Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 24

Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 „Þetta er eiginlega öfugþróun,“ segir dr. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, um eldgosið í Fagradalsfjalli. Venjulega þrengist gosrás sprungugosa og endar í einum eða fáum gíg- um. Á Fagradalsfjalli hafa hins vegar opnast nýir og nýir eldgígar. „Þessi kvika er frumstæð og tiltölulega eðl- isþung. Hún tafðist um tíma á um eins kíló- metra dýpi eins og menn muna. Plötuhreyf- ingar höfðu myndað litlar sprungur eða veikleika í skorpunni. Kvikan nýtir sér þá,“ segir Þorvaldur og bætir við að líkja megi þessum litlu sprungum við sogrör. Nú liggja nokkur slík niður í kvikuna sem er undir yf- irþrýstingi í kvikuganginum. „Þetta skýrir hæðarmuninn á kvikunni í elstu gígunum í Geldingadölum. Það hefur alltaf staðið miklu hærra í syðri gígnum en þeim nyrðri. Það sýnir að það er engin teng- ing á milli þessara gosopa fyrr en kemur nið- ur í ganginn. Þetta er eins og að stinga mörg- um sogrörum í sama glas,“ segir Þorvaldur. Nyrsti gígurinn, ofan við Meradali, stendur hæst af gígunum. Mjög hafði dregið af gosi í honum í gær sem er rökrétt afleiðing af fjölg- un gosopa sem standa lægra. Ekkert hafði dregið úr kvikustreyminu í gær, að mati Þor- valdar. Hann kvaðst telja að það hafi verið komið yfir tíu rúmmetra á sekúndu. Safetravel.is tilkynnti í gær að hraun væri farið að renna nálægt gönguleið A og var fólk hvatt til að sýna mikla aðgát þar. Leiðin ligg- ur við endann á skarði austur af elstu gígun- um. Hraun frá gígunum sem opnuðust í fyrradag og þeim sem eru norðar hefur runn- ið í Geldingadali og er að fylla í geilina á milli nýja hraunsins og hlíðarinnar. „Þar er komin dálítið mikil hrauntjörn og allar hraunárnar eru barmafullar og gíg- arnir einnig. Hliðarnar á hrauntjörninni geta gefið sig með skömmum fyrirvara. Við förum líklega að sjá undanhlaup og mjög líklega þarna í austurátt,“ sagði Þorvaldur í gær. Hann sagðist ekki geta mælt með göngu- leið A á umræddum kafla. Hún þyrfti að liggja fjær nýja hrauninu og helst hærra í landinu. gudni@mbl.is Barmafullar hraunár og hrauntjörn geta hlaupið Morgunblaðið/Eggert Fagradalsfjall Algengt er að gosvirkni í sprungugosum færist í einn gíg eða fáa. Nú hafa opnast nýir eldgígar hvað eftir annað. Það dró úr gosi í nyrsta gígnum sem stóð hæst í gær. Morgunblaðið/Eggert Hrauná Kvikan er brennheitur vökvi og leitar eftir lægðunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sjónarspil Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eldgígur Gígarnir hafa opnast einn af öðrum. Þeir eru undrafljótir að hlaðast upp og hraunklepradrífan bætir utan á þá. ELDGOS Á REYKJANESSKAGA Verð: 22.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-803743 Verð: 22.995.- Stærðir: 36 - 41 Vnr. E-803743 Verð: 22.995.- Stærðir: 41- 46 Vnr. E-803734 Verð: 22.995.- Stærðir: 41 - 46 Vnr. E-803734 ECCO ZIPFLEX LÉTTIR OG ÞÆGILEGIR GÖTUSKÓR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.