Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 40
Forstöðumaður þjónustuupplifunar
og stafrænna umbreytinga
Hefur þú brennandi áhuga á þjónustuupplifun, finnst gaman að gera gott betra og sérð tækifæri í öllu því sem framtíðin býður upp á? Þá erum við með
spennandi tækifæri fyrir þig!
Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn leitar að öflugum leiðtoga til að stýra vegferð fyrirtækisins á sviði þjónustuupplifunar og stafrænna umbreytinga.
Viðkomandi mun sjá um greiningu umbótatækifæra, kortlagningu og innleiðingu ferla auk þess að hafa yfirumsjón með umbótaverkefnum tengdum
stafrænni þróun, upplifun viðskiptavina og bættum rekstri.
Réttur aðili verður hluti af stjórnendateymi rekstrarsviðs og fær að takast
á við spennandi verkefni á skemmtilegum og kvikum vinnustað.
Sýn er fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki sem á og rekur vörumerkin
Vodafone og Stöð 2, Stöð 2 Sport, Vísi, Bylgjuna, FM957 og X977. Við erum
þjónustufyrirtæki og við leggjum okkur fram við að veita viðskiptavinum
okkar framúrskarandi þjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 19. september nk. Við hvetjum fólk af öllum
kynjum til að sækja um á ráðningavef okkar radningar.syn.is
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Brennandi áhugi á þjónustu og bestun ferla
• Reynsla af sambærilegu starfi og verkefnum nauðsynleg
• Reynsla af stýringu verkefna nauðsynleg
• Góð greiningarhæfni
• Frumkvæði og færni í samskiptum
• Jákvætt og forvitið viðhorf til verkefna
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
10 ATVINNUBLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR