Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 54

Fréttablaðið - 28.08.2021, Page 54
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Komduað dansa Samba Rúmba Mambó Jive Cha Cha Cha Tjútt Salsa Tango Vínarvals Enskur vals Quickstep Foxtrot Skráning og upplýsingar á dansskoli.is/kara eða 553 6645 Skráðu þig NÚNA! Danskennarasamband Íslands Faglærðir danskennarar Síðumúli 30, 108 Reykjavík, dans@dansskoli.is Börn, unglingar og fullorðnir, byrjendur og lengra komnir, barnadansar, samkvæmisdansar, brúðarvals o.fl. Ýmis starfsmanna-, stéttar- og sveitarfélög veita styrki vegna dansnámskeiða. Kennsla hefst 4. september. Útvarpsmaðurinn Rúnar Róbertsson fékk snemma dellu fyrir tónlist. Hann hefur unnið við útvarp nær óslitið frá árinu 1993 og segir tónlist Queen helst fá sig til að brosa og gleyma öllum áhyggjum. Tónlist hefur ávallt skipað stóran sess í lífi útvarpsmannsins Rúnars Róbertssonar sem segist alla tíð hafa hlustað mikið og pælt í tónlist. Áhugi á tónlist kviknaði snemma að hans sögn, en pabbi hans vann á Keflavíkurflugvelli á unglingsárum hans og gat fyrir vikið oft keypt plötur sem voru ekki enn komnar í sölu annars staðar á landinu. „Ég át þetta upp og fékk smá dellu fyrir græjum og tónlist. Eftir að ég fékk til dæmis bílpróf var alltaf passað upp á að bíllinn sem ég var á hverju sinni væri með almennilegum græjum. Dellan var slík að herbergið á unglingsárunum skartaði sömu hátölurum og voru á diskótekinu í skólanum.“ Rúnar ólst upp í Keflavík og Njarðvík en segist þó vera meiri Njarðvíkingur í sér. „Ég er með sveinspróf í rafvirkjun og hef unnið við það í gegnum tíðina, en þó mest á fyrri hluta starfsævinnar. Árið 1989 byrjaði ég að fikta í útvarpi en það var skólaútvarpið Útvarp Bros. Sú baktería náði mér alveg og hef ég unnið við útvarp að mestu sleitu- laust síðan 1993-4.“ Í dag stýrir hann Morgunútvarpinu á Rás 2 ásamt sérstaklega góðu fólki að hans sögn. Queen kemur til sögunnar Um tólf ára aldurinn kynnist hann hljómsveitinni Queen sem hann hefur alla tíð síðan hlustað mikið á. „Það var tónleikaplatan Live killers sem var eiginlega hlið mitt inn í Með melódíuna í fyrirrúmi „Dellan var slík að herbergið á unglingsárunum skartaði sömu hátölurum og voru á diskótekinu í skólanum,“ segir útvarpsmaðurinn Rúnar Róbertsson, sem hér rifjar upp minningar tengdar tónlist. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓTTAR tónlistarheim Queen. Það er svo mikill kraftur í spilamennskunni þar sem ég heillaðist af. Annars er ég eiginlega úti um allt í tónlist og hlustaði jafnt á Queen, U2, Duran Duran, Wham, AC/DC, Bítlana, The Clash, Þey, Utangarðsmenn og Egóið, Purrkinn og Tappa Tíkar- rass á mínum mótunarárum. Ég er hrifinn af melódísku rokki og þess á milli er það melódískt popp sem nær mér. Ætli góð melódía sé ekki það sem skiptir mig mestu máli í tónlist.“ Eins og fleiri hefur Rúnar þurft að fresta tónleikum vegna heims- faraldursins „Ég er til dæmis búinn að bíða í tvö ár eftir að komast til Berlínar til að sjá Queen + Adam Lambert. Þeim tónleikum hefur verið frestað í tvígang vegna Covid en eru fyrirhugaðir næsta sumar. Ég sá þá í London fyrir nokkrum árum og ætla aftur. Þá er líklegt að ég skelli mér á tónleika með U2 og Depeche Mode þegar þeir túra aftur.“ Rúnar svarar hér nokkrum spurningum um tónlist og minn- ingar tengdar þeim. Hvaða lag minnir þig á frábæra tónleika? (Reach up for the) Sunrise með Duran Duran. Einfaldlega vegna þess að þegar ég sá þá í Las Vegas árið 2001, þá nýkomna saman aftur alla upprunalegu fimm meðlimina, þá tóku þeir þetta lag. Þá var þetta eitt af nýju lögunum þeirra og enn í „demo“ búningi, það var ekki full- unnið. Lagið breyttist töluvert eftir það og maður heyrir vel hve munar miklu að geta sett milljón dollara í að taka upp plötu. Og það sem gerir þetta enn merkilegra fyrir mig er að ég á upptökuna af þessum tón- leikum á geisladiski. Hvaða plata tengist unglingsár- unum? The Game með Queen. Ég hlustaði á hana oftar en nokkra aðra á þessum tíma, nema kannski hugsanlega Rio með Duran Duran. Fyrsta platan sem ég keypti var Spirits having flown með Bee Gees sem er frábær plata ef ég man rétt. Ég þarf að setja hana á við tækifæri. Ég á enn sumar af gömlu vínylplöt- unum mínum frá því í gamla daga. Reyndar gaf ég safnið á sínum tíma en hélt eftir gullmolunum auk þess að eiga dágott safn af 12 tommum sem yfirleitt innihéldu lengri útgáfur af lögunum. Hvaða lög minna á sveitaböll unglingsáranna? Sveitaböllin í Stapanum og í KK-salnum í Keflavík voru helstu sveitaböllin á mínum unglings- árum. Ég man lítið eftir einhverjum sérstökum sveitaballahljóm- sveitum á þessum tíma. Sálin, Sólin og Todmobile og þessi bönd komu síðar. Einna helst koma upp í hugann diskótekin í skólanum og þegar maður heyrir sum „eitís“ lögin þá fer maður þangað í hug- anum. Svo var það Grease-æðið á meðan maður var í barnaskóla. Það var skemmtilegt tímabil. Hvaða lag fær þig til að hugsa um ástina? Það er æði misjafnt og fer eftir tímabilum sjálfsagt. Tónlist George Michael rifjar oft upp eitthvað tengt ástinni. Hvaða tónlist minnir á góða vini og minningar tengdar þeim? Mig langar að nefna tónlist Bítlanna. Um miðbik níunda áratugarins sökktum ég og góður vinur minn okkur í tónlist þeirra. Eiginlega uppgötvuðum við þá 20 árum eftir hátind þeirra. En það var rosalega skemmtilegur tími sem ég minnist með hlýju. Tengist eitthvert lag sorglegum atburðum í lífi þínu? Tónlist Tom Jones og Engelbert Humperdinck minna mig alltaf á ömmu mína, ömmu Esther í Kefla- vík. Þeir voru hennar uppáhald. Svona ljúfsárar minningar. Hvaða lag fær þig til að vilja stökkva inn í tímavél og fara aftur í tímann? Ef ég heyri lag með Modern Talking er ég strax kominn í bílinn hjá æskuvini mínum sem hætti ekki að láta mig hlusta á þá fyrr en ég fattaði pakkann. Þó þessi lög hljómi reyndar öll eins. Hvers konar tónlist fær þig til að brosa og gleyma öllum áhyggjum? Tónlist æskuáranna og þá helst tónlist Queen. Ég get endalaust hlustað á Queen. Í starfi þínu sem útvarpsmaður hlýtur þú að hafa hitt fjölda tón- listarmanna og -kvenna. Er eitthvert lag sem fær þig til að rifja upp góða minningu tengda slíkum fundi? Það er helst tónlist Duran Duran en ég hef tekið viðtöl við alla fimm upphaflegu meðlimina og raunar hitt þá nokkrum sinnum. Eitt sinn fékk ég Simon Le Bon til þess að taka upp kynningu á mér fyrir þáttinn minn á Bylgjunni. Venju- lega myndi maður eins og hann gera það á móðurmáli sínu en ég fékk þá flugu í höfuðið að fá hann til að tala íslensku. Ég lét því Simon segja á íslensku: Þú ert að hlusta á Rúnar Róberts á Bylgjunni. Eini gallinn er að hann hljómar ekkert líkt sjálfum sér talandi íslensku! n Duran Duran, Queen, Modern Talking og Bítlarnir komu við sögu á upp- vaxtarárum Rúnars Róberts- sonar. 6 kynningarblað A L LT 28. ágúst 2021 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.