Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 6
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði
til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. Hlutverk
sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga
og æskulýðssamtaka.
Að þessu sinni verður verður lögð áhersla á að styðja
verkefni sem stuðla að virkni og félagslegri þátttöku.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar er að finna á:
www.rannis.is/sjodir/aesku-ithrotta/aeskulydssjodur/.
Vakin er athygli á að skila þarf inn umsóknum fyrir
kl.15.00 föstudaginn 15. október.
Nánari upplýsingar veitir Andrés Pétursson,
andres.petursson@rannis.is,
sími 699 2522.
Umsóknarfrestur er 15. október 2021
Æskulýðs-
sjóður thorgrimur@frettabladid.isSELTJARNARNES Birkir Kristján Guð-mundsson segir að honum hafi verið
meinað að starfa við kvöldinnlit til
eldri borgara í félagsþjónustu Sel-
tjarnarnesbæjar vegna þess að
hann vill ekki fara í bólusetningu
við Covid-19.
„Ég er búinn að vera að vinna í
tómstundastarfinu í sumar og var
fenginn í félagsþjónustuna vegna
þess að þau vildu ekki missa mig og
sáu hvað ég var góður með fólkinu.
Ég vann í einn dag og átti að fara
að vinna um kvöldið þegar ég fékk
símtal um að það væri ekki hægt
að hafa mig í vinnu,“ segir Birkir.
Hann var ekki búinn að skrifa undir
ráðningar samning.
Birkir Kristján hefur sterkar skoð-
anir á bólusetningum og langar hann
alls ekki að láta bólusetja sig. „Ég hef
rætt mínar skoðanir á kaffistofunni,
eins og á öllum vinnustöðum. Það
eru fleiri sem eru óbólusettir en það
er ekki hægt að reka þá,“ segir hann.
„Það er verið að mismuna mér fyrir
að vilja ekki fara í þessa meðferð.“
Birkir myndi ekki vilja láta bólu-
setja sig til að fá vinnuna. „Ég hef ekki
áhuga á að taka þátt í þessari tilraun.
Mér finnst vera brotið á mannrétt-
indum mínum með þessu.“
Baldur Pálsson, sviðsstjóri fjöl-
skyldusviðs bæjarins, segir að engir
ráðningarsamningar hafi verið
gerðir og engum í heimaþjónustu
hafi verið sagt upp að undanförnu.
„Okkur er ljóst að við getum ekki
skikkað starfsfólk í bólusetningu,
en eins og staðan er í dag stendur
það ekki til af okkar hálfu að senda
óbólusett starfsfólk inn á heimili
fólks,“ segir Baldur. „Þarna er um
viðkvæman hóp að ræða, sem við
höfum lagt áherslu á að vernda.
Mikil áhersla hefur verið lögð á
að bólusetja starfsfólk sem sinnir
þessari þjónustu og var það sett í
forgang á sínum tíma. Við teljum
því að það myndi skjóta skökku
við að setja óbólusetta í þetta hlut-
verk.“ ■
Stendur ekki til að senda óbólusetta
heim til eldra fólks á Seltjarnarnesi
Mér finnst vera brotið
á mannréttindum
mínum með þessu.
Birkir Kristján
Guðmundsson.
Matvælastofnun rannsakar
dýraníð eftir að ábendingar
bárust um mann sem birti
myndband af sér að pynta og
drepa skógarþröst á Insta-
gram.
ingunnlara@frettabladid.is
SAMFÉLAG Íslenskur karlmaður á
fertugsaldri deildi myndbandi af
sér að stinga skógarþröst ítrekað
með hníf á Instagram. Myndband-
ið birtist á „story“ hjá manninum
síðastliðinn laugardag, þann 21.
ágúst, en slík myndbönd hverfa af
miðlinum eftir sólarhring.
Fréttablaðið hefur myndbandið
undir höndum. Konráð Konráðs-
son, héraðsdýralæknir Suðvestur-
umdæmis, staðfestir að Matvæla-
stofnun hafi borist ábending um
málið og er það nú til rannsóknar.
Af myndbandinu að dæma var
maðurinn ekki að reyna að lina
þjáningar fuglsins. Þvert á móti
brosir hann og gantast með athæfið
við fylgjendur sína. Ítrekað hefur
verið reynt að ná í manninn, sem
býr í Mosfellsbæ, en án árangurs.
Athugið að eftirfarandi lýsingar
gætu vakið óhug.
Í byrjun myndbandsins má sjá
skógarþröst hoppa um á stofu-
gólfi. Tveir kettir fylgjast áhuga-
samir með honum en þeir hafa að
líkindum komið með hann inn á
heimili mannsins. Fuglinn virðist
vængbrotinn. Annar kötturinn
slær til fuglsins með loppunni og
hoppar þá fuglinn yfir herbergið.
Maðurinn snýr þá myndavélinni
að sér, sýnir stóran hníf og segir:
„Geggjað fallegur fugl sem við
fengum í matinn.“ Myndavélinni
er þá snúið aftur að köttunum sem
halda áfram að hringsóla og stríða
fuglinum.
Maðurinn mundar hnífinn og
kettirnir forða sér áður en hann
slær til fuglsins. Á sekúndu 29
stingur maðurinn fuglinn, eða öllu
heldur heggur til hans með hnífn-
um. Fuglinn virðist ekki deyja strax
og má heyra hann skrækja örlítið
og kippast til.
Maðurinn heggur fimm sinnum
til viðbótar í hausinn og hálsinn á
fuglinum og er öll atburðarrásin
er yfirstaðin á sekúndu 44. Liggur
þá fuglinn hreyfingarlaus og má
sjá blóð og fjaðrir á víð og dreif um
gólfið.
„Úbbs,“ segir þá maðurinn í
hæðnistón og sýnir blóðugan hníf-
inn og brosir.
Hann mundar hníf inn fyrir
framan andlitið á sér og segir á
ensku við myndavélina: „Nammi
namm, uppáhaldið mitt. Ferskt
blóð. Uppáhaldið mitt.“ ■
Dýraníð sýnt í beinni á Instagram
Maðurinn birti
dýraníðið í sögu
sinni á sam-
félagsmiðlinum
Instagram um
síðustu helgi.
Það hefur verið
tilkynnt til Mat-
vælastofnunar
sem hefur málið
til rannsóknar.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
arib@frettabladid.is
kristinnpall@frettabladid.is
SAMFÉLAG Yfir 96 prósent Íslend-
inga notuðu netið til að horfa á
myndbönd eða lesa fréttir á þriggja
mánaða kafla á síðasta ári. Um er
að ræða hæsta hlutfall í Evrópu og
tuttugu prósentum yfir meðaltali,
samkvæmt tölum evrópsku hag-
stofunnar Eurostat. Ekki var tekin
saman tölfræði á síðasta ári um
notkun vegna tónlistarhlustunar en
Ísland leiddi þann flokk árið 2019
með 85 prósentum.
Þegar kemur að áhorfi er Ísland
með naumt forskot á Kýpur og Hol-
land þar sem 95 prósent þjóðanna
nýttu internetið til áhorfs á síðasta
ári. Sama hlutfall, 96 prósent Íslend-
inga, notar internetið til að lesa
fréttir eða tímarit, en meðaltalið í
Evrópu þegar kemur að fréttalestri
á netinu er 75 prósent.
Í tölvuleikjanotkun voru Íslend-
ingar í sjötta sæti á eftir Hollandi,
Danmörku, Möltu, Svíþjóð og
Finnlandi, en 43 prósent Íslendinga
notuðu netið til einhvers konar
leikjaspilunar á síðasta ári, meðaltal
Evrópulanda er 34 prósent.
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
sviðsstjóri lýðheilsu hjá Embætti
landlæknis, segir ekki hægt að gefa
út viðmið eða ráðleggingar um
hversu miklum tíma er hollt að
verja á netinu, þar sem engar rann-
sóknir liggja fyrir um það. Mestu
máli skipti hvernig verið sé að nota
netið. Í dag er netið notað meðal
annars til vinnu og kennslu, svo eru
til uppbyggilegir tölvuleikir sem geta
haft jákvæð áhrif.
„Við þurfum að huga að því að
hreyfa okkur, hitta fólk, borða vel og
sofa vel og því mikilvægt að netið eða
tölvuleikir komi ekki í veg fyrir það,“
segir Dóra. „Ef við skoðum söguna,
þá var varað við bókum, sjónvarpi og
myndbandstækjum, við þurfum að
læra að lifa með öllum nýjum tækni-
nýjungum á uppbyggilegan hátt.“ ■
Ísland leiddi Evrópu í netáhorfi og netfréttalestri í fyrra
Íslendingar elska allt á netinu.
Ný lög veita Matvælastofnun rýmri heimild
Skógarþröstur er friðaður samkvæmt lögum um vernd, friðun og
veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Ef fugl er særður og
augljóst að meiðslin séu banvæn er heimilt að deyða hann sam-
kvæmt lögum. Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum
hætti og eftir því sem unnt er án þess að önnur dýr verði þess vör.
Forðast skal að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu.
Með nýjum lögum um velferð dýra fékk Matvælastofnun rýmri
heimildir til beitingar þvingana og stjórnvaldssekta í dýravelferðar-
málum. Stjórnvaldssektum getur verið beitt óháð því hvort brot
eru framin af ásetningi eða gáleysi.
Guðni Bergsson,
formaður KSÍ.
benediktboas@frettabladid.is
KNATTSPYRNA „Mig minnti að
þetta brot hefði verið of beldis-
brot og ekki af kynferðislegum
toga,“ sagði Guðni Bergsson for-
maður KSÍ um sögu ungrar konu
sem steig fram í fréttum RÚV í gær
og greindi frá kæru sem hún lagði
fram á hendur landsliðsmanni í
knattspyrnu.
Konan lýsti hvernig hún varð
fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri
áreitni af hálfu landsliðsmannsins.
Bréfaskriftum föður hennar til KSÍ,
hvernig KSÍ bauð henni miskabætur
og þagnarskyldusamning sem hún
hafnaði.
Guðni kom í Kastljós á fimmtu-
dag og sagði þar að mál væru sett í
ákveðið ferli komi inn kvörtun um
leikmenn. Aðspurður um hvort slík
mál hefðu komið inn á borð til KSÍ
svaraði Guðni; „Ekki, ekki í raun og
veru með formlegum hætti.“
Leikmaðurinn bað konuna afsök-
unar og greiddi henni miskabætur.
„KSÍ veit af of beldinu og velur að
vera með gerendur of beldis innan
sinna raða,“ sagði konan í fréttum
RÚV í gær. ■
Guðni mundi
ekki eftir árás
landsliðsmanns
6 Fréttir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ