Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 25

Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 25
KYNN INGARBLAÐ ALLT LAUGARDAGUR 28. ágúst 2021 Yara Birkeland er rafknúið og sjálf- siglandi skip. sandragudrun@frettabladid.is Vöruflutningaskip án áhafnar sem losar engan koltvísýring verður sjósett í árslok. Það er rafknúna flutningaskipið Yara Birkeland sem mun sigla sína fyrstu ferð milli tveggja norskra borga. Fylgst verður með skipinu frá þremur gagnaeftirlitsstöðvum á landi þegar það ferðast á milli borganna tveggja. Þetta rafknúna gámaskip er hannað til að draga úr losun í skipaflutningum en þeir standa nú fyrir á milli 2,5 til 3 prósentum af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Skipið var hannað árið 2017 og getur flutt 103 gáma á allt að 13 hnúta hraða. Upphaflega var áætlað að Yara Birkland færi í jómfrúarferð sína árið 2020 en heimsfaraldurinn seinkaði þeim áætlunum. Yara International sem smíðar skipið segir að smíðin hafi farið fram samkvæmt áætlum með smávægi- legum töfum en hennir hafi fylgt óvissuþættir og áskoranir líkt og algengt er með nýsköpunarverk- efni. Fyrsta rafknúna gámaskipið Yara Birkeland er ekki fyrsta skipið sem siglir án áhafnar en árið 2018 sigldi sjálfsiglandi ferja sínu fyrstu ferð frá Finnlandi. Skipið er aftur á móti fyrsta gámaskipið sem er eingöngu knúið rafmagni að sögn framleiðendanna. n Mannlaust og umhverfisvænt vöruflutningaskip Heilbrigð melting er grunnur að góðri heilsu Heilsan er dýrmætust www.eylif.is KOMIN AFTUR! Rannsóknarteymi SagaNatura samanstendur af fjórum öflugum vísindamönnum, Steinþóri Sigurðssyni, PhD, Snæfríði Arnardóttur, MSc, Páli Arnari Hauks- syni, MSc og Lilju Kjalarsdóttur, PhD. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA AstaSkin lausn á algengu húðvandamáli Rannsóknarteymi SagaNatura hefur staðið í ströngu síðastliðið ár við rannsóknir á virkni AstaSkin gegn algengu húðvandamáli sem kallast „chicken skin“, eða KP (Keratosis pilaris), og hrjáir um þriðjung mannkyns. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.