Fréttablaðið - 28.08.2021, Side 76
Allir elska Frikka Dór
Í gær var frumsýndur söngleikur-
inn Hlið við hlið sem byggður er
á lögum Frikka Dórs. Hugmyndin
kom til Höskuldar Þórs á tón-
leikum með Frikka fyrir nokkrum
árum. Hann fékk Berglindi Öldu
með sér í verkið.
Fékk Helen Hunt í
hlaðvarpið
Anna Rósa ákvað að hrinda af stað
verkefni þar sem hún fær listafólk
til að tengjast og miðla þekkingu
sinni. Í kringum verkefnið stofnaði
hún hlaðvarp og í það kom Óskars-
verðlaunaleikkonan Helen Hunt.
Sveitastörfin heilluðu
Áhrifavaldarnir Sunneva Einars
og Jóhanna Helga eru stjórnendur
þáttarins #Samstarf sem sýndur
er á Stöð 2+. Þar ganga þær í ýmis
störf, en sveitastörfin heilluðu þær
sérstaklega.
Miklu meira en bara ást
Sigurbjartur Sturla og Ebba Katrín
fara með aðalhlutverkin í Rómeó
og Júlíu í Þjóðleikhúsinu. Þau segj-
ast vona að verkið skapi umræðu
um þá einangrun og vanlíðan sem
ungt fólk hefur þurft að upplifa í
faraldrinum.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
n Lífið í
vikunni
22.08.21
28.08.21
Styður við bakið á þér!
Sealy er annar stærsti
dýnuframleiðandi í
heimi og hefur verið
starfandi í 140 ár.
Holtagörðum, Reykjavík
Smáratorgi, Kópavogi
Dalsbraut 1, Akureyri
Skeiði 1, Ísafirði
Amerískir dagar
Sealy WASHINGTON
heilsurúm með classic botni
Virkilega vönduð dýna og hentar fólki á öllum aldri.
Washington heilsudýnan er með einstaklega vönduðu tvöföldu
pokagormakerfi, kantstyrkingum og vandaðri og þægilegri yfir-
dýnu Gormakerfinu er skipt upp eftir svæðum þannig að það er
með meiri stuðning þar sem við erum þyngri eins og öxlum og
mjöðmum. Lítil sem engin hreyfing finnst milli rekkjunauta.
Yfirdýnan (topperinn) er samsett úr fjórum lögum og þar á
meðal er gel lag (gel infused memory foam) sem lagast algjör-
lega að líkamanum og heldur honum í réttri stellingu alla nóttina.
Áklæðið utan um dýnuna er silki og bómullarblanda sem andar
einstaklega vel sem og gefur extra mýkt. Millistíf dýna.
Val um svart eða hvítt PU leður
eða grátt áklæði á Classic botni.
20%
AFSLÁTTUR
Amerískir
DAGAR
Sealy Washington fæst í eftirtöldum stæðum:
160/180/200 x 200 og 192 x 203 cm
Verðdæmi 160 x 200 cm m/Classic botni og löppum
Fullt verð: 269.900 kr. AD tilboð: 215.920 kr.
Brynhildur Oddsdóttir er fjöl-
hæf þegar kemur að tónlist.
Hún hefur spilað víðs vegar
um heiminn en er sérstaklega
minnisstætt þegar hún sá að
gítarinn hennar var brotinn
rétt fyrir gigg.
steingerdur@frettabladid.is
Brynhildur Oddsdóttir er söngkona,
gítarleikari og tónlistarkennari.
Hún fer fyrir hljómsveitinni Beebee
and the bluebirds.
„Tónlist hefur alltaf skipað stór-
an sess í lífi mínu og ég elska að
geta tjáð mig í gegnum tónlist. Ég
hef líka fengið góðan stuðning frá
fjölskyldunni í gegnum tíðina sem
hefur verið mér ómetanlegt.“
Brynhildur byrjaði snemma í tón-
listinni.
„Ég fór í fiðlunám þegar ég var
átta ára gömul, og var í því alveg
fram á unglingsaldur. Svo ákvað ég
að fara líka í söngnám. Ég kláraði
svo tónsmíðanám í Listaháskól-
anum, djasssöng í FÍH og er að taka
lokapróf í rafgítarnámi þar í haust,“
segir Brynhildur.
Hana hafði lengi dreymt um að
spila á rafmagnsgítar.
„Síðan kaupi ég mér fyrsta raf-
magnsgítarinn árið 2009, eftir að
hafa verið aðeins að dunda við að
spila á kassagítar. Stuttu eftir það,
árið 2010, stofnaði ég hljómsveitina
Beebee and the bluebirds, í tilefni af
Blúshátíð sama ár. Nafnið er sam-
bland af Beebee, sem ég hef verið
kölluð af og til í gegnum tíðina, og
bluebirds sem er smá skírskotun í
blúsinn. Við höfum spilað á hinum
ýmsu viðburðum og tónlistarhátíð-
um á Íslandi og erlendis,“ segir hún.
Hún lýsir tónlistinni á þann máta
að hún sé sambland af blús, djassi,
„soul“ og rokki.
„Ég sem lög sem mér f innst
skemmtilegt að spila og yfirleitt
set ég inn allavega eitt gítarsóló
og hljómborðssóló. Svona svo við
getum fengið aðeins meiri útrás og
farið á flug.“
Hljómsveitin hefur ferðast vítt og
breitt um heiminn.
„Við höfum lent í ýmsu í gegnum
tíðina en ein eftirminnilegasta
minning mín gerðist í Chicago fyrir
nokkrum árum.
Þá var ég á leiðinni þangað að
spila á tónleikum fyrir Iceland Nat-
urally. Ég var bara að spila ein með
rafmagnsgítarinn.“
Tónleikarnir voru sama dag og
átti Brynhildur að spila á viðburði
fyrir fjölmiðla og f leiri sem kynn-
ingu fyrir Ísland á efstu hæð ann-
arrar hæstu byggingar Chicago.
„Þegar ég mætti á hótelið og
ætlaði að fara að stilla gítarinn, þá
opna ég töskuna og fíni hvíti Gib-
son-gítarinn minn er brotinn. Það
var klukkutími í gigg og ég horfi á
hálsbrotinn gítarinn, strengirnir úti
um allt og ég á leiðinni að spila. Ekki
nóg með það að mig vantaði gítar,
þá var ekki auðvelt að horfa á eina
hljóðfærið sitt á þeim tíma í algjörri
rúst,“ útskýrir hún.
Sem betur fer voru stjórnendur
viðburðarins vel í stakk búnir og
fengu leigðan svartan Gibson sem
bjargaði ferðinni að sögn Bryn-
hildar.
„Þegar ég kom heim fékk ég skila-
boð frá Gunnari Erni Sigurðssyni
gítarsmið, sem sagðist geta lagað
gítarinn fyrir mig. Ég fékk hann til
baka eins og ekkert hefði gerst. Ein-
hver sagði við mig að að þetta væri
málið með Gibson-gítara, þeir eru
annaðhvort búnir að hálsbrotna eða
eiga það eftir,“ segir Brynhildur.
Beebee and the bluebirds gaf út á
dögunum lagið Mama knows best,
sem Brynhildur segir vera mjög
fönkskotið.
„Við erum á fullu að bóka gigg
fyrir haustið og verðum með tón-
leika á Græna hattinum og Máli og
menningu í október. Svo erum við
að vinna í tveimur nýjum lögum í
hljóðverinu og plönum að gefa út
plötu snemma á næsta ári.“ n
Tónlist hefur alltaf skipað
stóran sess í lífi mínu
Beebee and the bluebirds spilar á Græna hattinum og í Máli og menningu í október. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Einhver sagði við mig
að þetta væri málið
með Gibson-gítara,
þeir eru annaðhvort
búnir að hálsbrotna
eða eiga það eftir.
44 Lífið 28. ágúst 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ