Verktækni - 2015, Blaðsíða 56

Verktækni - 2015, Blaðsíða 56
56 VERKTÆKNI 2015/20 TÆKNI- OG vísINdaGreINar 2000. Að lokum var TF­FIV, afhent 12. mars 2001. Þrjár af þessum fjórum þotum voru skráðar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Flugleiða, en TF­FIP hins vegar skráð í eigu Hekla Ltd., sem leigði hana til Flugleiða. Á þessu árabili var einnig bætt við tveimur leiguþotum, TF­FIG fraktþotu 757­23APF og TF­FIW, 757­27B farþegaþotu. Nýja Boeing 757­300 gerðin fór í sitt fyrsta flug 2. ágúst 1998 og var fyrsta eintakið síðan afhent Condor 10. mars 1999. Þessi sama þota hafði áður verið notuð í hliðarvindsprófunum á Keflavíkurflugvelli. Mynd Baldurs Sveinssonar af fyrstu Boeing 757-300 þotunni í hliðarvinds-prófunum á Keflavíkurflugvelli 7. nóvember 1998. Því miður ákváðu Flugleiðir á síðara stigi að kaupa aðeins eina Boeing 757­300 þotu í stað þeirra tveggja, sem upprunalega hafði verið samið um. Þá var móttöku hennar jafnframt frestað um eitt ár. TF­FIX var síðan afhent í Seattle 18. mars 2002, skráð í eigu Flugleiða, og kom til Keflavíkurflugvallar morguninn eftir. Í áranna rás hafa komið til ýmsar endurbætur á Boeing 757 flugflota Flugleiða, nú Icelandair. Þar eru án efa þýðingarmestir vænglingarnir, sem lækka eldsneytiseyðslu um 3­5%, og bæta flugdrægið. Einnig hefur komið til nýr skjábúnaður í stjórnklefa og fullkomin afþreyingar­ kerfi í farþegarýminu nýtt fjarskipta­ og netkerfi fyrir farþega. Farþegasæti og innréttingar hafa af og til verið endurnýjuð. Samkvæmt yfirliti, sem tímaritið Flight International birti í ágúst 2014, voru þá samtals 811 Boeing 757 enn í rekstri flugfélaga, þar af um 63% hjá fimm stórum félögum í Bandaríkjunum. Icelandair var þá sjötti stærsti flugrekandi þeirra með 24 þotur og jafnframt stærsti 757­flugrekandinn utan Bandaríkjanna. Boeing 757 flugfloti Flugleiða hefur þá sérstöðu, að flestar þoturnar eru með að baki tiltölulega lítinn fjölda fluga (cycles) í hlutfalli við skráðan flugtíma. Því er fyllilega raunhæft, að þær geti flestar verið í eðlilegum flugrekstri félagsins fram til áranna 2025­2030, ­ en á því árabili má væntanlega búast við að fram verði kominn verðugur nýr arftaki þeirra. Ein af sex C-32A þotum bandaríska flughersins í aðflugi til lendingar. Boeing 757-208,TF-FIN, máluð í nýju litum, lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Boeing 757-208,TF-FIN, máluð í nýju litum, lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. HVERT LANGAR ÞIG AÐ FARA? 40 ÁFANGASTAÐIR Í N-AMERÍKU OG EVRÓPU. ANCHORAGE HAMBURG ICELAND HELSINKI GLASGOW MANCHESTER BIRMINGHAM LONDON Heathrow & Gatwick GENEVAPARIS MILAN ZURICH AMSTERDAM MUNICH FRANKFURT STAVANGER BERGEN GOTHENBURG OSLO STOCKHOLM TRONDHEIM BRUSSELS MADRID BARCELONA COPENHAGEN BILLUND NEW YORK JFK & Newark ORLANDO BOSTON HALIFAX WASHINGTON D.C. TORONTO CHICAGO MINNEAPOLIS / ST. PAUL DENVER VANCOUVER PORTLAND SEATTLE EDMONTON + icelandair.is Vertu með okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.