessa dagana milli höfuðborgarinnar og Akur- eyrar en hann fer einnig með hlut- verk í annarri sýningu fyrir norð- an, gamanverkinu Fullorðin sem nú er sýnt í Hofi og hefur hlotið góðar viðtökur. Það er nóg að gera hjá Árna en leiklistarbakteríuna fékk hann á barnsaldri þegar hann lék í sýn- ingum í Borgar- og Þjóðleikhúsinu, auk þess að leika í sjónvarpsþátt- um, útvarpsleikritum, kvikmynd- um og koma auk þess fram í sjón- varpi. „Þá kviknaði áhuginn á kvikmyndagerð og ég prófaði að gera stuttmyndir,“ segir Árni sem útskrifaðist úr leiklistarnámi vorið 2018 og gekk þá til liðs við leikhóp- inn Lottu og lék með hópnum í heilt ár, undir berum himni að sumri og innanhúss að vetri til. „Þau eru svo metnaðarfull með risastóran markhóp og það var al- veg geggjuð reynsla,“ segir Árni um tíma sinn með leikhópnum. Sýningar hafi verið nær daglega og keyrslan því mikil. Rokk og berklar Fyrsta verkefni Árna fyrir norð- an var rokksöngleikurinn Vorið vaknar sem þurfti að hætta sýn- ingum á fyrr en til stóð út af Cov- id-19-faraldrinum. Þá lék hann einnig í Tæringu fyrr í vetur, verki sem var sett upp í Hælinu, setri um sögu berklanna á Kristnesi í Eyjafjarðarsveit. Var það innblásið af sögu berklasjúklinga sem þar dvöldu á síðustu öld. Og nú er það sýning fyrir alla fjölskylduna svo Árni er kominn aftur í gírinn að ná til yngstu áhorfendanna. „Ég hef verið að safna skeggi síðustu daga því nú má ég ekki vera með skegg í marga mánuði,“ segir hann kíminn um hlutverk bú- álfsins sem sendur er til mann- heima að ná í unga stúlku, Dídí. „Þegar tannálfurinn er horfinn fara álfarnir að breytast í dökkálfa og þetta gengur allt út á þennan björgunarleiðangur, að finna tann- álfinn,“ segir Árni til frekari út- skýringar á söguþræðinum. En hvernig persóna er búálf- urinn Benedikt? „Hann er svona sterkur og heilsteyptur karakter sem er ástæðan fyrir því að hann er lykilleikmaður í verkinu. Það eru skrautlegir karakterar allt í kring en hann er kletturinn, ofsa- lega fjörugur, glaður og traustur. Álfakonungshjónin velja hann til að fara í þennan björgunarleið- angur,“ svarar Árni. Engar ýkjur – Nú er oft talað um að börn séu erfiðasti hópurinn að leika fyrir, þau eru ekkert að þykjast hafa gaman af því sem fram fer á svið- inu og láta skoðanir sínar umbúða- laust í ljós. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst vel í mig. Ég hef reynslu í þessari tegund leikhúss og börn verða líka svo einlægt heilluð af einhverju, hrífast með þegar vel tekst til. Það verður von- andi raunin og við berum alveg jafnmikla virðingu fyrir börnum sem áhorfendum og fullorðnu fólki, við göngum ekki út frá því að við séum að gera barnaleikrit, reynum að hafa tilfinningarnar sannar á sviðinu. Við erum ekki að ýkja hlutina, stækka eða afbaka að óþörfu, við erum ekki að tala niður til krakkanna því á endanum koma fjölskyldur saman að sjá þetta og við viljum vera með verk og söng- leik sem allir geta notið.“ – Er einhver boðskapur í verk- inu, einhver lífsspeki? „Já, bæði höfum við grínast með að þetta sé eins og Karíus og Baktus í dulbúningi, að allir eigi að bursta tennurnar en kjarninn í verkinu er að maður þurfi að sigr- ast á eigin ótta til að takast á við lífið. Á endanum snýst þetta svo auðvitað um baráttu góðs og ills, myrkurs og ljóss. Það eru mörg góð þemu sem verkið vísar í, þemu sem maður sér í mörgum öðrum sögum sem blandast inn í þetta,“ segir Árni. Boðskapur sem eigi alltaf við. Björgvin Franz leikur álfakóng- inn að þessu sinni og Árni er spurður að því hvort Björgvin hafi eitthvað verið að skipta sér af túlkun hans á Benedikt. „Nei, ekki nema í gríni,“ segir Árni sposkur og bætir við að það komi sér einkar vel að hafa þennan jákvæða reynslubolta í sýningunni sem beri með sér góða orku. Fiðringur, ekki skrekkur Verkið er söngleikur og því mik- ið dansað og sungið. Lee Proud er danshöfundur sýningarinnar og Árni segist einmitt vera á leiðinni á dansæfingu með Proud. Hann er spurður að því hvort þetta sé ekki mikið álag fyrir heilabúið, að læra dans og söngva ofan á allan text- ann og hreyfingarnar. Nei, æfing- in skapar meistarann, svarar Árni og allt að smella síðustu metr- unum. Aðalmálið sé að læra ekki allt í einu, aðgreina hina ólíku hluta leiks, dans og söngs. En hvað með sviðsskrekk? Er Árni einn þeirra sem kasta upp áð- ur en tjöldin eru dregin frá á frumsýningardegi? Nei, alls ekki, segir hann. „Mér finnst þetta svo gaman og hefur þótt það síðan ég var lítill strákur, að standa á sviði. Það fer auðvitað um mig fiðringur áður en tjaldið er dregið frá en ég hef sem betur fer ekki þurft að eiga við ofsalegt stress,“ segir Árni. Gefandi og fjölbreytt Árni segir starf leikarans um- fram allt gefandi og gaman að vera í ólíkum verkefnum á borð við Tæringu, Fullorðin og Benedikt búálf. Í haust mun hann svo leika í Skugga-Sveini sem Leikfélag Akureyrar setur upp í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkið er eftir þjóðskáldið Matthías Jochumsson og með hlutverk Skugga-Sveins fer Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Marta Nordal leikstýrir. Árni mun fara með hlutverk Haraldar. Af öðrum verkefnum Árna má svo nefna talsetningar á barnaefni og upplestur hljóðbóka. „Ég er eiginlega alltaf beðinn að lesa barna- og unglingabækurnar og í talsetningum er ég alltaf að leika stráklinga,“ segir Árni sposkur og bætir við að hann sé þó umfram allt þakklátur fyrir að hafa nóg á sinni könnu. Álfur Árni Beinteinn í gervi Benedikts búálfs á kynningarmynd. Verkið verður frumsýnt á morgun á Akureyri. Sannar tilfinningar  Árni Beinteinn Árnason leikur Benedikt búálf  „Hann er kletturinn, ofsalega fjörugur, glaður og traustur,“ segir Árni um álfinn sem fær það verkefni að finna Tóta tannálf sem hefur verið rænt Á́rni Beinteinn Árnason Fullorðinn Árni Beinteinn sem gamall maður í sýningunni Fullorðin. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2021 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringar ríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.