Verktækni - 2015, Blaðsíða 52
52 VERKTÆKNI 2015/20
TÆKNI- OG vísINdaGreINar
hönnun og búnaði þotnanna. Þessi uppákoma varð Flugleiðum gíf
urlega kostnaðarsöm enda á mesta annatíma félagsins. Næsta vetur
ákvað stjórn félagsins að hætta rekstri DC10 breiðþotunnar og tókst
sem betur fer í mars 1980 að losna við hana til Air Florida.
Að tillögu Arnar Ó. Johnson aðalforstjóra samþykkti stjórn Flugleiða
í ársbyrjun 1979 heimild til að ganga til samninga um kaup á nýrri
Boeing 727208A þotu, sem ætlað var að efla þjónustu félagsins í
Evrópufluginu. Var stefnt að afgreiðslu hennar í maí 1980 og mér falin
umsjón með gerð tæknilýsingar og annan flugrekstrarlegan og tækni
legan undirbúning. Þotan var síðan afhent í Seattle 30. maí 1980,
skráð sem TFFLI, og kom til Íslands morguninn eftir. Árið 1984 var
framleiðslu Boeing 727 gerðarinnar hætt en þá höfðu verið smíðaðar
1832 slíkar vélar. Árið 1988 seldu Flugleiðir þotuna til erlends félags,
en leigðu hana af því til október 1989, þegar hún var endanlega
afskráð hér á landi.
Samtímis komu nýju Boeing 727208A þotunnar árið 1980 var
skollin á alvarleg kreppa í alþjóðlegum flugrekstri og allar frekari hug
myndir um endurnýjun flugflota Flugleiða því lagðar á hilluna í bili.
Við tók nokkurra ára tímabil, sem fól fyrst og fremst í sér alls kyns til
færslur á DC8, 727 og F27 grunngerðum félagsins. Flugleiðir keyptu
til dæmis fjórar notaðar F27200 skrúfuþotur frá Korean Airlines á
hagstæðum kjörum. Þá var það mikið happ félagsins árið 1985 þegar
keyptar voru þrjár DC863 þotur af KLM, sem alla tíð höfðu fengið
fyrsta flokks viðhald. Hver þota kostaði aðeins um þrjár milljónir
dollara, en vegna gildistöku strangari hávaðareglna í Bandaríkjunum
þurfti að eyða álíka upphæð í að búa þær hljóðdeyfum. Þetta reyndist
samt vera afbragðs góð fjárfesting, því fjórum árum síðar voru þær
seldar fyrir um 11 milljón dollara hver og sá hagnaður nýttist vel við
kaup á nýjum þotum fyrir félagið.
Heildarendurnýjun flugflotans
Í júlí 1985 ákvað stjórn Flugleiða að ráða Sigurð Helgason yngri sem
forstjóra félagsins. Meðal þeirra verkefna, sem hann lagði áherslu á,
var að formlega yrði hugað að endurnýjun flugflota félagsins. Fól hann
mér að vinna að tillögum á því sviði. Á þessum árum var innan stjórn
ar félagsins viss togstreita um framtíð NorðurAtlantshafsflugsins. Vildu
sumir stjórnarmenn draga úr því, eða jafnvel hætta með öllu. Með
hliðsjón af þessu ákvað stjórnin að í fyrsta áfanga skyldi hugað að
nýjum þotum, sem eingöngu yrði ætlað að þjóna Evrópufluginu. Miða
skyldi við 135165 farþegasæti.
Á stjórnarfundi 16. desember 1986 var formlega samþykkt að óska
eftir skýrslu um helstu valkosti nýrra flugvéla til Evrópuflugs og að slík
skýrsla verði lögð fyrir stjórnarfund 5. febrúar 1987. Gekk það eftir og
var skýrsla mín: „Endurnýjun flugvéla Flugleiða - 1. áfangi,
Evrópuflugið“, kynnt á þeim fundi. Í henni var fjallað um sjö flugvéla
gerðir, Airbus A320200, Boeing 737300, 737400 og 7J7150, og
McDonnell Douglas MD82, MD83 og MD92X. Í niðurstöðum skýr
slunnar var lagt til, „að stjórn Flugleiða heimili að gengið verði til
samninga við Boeing um kaup tveggja 737-400 flugvéla, sem afhentar
verði vorið 1989.“ Þá var jafnframt i lok skýrslunnar lagt til „að hrað-
að verði könnun á valkostum varðandi flugskýli á Keflavíkurflugvelli,
með það fyrir augum að slíkt flugskýli verði tiltækt eigi síðar en vorið
1989.“
Málið kom til lokameðferðar á stjórnarfundi 29. maí 1987. Þar var
samþykkt að eftirfarandi tillaga hljóti endanlegt samþykki stjórnar
Flugleiða á fyrirhuguðum hátíðarfundi hennar á Akureyri 3. júní 1987
en þá var þess jafnframt minnt þess að 50 ár voru liðin frá stofnfundi
Flugfélags Akureyrar:
„a) Stjórn Flugleiða samþykkir að gerður verði samningur við Boeing
um kaup tveggja flugvéla af gerðinni B737-400, er komi til
afgreiðslu í apríl og maí 1989. Jafnframt verði tryggður kaupréttur
á tveimur öðrum flugvélum sömu gerðar, er kæmu til afgreiðslu í
mars 1990 og mars 1991.
b) Forstjóra félagsins er veitt heimild til undirritunar kaupsamnings og
annara gagna í þessu sambandi, og með venjulegum fyrirvörum
um samþykki stjórnvalda, samþykki stjórnar á endanlegum kaup-
samningi, svo og útvegun fjármagns til kaupanna. Frestur til útveg-
unar fjármagns er til 30. september 1987.„
Aðalfulltrúi Boeing á hátíðarfundinum var Borge Boeskov, V.P.
European Sales. Hann var fæddur á Íslandi árið 1937, móðir hans
íslensk, en faðirinn Lauritz Boeskov garðyrkjumeistari. Svo vill til, að
Lauritz var meðal stofnenda Loftleiða 3. apríl 1944. Fjölskyldan fluttist
til Danmerkur 1948. Að loknu stúdentsprófi fór Borge til Bandaríkjanna,
lauk þar prófi í flugvélaverkfræði, og réði sig til Boeing. Þegar Flugfélag
Íslands keypti Boeing 727108C þotu sína 1967 vann Borge að
afkastaútreikningum fyrir hana og kom nokkrum sinnum til Íslands
vegna þess.
Nýja Boeing 737400 gerðin fór í sitt fyrsta flug 19. febrúar 1988. Í
lok ársins var fyrsta „High Gross Weight“ útgáfa hennar framleidd, en
Flugleiðir höfðu einmitt pantað þá undirgerð, sem var með rúmlega
68 tonna flugtaksþunga. Flugleiðir voru áttunda félagið til að panta
Boeing 737400. Nú, þegar stefnan hafði verið sett á gerðina fyrir
Evrópuflug Flugleiða, var aftur hægt að hefja nánari úttekt á möguleg
um arftaka DC8 í N.Atlantshafsfluginu og einnig fyrir F27 í innan
landsfluginu.
Fljótlega varð vel ljóst, að raunhæft kæmi aðeins ein ný þotugerð til
álita í stað DC8, þ.e. Boeing 757200. Ekki síst vegna þess að frá og
með árinu 1989 gæti Boeing boðið hana með töluvert hærri flugtaks
þunga og meira flugdrægi og jafnframt með samsvarandi sérbúnaði
Við afhendingu Boeing 727-208A þotunnar TF-FLI í Seattle 30. maí
1980 flutti forstjóri Boeing,”T” Wilson, óvænt ræðu. Á myndinni eru
einnig Sigurður Helgason, Jóhannes R.Snorrason og Leifur Magnússon.
Við „Roll-Out” athöfn nýju Boeing 737-400 þotunnar í Seattle 26.
janúar 1988. Í fyrsta skipti er merki íslensks flugfélags á slíkri flugvél.
Leifur Magnússon, Oddrún Kristjánsdóttir, Sigurður Helgason, Unnur
Einarsdóttir og Borge Boeskov.