Verktækni - 2015, Síða 10
10 / VERKTÆKNI
Aðalfundur VFÍ – ársskýrsla 2014-2015
Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands
2015 var haldinn á Degi verkfræðinnar 10.
apríl síðastliðinn. Hér verður stiklað á stóru
í ársskýslu félagsins fyrir starfsárið 2014-
2015. Ársskýrslan með ársreikningum er
birt í heild á vef félagsins: www.vfi.is.
Ársreikningur
Rekstrarhagnaður ársins var um 13,2 millj-
ónir króna en rekstrartekjur námu rúmum
65,3 milljónum króna. Heildareignir í lok
ársins samkvæmt efnahagsreikningi námu
rúmum 145,2 milljónum króna en heildar-
skuldir voru 89,1 milljónir króna. Eigið fé
var því jákvætt um tæpar 56,1 milljónir
króna í árslok.
Menntamálanefnd
Af 185 umsóknum um inngöngu í félagið
voru 179 umsóknir samþykktar, fjórum var
hafnað, ein dregin til baka og umfjöllun
um eina ekki lokið. Af 153 umsóknum um
starfsheitið voru 139 umsóknir samþykktar,
átta var hafnað og umfjöllun um sex er ekki
lokið.
Ávarp formanns
Í ávarpi sínu sagði Kristinn Andersen
formaður VFÍ meðal annars:
„Verkfræðingafélags Íslands stendur um
þessar mundir styrkum fótum og eflist með
hverju árinu, eins og gróskumikið starf
félagsins vitnar um. Sameining SV og VFÍ
fyrir fjórum árum var heillaskref, félags-
mönnum fjölgar jafnt og þétt og fjárhagur
félagsins stendur vel.“
Kristinn nefndi sérstaklega endur-
skoðun reglna um veitingu leyfis fyrir
starfsheiti verkfræðinga og mikilvægi þess
að kennsla í stærðfræði og raungreinum
verði ekki skert. „Auk fjölmargra við-
burða sinnti félagið ýmsum verkefnum
sem sameiginlegur málsvari verkfræðinga.
Atvinnuvegaráðuneytið gekkst fyrir
endurskoðun reglna um veitingu leyf-
is fyrir starfsheiti verkfræðinga, þar sem
leitað var samráðs við VFÍ. Félagið lét sér
umhugað um að kennsla í stærðfræði og
raungreinum yrði ekki skert þegar kæmi að
styttingu náms við framhaldsskólana, tekin
var saman greinargerð um málið og rædd
ítarlega á góðum fundi með mennta- og
menningarmálaráðherra. Þá gerði félagið
athugasemdir við takmarkað framlag fjár-
magns til verkfræði- og tæknimenntunar,
með erindi til ráðherra og alþingismanna.“
Stjórn VFÍ
Í stjórn VFÍ starfsárið 2014-2015 sitja eft-
irtalin: Kristinn Andersen, formaður, Páll
Gíslason, varaformaður, Sveinbjörn Pálsson,
María S. Guðjónsdóttir, Bjarni G.P. Hjarðar,
Gísli Georgsson, varameðstjórnandi og
Guðbjartur Jón Einarsson varameðstjórn-
andi. Kári Steinar Karlsson, formaður
Kjaradeildar VFÍ og Sveinn I. Ólafsson,
formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt
starfandi sitja fundi stjórnarinnar.
Stjórn VFÍ fundar að jafnaði á tveggja
vikna fresti. Upplýsingar um stjórnir og
nefndir á vegum VFÍ eru á vef félagsins:
vfi.is
Af stjórnarborði VFÍ
Kristinn Andersen, formaður VFÍ.
Verkfræðingahús
Búið er að merkja hús Verkfræðingafélags
Íslands að Engjateigi 9. Húsið var byggt
1986 og er skuldlaus eign félagsins. Í hús-
inu er meðal annars sameiginleg skrifstofa
VFÍ og TFÍ og glæsileg félagsaðstaða. Hluti
hússins er leigður út og er Lífsverk lífeyr-
issjóður með aðsetur í Verkfræðingahúsi,
einnig Verkefnastjórnunarfélagið og Ský,
auk annarra.
Í bókinni „VFÍ í 100 ár“ er sagt frá því
að hugmyndin um að félagið byggði sitt
eigið Verkfræðingahús kom fram m.a. á
félagsfundi árið 1964. Félagið hafði fengið
loforð um lóð frá Reykjavíkurborg á 50
ára afmælinu 1962. Voru ýmsir möguleikar
skoðaðir áður en ákveðið var að þiggja lóð
á svokölluðum Ásmundarreit, sem nú er
Engjateigur 9.
Árið 1982 var efnt til samkeppni um
húsið og fyrstu verðlaun hlutu arki-
tektarnir Egill Guðmundsson og Þórarinn
Þórarinsson.
Verkfræðingahús