Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 64

Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 64
Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Pondus Eftir Frode Øverli Þú ert búin að vera með þessa greiðslu í þónokkurn tíma, Jói! Hárið greitt aftur í tagl? Já... jú... það er rétt! Ég er hrifinn af þessu dúi! Það heldur trýninu á mér smekklegu! Plús að það felur að þú sért byrjaður að fá skalla? Hann veit of mikið! Það efast ég ekki um! Ég hringi í Ronny og Johnny- Kenneth! Nice knowing you, Pondus! Takk fyrir að brjálast ekki út í mig fyrir að týna gómnum, pabbi. Þessi nýi passar vel. Gott. Lofaðu nú að þú munir ekki laumupokast þegar þú gerir svona mistök næst. Ókei... Ég týndi nýja gómnum. Ég er pínu stressuð með að fara út og skilja Sollu eftir við stjórnvölinn. Hún spjarar sig. Þetta eru jú bara tveir tímar. Í mesta lagi. Og það verður gaman að hafa smá tíma fyrir okkur sjálf. Samþykkt. Hvert ætlum við að fara? Hafnarstræti 1–3 > fjallkona.isfjallkonan.rvk fjallkonan FJALLKONAN FAGNAR ÞÉR! Nánar á fjallkona.is BRJÁLÆÐISLEGA GÓÐUR BRUNCH LAUGARDAGA & SUNNUDAGA 11.30-14.30 NÝR OG SPENNANDI SEÐILL! Í dag verður allhvöss SV átt á landinu vestan og norðvestanverðu með snörpum strengjum við fjöll. Annars staðar verður heldur hægari vindur. Skýjað sunnan og vestan til og þurrt að kalla. Hálfskýjað eða léttskýjað á NA og A-landi. Hiti 10-20 stig, hlýjast á A-landi. Svipað veður á morgun með hægari vindi.n Veðurspá Laugardagur Bless lúsmý og lekkerar sokkabuxur Óværan lúsmý sem gert hefur lands- mönnum lífið leitt er nú á sínum síðustu vikum þetta sumarið. Þessi mjög svo óvinsæli gestur hefur gert fólki ýmsar skráveifur í sumar. Útbitnir einstaklingar hafa í ofboði leitað leiða til að forðast þennan vágest enda er staðreyndin sú að fólk hefur farið svo illa út úr bitum lús- mýsins að ör standa eftir sem jafn- vel hverfa ekki. Lausnirnar sem fólki hefur verið bent á eru endalausar: Flugnanet, borðviftur, reykelsi, ilm- olíur t.d. lavender, lúsmýsáburður, illa þefjandi vökvar og margt fleira. Eitt allra frumlegasta ráðið sem ég hef fengið á mitt borð er frá sumar- hússeiganda í Fljótshlíðinni. Það gengur út á að sníða til og strengja nælonsokkabuxur gluggastafna á milli, teygja vel á og negla fast. „Svínvirkar“ fékk ég að heyra. Ekki er nú víst að stílistar landsins teldu slík gluggatjöld til tískufyrirbæra en notagildið virðist ótvírætt. Að vísu fylgdi ekki sögunni hvort ljósanotk- un hefði aukist innanhúss eftir að nælonið fór i gluggana. En nú getum við andað léttar. Flugan er á ferðinni frá miðjum júní og út ágúst. Nú er ágúst senn liðinn og ætti vargurinn því að vera að baki þetta árið. Það gleður mig við berja- tínsluna. n Sigurður Þ. Ragnarsson vedur @frettabladid.is Sunnudagur Mánudagur 6 3 2 14 5 13 18 14 11 11 12 17 18 16 14 54 2 4 3 Kirkjubæjarklaustur Reykjavík Ísafjörður Akureyri Egilsstaðir 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURVEÐUR MYNDASÖGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.