Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 „Þetta er eiginlega öfugþróun,“ segir dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, um eldgosið í Fagradalsfjalli. Venjulega þrengist gosrás sprungugosa og endar í einum eða fáum gíg- um. Á Fagradalsfjalli hafa hins vegar opnast nýir og nýir eldgígar. „Þessi kvika er frumstæð og tiltölulega eðl- isþung. Hún tafðist um tíma á um eins kíló- metra dýpi eins og menn muna. Plötuhreyf- ingar höfðu myndað litlar sprungur eða veikleika í skorpunni. Kvikan nýtir sér þá,“ segir Þorvaldur og bætir við að líkja megi þessum litlu sprungum við sogrör. Nú liggja nokkur slík niður í kvikuna sem er undir yf- irþrýstingi í kvikuganginum. „Þetta skýrir hæðarmuninn á kvikunni í elstu gígunum í Geldingadölum. Það hefur alltaf staðið miklu hærra í syðri gígnum en þeim nyrðri. Það sýnir að það er engin teng- ing á milli þessara gosopa fyrr en kemur nið- ur í ganginn. Þetta er eins og að stinga mörg- um sogrörum í sama glas,“ segir Þorvaldur. Nyrsti gígurinn, ofan við Meradali, stendur hæst af gígunum. Mjög hafði dregið af gosi í honum í gær sem er rökrétt afleiðing af fjölg- un gosopa sem standa lægra. Ekkert hafði dregið úr kvikustreyminu í gær, að mati Þor- valdar. Hann kvaðst telja að það hafi verið komið yfir tíu rúmmetra á sekúndu. Safetravel.is tilkynnti í gær að hraun væri farið að renna nálægt gönguleið A og var fólk hvatt til að sýna mikla aðgát þar. Leiðin ligg- ur við endann á skarði austur af elstu gígun- um. Hraun frá gígunum sem opnuðust í fyrradag og þeim sem eru norðar hefur runn- ið í Geldingadali og er að fylla í geilina á milli nýja hraunsins og hlíðarinnar. „Þar er komin dálítið mikil hrauntjörn og allar hraunárnar eru barmafullar og gíg- arnir einnig. Hliðarnar á hrauntjörninni geta gefið sig með skömmum fyrirvara. Við förum líklega að sjá undanhlaup og mjög líklega þarna í austurátt,“ sagði Þorvaldur í gær. Hann sagðist ekki geta mælt með göngu- leið A á umræddum kafla. Hún þyrfti að liggja fjær nýja hrauninu og helst hærra í landinu. gudni@mbl.is Barmafullar hraunár og hrauntjörn geta hlaupið Morgunblaðið/Eggert Fagradalsfjall Algengt er að gosvirkni í sprungugosum færist í einn gíg eða fáa. Nú hafa opnast nýir eldgígar hvað eftir annað. Það dró úr gosi í nyrsta gígnum sem stóð hæst í gær. Morgunblaðið/Eggert Hrauná Kvikan er brennheitur vökvi og leitar eftir lægðunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjónarspil Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgígur Gígarnir hafa opnast einn af öðrum. Þeir eru undrafljótir að hlaðast upp og hraunklepradrífan bætir utan á þá. ELDGOS Á REYKJANESSKAGA Verð: 22.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-803743 Verð: 22.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-803743 Verð: 22.995.- Stærðir: 41- 46 Vnr. E-803734 Verð: 22.995.- Stærðir: 41 - 46 Vnr. E-803734 ECCO ZIPFLEX LÉTTIR OG ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.