Verktækni - 2015, Side 14
VFÍ og TFÍ hafa rekið sameiginlega skrif-
stofu í 21 ár. Félögin hafa alla tíð lagt
áherslu á öflugt faglegt starf sem felst fyrst
og fremst í funda- og ráðstefnuhaldi og
útgáfu. Á síðasta starfsári, milli aðalfunda
félaganna, voru rétt tæplega 40 viðburðir á
vegum félaganna.
Margir fundir eru sendir út bent og tekn-
ir upp. Upptökur eru birtar á vefsvæðum
félaganna.
Kynning á lokaverkefnum.
Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi í TFÍ
(STFÍ) hefur unnið ötullega að því að kynna
lokaverkefni í tæknifræði. Nýútskrifuðum
tæknifræðingum er reglulega boðið að
kynna verkefnin á hádegisfundi. Fá þeir
þóknum fyrir sem er hugsuð sem styrkur
fyrir vel unnið verk. Á myndinni eru Gísli
Þór Ólafsson sem fjallaði um ástæður
hitamyndunar í raforkubúnaði gagnavera
og Gunnar Sigvaldason sem fjallaði um
„krítíska” lengd jarðstrengja.
Rósaboð og launaviðtöl.
Viðburðir á vegum Kvennanefndar VFÍ
eru jafnan vel sóttir. Á hverju ári heldur
nefndin svokallað Rósaboð til að fagna
þeim konum sem luku prófi í verkfræði á
árinu. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir
unga verkfræðinga til að kynnast starfsemi
félagsins og stækka tengslanetið.
Húsfyllir var á morgunfundi um launa-
viðtöl. Á fundinn var boðið konum í VFÍ
og TFÍ og mættu um 90 konur og hlýddu á
erindi Þrúðar G. Haraldsdóttur, sviðsstjóra
kjaramála. Að loknu erindinu urðu líflegar
umræður og fyrirspurnir.
Nú eru góð ráð dýr eða hvað?
Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi
boðaði til fundar um útboð og kaup á
ráðgjafarþjónustu. Fundurinn var mjög
vel sóttur. Fyrirlesararvoru Jóhannes
Karl Sveinsson, hrl. hjá Landslögum
og Michael Osborne sérfræðingur hjá
Alþjóðabankanum.
Kynningar fyrir nema.
TFÍ og VFÍ eru reglulega með kynningar
fyrir nema í tæknifræði og verkfræði.
Slíkar kynningar á starfsemi félaganna og
vinnumarkaðnum eru ýmist haldnar sam-
eiginlega eða í sitt hvoru lagi. Árni fram-
kvæmdastjóri félaganna heimsótti nem-
endur í Kaupmannahöfn og var kynningin
mjög vel sótt.
14 / VERKTÆKNI
STOFNAÐ 1958
www.vso.is
VSÓ RÁÐGJÖF
Þríhnúkagígur, Klettaskóli, Kringsjå skole landslagshönnun, undirgöng undir
Vesturlandsveg, verðmat lands, umferðarlíkan höfuðborgarsvæðisins, stækkun
flugstöðvar, mat á umhverfisráhifum, staðarval fimleikahúss í Kópavogi, Jessheim
kirke framkvæmdaeftirlit, jarðtækni, svæðisskipulag Suðurnesja, hótel Marina,
hörðrnunarhraði steypu, Børstad idrettsområde, kortlagning gististaða, aðveitustöð
á Akranesi, vörugeymslur, hjúkrunarheimilið Eyri á Ísafirði, fráveita á Siglufirði,
öryggis og neyðaráætlanir, byggingarstjórn Fjölbrautarskóla Mosfellsbæjar,
hjúkrunarheimili í Hamar kommune, Betri hverfi í Reykjavík,
landmælingar, Lygna skisenter öryggis- og heilsuáætlun,
umferðaröryggisáætlun Seltjarnarnesbæjar...
Og lengi má áfram telja.
VSÓ hefur unnið að
fjölbreyttum, krefjandi
og skemmtilegum
verkefnum undanfarin
56 ár og mun halda
því áfram.
Öflugt faglegt starf