Verktækni - 2015, Síða 66
66 VERKTÆKNI 2015/20
TÆKNI- OG vísINdaGreINar
Á mynd 3 sést myndræn skilgreining á hættusvæði ljósboga ásamt
þremur öðrum fjarlægðum sem eru notaðar við mat á hættum við
vinnu í nánd við spennuhafandi búnað. Þessar fjarlægðir eru háðar
rekstrarspennu búnaðar.
Hættusvæði ljósboga (Blossavarnarmörk): Er það svæði þar sem
hitaorka við ljósbogaatvik er meiri en 1,2 cal/cm2 og getur þar af leið
andi valdið lífshættulegum brunasárum.
Nálgunarmörk: Aðeins mega þjálfaðir fagmenn fara inn fyrir þessi
mörk, óþjálfuðum er þó heimilt að fara inn fyrir þessi mörk en þó
einungis undir ströngu eftirliti þjálfaðra fagmanna.
Hættumörk: Aðeins fagmenn með rétta þjálfun mega fara yfir þessi
mörk ef réttur varnarbúnaður gegn snertispennu er notaður.
Bannmörk: Aðeins fagmenn með rétta þjálfun, eða sérútbúin verk
færi, mega fara yfir þessi mörk, og þá er vinna þeirra skilgreind sem
vinna undir spennu.
Nánari upplýsingar og skilgreiningar um nálgunarmörk og hættu
mörk er að finna í ÍST EN 501101. Nánari upplýsingar um bannmörk
er að finna í NFPA 70E.
Ef starfsfólk fer inn fyrir blossvarnarmörk við ljósbogahættu skal það
skv. NFPA 70E vera í fatnaði sem þolir orkuþéttni ljósboga í vinnufjar
lægð. Staðallinn skilgreinir fjóra2 PPE (e. perspnal protective equip
ment) flokka. Hver PPE flokkur lýsir nauðsynlegum öryggisfatnaði og
búnaði sem starfsmaður skal ávallt klæðast við vinnu innan hættu
svæðis ljósboga, ef spennuhafandi leiðari eða leiðarakerfi er óvarið.
Merkispjaldið hér að neðan skilgreinir þessa fjóra flokka og lýsir þeim
öryggisfatnaði og búnaði sem klæðast skal eftir þörfum.
2 Í eldri útgáfum 70E eru skilgreindir 5 flokkar. Í 2015 útgáfa 70E var PPE flokkur 0
fjarlægður.
Miða skal við ljósbogastraum í hönnun - 11/0,4 kV spennar
Eins og áður var greint frá þá getur verið töluverður munur á ljósboga
og skammhlaupsstraumi á kerfum með rekstrarspennu undir 1 kV.
Ljósbogastraumur getur því blekkt varnarbúnað sem er stilltur til þess
að leysa út skammhlaupsstraum. Varnarbúnaðurinn getur jafnvel séð
strauminn sem vægan yfirstraum og því tekið nokkurn tíma að rjúfa
straum á bilanasvæðinu.
Til þess að skoða þessi áhrif betur er sett upp dæmi um algeng
11/0,4 kerfi. Skoðuð eru áhrif varnarbúnaðar við ljósbogaatvik á
400 V hlið kerfisins með tilliti til mismunandi spennastærða sem varin
eru með bræðivörum. Í eldri kerfum sem sett voru í rekstur fyrir aldar
mót og eru ennþá mörg óbreytt í rekstri, var algengt að verja spenni
og þar með 400 V hluta kerfisins á þennan hátt. Í dag þekkist þessi
hönnun að einhverju leiti, en flest ný kerfi eru hönnuð með varnarlið
um og aflrofum háspennumegin við spenni. Samskonar áhrif er einnig
að finna í þeim kerfum þar sem stillingar varnarliða eru yfirleitt mið
aðar við að leysa út skammhlaupsstrauma á sem skemmstum tíma, en
taka ekki mið af ljósbogastraumi. Auðvelt er þó að breyta stillingum
varnarliða og í flestum tilfellum er svigrúm til þess að minnka stillingar
svo miðað sé við áætlaðan ljósbogastraum.
Til þess að skoða hvernig bræðivar á 11 kV hlið spennis bregst við
ljósbogastraum á 400 V hlið spennis er tekið dæmi um 800 kV spenni
Mynd 3: Skilgreining á öryggisfjarlægðum í myndrænu formi.
Mynd 4: Ljósbogaatvik á lágspennuhlið 800 kVA spennis sem er varinn
með bræðivari. Reiknað er með að netið hafi óendanlega
skammhlaupsorku.