Verktækni - 2015, Blaðsíða 27

Verktækni - 2015, Blaðsíða 27
VERKTÆKNI 2015/21 27 ritrýndar vísindagreinar Er samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunna í fyrsta árs verkfræðinámskeiði? Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvort „meira er betra“ gildi fyrir sambandið milli verkefnaálags og prófseinkunnar annars vegar og verkefnaálags og ánægju nemenda hins vegar. Einungis var metið verkefnaálag sem tengdist lokaprófi; þ.e., ekki var tekin með vinna sem tengdist tölvuverkefnum sem gáfu hluta af lokaeinkunn og ekki var prófað úr. Verkefnaálagið var metið með því að mæla hversu lengi það tók kennara að leysa vikulegu heimaverkefnin. Ánægja nemenda var metin í árlegu kennslumati námskeiðsins. Einkunnirnar sem voru notaðar voru eingöngu úr skriflegu prófi (ekki vinnueinkunn né lokaeinkunn). Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að það er ekki marktækt samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunnar né verkefnaálags og ánægju nemenda. Lykilorð: verkefnaálag, einkunnir, nemendamat ÁGRIP AbstRAct Fyrirspurnir: Guðmundur V. Oddsson gvo@hi.is Greinin barst 2. október 2014 Samþykkt til birtingar 16. janúar 2015 Rúnar Unnþórsson, Guðmundur V. Oddsson Iðnaðarverkfræði­, vélaverkfræði­ og tölvunarfræðideild, Háskóla Íslands, Hjarðarhagi 2­6. 107 Reykjavík. Inngangur Það hefur lengi verið talið að fleiri verkefni, og þar af leiðandi meira verk- efnaálag, hafi jákvæð áhrif á námsárangur nemenda. Þetta á jafnt við um höfunda þessarar greinar sem og marga aðra sem koma að kennslu. Almenna ályktunin er að meira sé betra. Höfundar fóru þó að efast um þessa ályktun og ákváðu að minnka verkefnaálag í einu ákveðnu námskeiði til að athuga hvort almenna ályktunin stæðist. Þessi grein lítur á 10 ára sögu kennslu námskeiðs í verkfræði, greinir gögn sem safnað var um nám- skeiðið, setur upp og sannreynir tilgátur um samhengi milli vinnuálags, einkunna og ánægju nemenda. Höfundar nálgast þess rannsókn ekki ósvipað og nálgun þeirra Bham et al. (2011) um kennslu á landfræði­ leg upplýsingakerfi þar sem þeir nota Tukey HSD til að staðfesta hvort mismunandi kennslunálganir hafi jákvæð áhrif á einkunn nemenda. Fyrirmynd að þessari rannsókn er vinna Ozaktas (2013) sem skoðaði þróun kennslu í siðfræði fyrir verkfræðinga yfir 16 ára tímabil. Hér eru gögn úr einu námskeiði skoðuð og greind. Gögnin spanna rúmlega áratug þar sem smávægilegar breytingar voru gerðar með það að marki að bæta árangur nemenda. Örfáar rannsóknir hafa verið birtar um samhengi vinnuálags, einkunna og ánægju nemenda. Hins vegar er heilmikið til af greinum þar sem sam- band tveggja af þessum þremur þáttum er skoðað. Leit var framkvæmd á vef Thomson Reuters sem nefnist Web of Science að greinum sem tengja þessa þrjá þætti. Leitarvélin á Web of Science leitar í ISI gagnagrunninum sem – Thomson Reuters heldur úti og – hefur sérstaka stöðu í vísindasam- félaginu. Leitað var að greinum með eftirfarandi leitarskilyrðum: TS = (Student* NEAR Workload*NEAR (perc* OR asses* OR meas­ ur* OR eval*)) AND SU=( “EDUCATION SCIENTIFIC DISCIPLINES” OR “EDUCATION EDUCATIONAL RESEARCH” ) Leitin skilaði 183 niðurstöðum (16. desember 2014). Leitin var þrengd enn frekar með því að bæta TI=(workload*) við leitarskilyrðin og fækkaði þá niðurstöðunum niður í 22 greinar. Titlar og ágrip þessarra greina voru lesnar og kom í ljós að einungis mjög fáar grein- anna fjölluðu um sambærilegt efni og þessi grein. Ein greinin sýndi fram á að tíminn sem nemendur eyða í nám er ekki í samhengi við góðar einkunn- ir (van den Hurk et al., 1998). Peters et al. (2002) fundu ekkert samhengi The purpose of this study was to evaluate whether the general assumption of ‘more is better’ is valid for the relation between workload and the final results, i.e. grades and satisfaction. Only the workload related to assignments was estimated as the other workload did not change. The workload was estimated by measuring the time it took the lecturer to solve the homework assignments and the student satisfaction was estimated by using results from annual student ratings made each year. The grades used were from the final exams only, not the final course grade. The results reveal that there are no relations between the workload, final exam grade and satisfaction, when compared two by two (workload vs. grade, workload vs. satisfaction and grade vs. satisfaction). Keywords: Workload, Grades, Student ratings milli heimaverkefna og einkunna. Þetta styður rannsókn Kember et al. (1995) sem komust að því að góðar einkunnir fást ekki með því að verja miklum tíma í nám. Ein grein sýndi fram á veikt samhengi milli lestrartíma og góðs námsárangurs (Blue et al., 1996). Grein Remedios and Lieberman (2008) fjallar um hvort ánægjumat nemenda sé marktækur kvarði fyrir gæði kennslu en þeir söfnuðu líka upplýsingum um einkunnir og vinnuálag. Þeir komust m.a. að því að vinnuálag og einkunn hafa lítil áhrif á mat nem- enda. Það ber einnig að taka fram að flestir eru sammála um að vinnuálag sem tímamat og upplifað vinnuálag er ekki það sama (Kember, 2004). Við heimildaleit fundust ekki greinar sem skoða samband verkefnaálags, ánægju nemenda og einkunna í námskeiðum í verkfræði eða náttúruvís- indum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna þetta samhengi og svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Er samhengi milli verkefnaálags og prófseinkunnar? 2. Er samhengi milli verkefnaálags og ánægju nemenda? Aðferðafræði Rannsóknin er byggð á fyrsta árs námskeiðinu „Tölvuteikning og fram­ setning“ sem kennt er við véla­ og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Á hverju ári sitja á bilinu 70 og 90 námskeiðið – flestir nem­ endanna eru á öðru misseri í BS námi sínu. Rannsóknin nær yfir 10 ár og samanlagt úrtak er 827 nemendur. Námskeiðið er 6 ECTS, er haldið hvert vor og er kennt á íslensku. Námskeiðið kynnir grunnhugtök og aðferðir við gerð verkfræðilegra teikninga og framsetningu á tæknilegum upplýsingum. Í hverri viku voru haldnir tveir fyrirlestrar (80 mín) og tveir tölvuverstímar (80 mín). Vikulega unnu nemendur heimaverkefni sem skil- að var útprentuðum. Nemendur gátu valið um að vinna verkefnin sem einstaklingsverkefni eða hópverkefni í litlum hópi (2 til 3 nemendur). Verkefni voru metin til einkunnar af aðstoðakennurum og skilað tilbaka í tölvuverstíma þegar unnið var að næstu verkefnaskilum. Öll 10 árin sem rannsóknin nær yfir var námskeiðinu haldið óbreyttu. Sami fyrirlesari sá um fyrirlestrana, skipulag námskeiðsins var haldið óbreyttu, markmiðum námskeiðsins haldið óbreyttum og kennslubókin (á ensku) var einnig sú sama. Skipt var þrisvar um aðstoðarkennara á tímabilinu og komu þeir úr röðum fyrrverandi nemenda. Á hverju ári höfðu nemendur aðgang að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.