Verktækni - 2015, Blaðsíða 43

Verktækni - 2015, Blaðsíða 43
VERKTÆKNI 2015/21 43 ritrýndar vísindagreinar l Hægt er að nota bæði einfalt og tvöfalt hjólasett. l Álag getur verið í eina eða tvær akstursstefnur. l Hægt að keyra allt að 25.000 yfirferðir á sólarhring. l Álagshjólið getur hliðrast um allt að 0,75 m. l Hjólaálag er mögulegt á bilinu 30­110 kN. l Keyrsluhraði álagshjólsins getur verið allt að 12 km/klst. Auk þess hefur hann hitastilli til að halda stöðugu lofthitastigi sem og hitastigi í vegbyggingunni. Þær prófanir sem hér eru notaðar eru framkvæmdar innandyra hjá VTI, þ.a. tryggja megi stýrðar umhverfis­ aðstæður, en vegsniðin eru byggð með hefðbundnum tækjabúnaði til vegagerðar í gryfju sem er 3 m djúp, 5 m breið og 15 m löng en próf­ aða vegbyggingin er 6 m löng (Wiman 2006, 2010; Saevarsdottir o.fl. 2014). Áhrif raka á burð vega Hönnun og bygging vega er venjulega gerð með það að leiðarljósi að halda veginum vel afvötnuðum og þurrum, en því miður finnur vatnið oft einhverja leið inní bygginguna sem yfirleitt veldur skertri burðar­ getu einstakra laga hennar sem og mannvirkisins í heild sinni. Aukið rakainnihald dregur úr stífni (e. resilient modulus) óbundnu malarefn­ anna, núningskrafti milli efnisagna og mótstöðu gegn hjólafaramynd­ un, þ.e. varanlegri niðurbeygju (Lekarp et al., 2000a; ARA, 2004; Lekarp et al., 2000b; Theyse, 2002; Li & Baus, 2005; Ekblad, 2007; Charlier et al., 2009; Rahman & Erlingsson, 2012; Salour & Erlingsson, 2013). Í prófi kallað SE01 hjá VTI (Wiman, 2001), voru umtalsverð áhrif raka staðfest eins og sjá má á mynd 4. Vegbyggingin í prófi SE01 var byggð upp af 49 mm malbikslagi (AC pen 70/100; dmax = 16 mm) og 89 mm þykku óbundnu burðarlagi, náttúrulegur jökulruðningur blandaður með grús, sem situr á sendnum vegbotni (mynd 4). Í HVS prófinu var notað tvöfalt hjólaálag: l Fyrstu milljón yfirferðir hjólaálags – 60 kN hjólaálag og 800 kPa dekkjaþrýstingur. Eftir fyrstu 500.000 yfirferðirnar náði aukning hjólafaradýptar jafnvægi við 0,88 mm á hverjar 100.000 yfirferðir. l Næstu milljón yfirferðirnar var álagið aukið í 80 kN hjólaálag og dekkjaþrýstingurinn aukinn í 1000 kPa. Aukning hjólafaradýptar jókst í 1,03 mm á hverjar 100.000 yfirferðir. l Það sem eftir var af prófinu var hjólaálagið og dekkjaþrýstingurinn lækkaður aftur í 60 kN og 800 kPa, en grunnvatnsstaðan hækkuð úr því að vera á miklu dýpi í 30 cm fyrir neðan efri brún undir­ lagsins. Aukinn raki olli því að aukning hjólfaradýptar jókst í 4,16 mm á hverjar 100.000 yfirferðir. Vegbyggingin, prófunarferlið og mælinemarnir Dæmigerða sveigjanlega vegbyggingu (nefnd SE10) má sjá á mynd 5. Hún er gerð með þunnu malbiksslitlagi, bikbundnu burðarlagi, burðarlagi og styrktarlagi sem hvílir á siltkenndum sandi. Mælinemar sem eru byggðir inn í vegbygginguna eru streitunemar (e. ɛMU coils – strain measuring units), sem mæla lóðrétta streitu í óbundnu lögum vegarins, spennunemar (e. SPC – soil pressure cells), sem mæla lóð­ rétta spennu í óbundnu lögum vegarins, færslunemar (e. LVDT’s – line- ar variable differential transducers), til að mæla lóðrétta niðurbeygju, malbiksstreitu nemar (e. ASG - asphalt strain gauges), sem mæla lárétta streitu í neðri brún bikbundnu laganna og rakastigsnemar (e. moisture content sensors), sem mæla rúmmálsrakastig (e. volumetric water content). Einnig var notaður leysinemi (e. laser) á réttskeið til að mæla yfirborðssnið vegarins og meta þannig uppsöfnun hjólfars. Uppsetning og nákvæmni mælinga er lýst nánar í Saevarsdottir o.fl. (2014). Í hraðaða álagsprófinu (HVS) var ferlinu skipt í þrjá áfanga með ásettu álagi í báðar akstursstefnur (Wiman, 2010). Áfangarnir voru: Forálagsfasi (e. pre-loading phase), með 20.000 yfirferðir hjólaálags og léttu álagi (30 kN einfalt álagshjól (60 kN öxulálag) og 700 kPa dekkjaþrýsting). Jöfn dreifing álags í lárétta stefnu var viðhöfð til að tryggja jafna þjöppun. Svörunarfasi (e. response phase), þar sem svörunin var áætluð frá einföldu og tvöföldu hjólasetti við mismunandi álag og dekkjaþrýsting. Hraðaður álagsfasi (e. main accelerating loading phase), þar sem meira en milljón yfirferðir hjólaálags voru keyrðar á vegbyggingunni. Í öllum tilfellum var notað tvöfalt hjólasett, með 34 cm milli miðju dekkjanna. Dekkin voru af gerðinni 295/80R22.5, álagið var sett fast sem 60 kN tvöfalt hjólaálag (120 kN öxulálag), 800 kPa dekkja­ þrýstingur og stöðugt hitastig við 10°C og lárétt hliðrun álagsdekksins fylgdi normaldreifingu. Í fyrri hluta prófsins var grunnvatnsstaðan á miklu dýpi en eftir tæplega 487 þúsund yfirferðir var vatnsstöðunni breytt þannig að grunnvatnsstaðan var 30 cm fyrir neðan efri brún Mynd 3 – Þungi bílhermirinn HVS Nordic staðsettur í VTI Svíþjóð. Mynd 4 – Stækkun hjólfars í prófi SE01 (AC – malbik, BC – burðarlag, Sg – vegbotn). 0 10 20 30 40 50 0 500000 1000000 1500000 2000000 2500000 R ut d ep th [ m m ] Number of load repetitions, N 60kN/800kPa - moist 0.88mm / 100,000 passes 80kN/1000kPa - moist 1.03mm/100,000 passes 60kN/800kPa - wet 4.16mm/100,000 passes 4.9 [cm] SE01 Sg   30 AC 8.9 BC Mynd 4 – Stækkun hjólfars í prófi SE01 (AC – malbik, BC – burðarlag, Sg – vegbotn). Lag Þykkt [cm] Lýsing Stærsta kornastærð, dmax [mm] Fínefna- hlutfall [%] Kjörrakastig (gravimetric) [%] AC malbiks- slitlag 3,3 AC pen 70/100 16 - - BB bikbundið burðarlag 7,4 AC pen 160/220 32 - - BC Burðarlag 8,8 Óbundið brotið berg (granít) 32 ~ 6 4-5 Sb Styrktarlag 45 Óbundið brotið berg (granít) 90 ~ 3 4-5 Sg vegbotn ~235 Fínkorna siltkenndur sandur 4 25 13 *yfir 90% af kornunum voru minni en 0,5mm Mynd 5 – Þverskurðarmynd af vegbyggingunni SE10, ásamt innsettum nemum. Vegbyggingin samanstóð af malbikslagi, bikbundnu burðarlagi, óbundnu burðar- og styrktarlagi og vegbotni. Depth (cm) SE10 94.5 64.5 19.5 3.3 10.7 ɛMU coils SPC LVDT´s ASG   Ground water table after 486,750 passings gwt Moisture content sensors ɛMU coils – vertical strain SPC - pressure cell LVDT´s – vertical deflection ASG – horizontal strain; longitudinal & transversal Ground water table after 486,750/487,500 passings   Moisture content sensors Mynd 5 – Þverskurðarmynd af vegbyggingunni SE10, ásamt innsettum nemum. V gbyggingin amanstóð af malbikslagi, bikbundnu burðarlagi, óbundnu burðar- og styrktarlagi og vegbotni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.