Fréttablaðið - 28.08.2021, Qupperneq 42
SVIÐSSTJÓRI
MANNAUÐS, GÆÐA
OG REKSTRAR
SVIÐSSTJÓRI
RANNSÓKNA,
NÝSKÖPUNAR OG KENNSLU
MANNAUÐSSTJÓRI
Erum við að leita að þér?
HÁSKÓLINN Á HÓLUM
Fagmennska Virðing Sköpun
Laus eru til umsóknar þrjú störf
við Háskólann á Hólum.
Um 100 % stöður er að ræða og er
umsóknafrestur t i l og með 3.
september 2021. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst.
Nánari upplýsingar um störfin má
nálgast á Starfatorgi og á heimasíðu
skólans. Umsókn skal fylgja ítarleg
feri lskrá og kynningarbréf sem
rökstyður áhuga og færni
viðkomandi í starfið.
Umsóknir og fyrirspurnir sendist t i l
Erlu Bjarkar Örnólfsdóttur, rektors
Háskólans á Hólum á netfangið
erlabjork@holar. is
Um skólann
Háskólinn á Hólum er elsta
menntastofnun landsins, staðsett á
Hólum í Hjaltadal . Við skólann er
boðið upp á gæðanám á grunn- og
framhaldsnámsstigi sem og öflugt
rannsóknastarf . Háskólinn er miðstöð
þekkingar á þremur fræðasviðum:
hestafræði, ferðamálafræði og
fiskeldis-, s jávar- og vatnalíffræði.
Samfélagið á Hólum
Háskólinn er sérhæfð menntastofnun
þar sem nánd einstaklinga er miki l og
boðleiðir stuttar. Hann er stoltur
þátttakandi í fræðastarfi ís lenskra
háskóla og leggur sig fram um að auka
auð íslensks samfélags með f jölbreyttri
kennslu, góðum tengslum við
atvinnulíf ið og öflugu f jölþjóðlegu
rannsóknasamstarfi .
gardabaer.is
ÚTBOÐ
Garðabær, Veitur ohf., Gagnaveitan ehf. og
Míla ehf. óskar eftir tilboðum í verkið:
Þórsgrund – gatnagerð og lagnir
Verkið felst í nýbyggingu gatna, gangstétta
og stíga, ásamt yfirborðsfrágangi gatna,
göngustíga og stétta. Verktaki skal einnig
annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja
á svæðinu.
Verkinu er skipt í tvo áfanga. Áfangaskil
1.áfanga eru 15. janúar 2022 en áfangaskil
2.áfanga og verklok eru 25. ágúst 2022.
Helstu magntölur eru:
Gröftur ...............................................1420 m3
Fylling og burðarlög........................1660 m3
Fráveitulagnir.......................................710 m
Vatnslagnir............................................330 m
Hitaveitulagnir......................................275 m
Jarðstrengir og jarðvírar ...................471 m
Gröftur fyrir veitulögnum...............2900 m3
Útboðsgögn er hægt að nálgast á vefsíðu
Garðabæjar, gardabaer.is
Tilboðum skal skila fyrir 14. september 2021
kl. 14:00.
Kynningarfundur og undirbúnings-
námskeið vegna löggildingarprófa
fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur
Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingar-
próf verður haldinn fimmtudaginn 9. september n.k. kl. 16:00
í húsnæði Háskóla Íslands að Neshaga 16, jarðhæð.
Umsóknir skulu berast Sýslumanninum í Vestmannaey-
jum, Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum eða rafrænt á
netfangið skjalathydendur@syslumenn.is í síðasta lagi
15. september 2021. Umsóknareyðublöð má finna á vef
sýslumanna, www.syslumenn.is.
Prófgjald fyrir þá sem taka prófið í fyrsta sinn sem túlkar
eða þýðendur yfir á og úr íslensku er 296.000 kr. en 222.000
kr. fyrir þá sem taka prófið sem túlkar eða þýðendur yfir á
eða úr íslensku eða endurtaka prófið.
Prófgjaldið skal greiðast inn á reikning embættisins nr.
0582-26-2 kt. 490169-7339 í síðasta lagi þann 15. september
og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum eða senda
sérstaklega á ofangreint netfang. Námskeiðgjald er inni-
falið í prófgjaldi.
Undirbúningsnámskeiðið fer fram frá kl. 10:00-16:00
föstudagana 24. september, 15. október, 29. október og
19. nóvember. Kennsla fer einnig fram að Neshaga 16,
jarðhæð.
Nemendum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið,
nema þeir hafi áður þreytt prófin.
Löggildingapróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verður
haldið, 14. og 15. febrúar 2022, kl. 9:00-13:00 í Þjóðarbókhlöðu,
að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á
vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands.
Nánari upplýsingar veitir Sýslumaðurinn
í Vestmannaeyjum í síma 458 2900 og á netfanginu
skjalathydendur@syslumenn.is
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
24. ágúst 2021
Þátttakandi í íslensku
atvinnulífi í 50 ár
hagvangur.is
12 ATVINNUBLAÐIÐ 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR