Verktækni - 2015, Síða 56
56 VERKTÆKNI 2015/20
TÆKNI- OG vísINdaGreINar
2000. Að lokum var TFFIV, afhent 12. mars 2001. Þrjár af þessum
fjórum þotum voru skráðar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign
Flugleiða, en TFFIP hins vegar skráð í eigu Hekla Ltd., sem leigði hana
til Flugleiða. Á þessu árabili var einnig bætt við tveimur leiguþotum,
TFFIG fraktþotu 75723APF og TFFIW, 75727B farþegaþotu.
Nýja Boeing 757300 gerðin fór í sitt fyrsta flug 2. ágúst 1998 og var
fyrsta eintakið síðan afhent Condor 10. mars 1999. Þessi sama þota
hafði áður verið notuð í hliðarvindsprófunum á Keflavíkurflugvelli.
Mynd Baldurs Sveinssonar af fyrstu Boeing 757-300 þotunni í
hliðarvinds-prófunum á Keflavíkurflugvelli 7. nóvember 1998.
Því miður ákváðu Flugleiðir á síðara stigi að kaupa aðeins eina
Boeing 757300 þotu í stað þeirra tveggja, sem upprunalega hafði
verið samið um. Þá var móttöku hennar jafnframt frestað um eitt ár.
TFFIX var síðan afhent í Seattle 18. mars 2002, skráð í eigu Flugleiða,
og kom til Keflavíkurflugvallar morguninn eftir.
Í áranna rás hafa komið til ýmsar endurbætur á Boeing 757 flugflota
Flugleiða, nú Icelandair. Þar eru án efa þýðingarmestir vænglingarnir,
sem lækka eldsneytiseyðslu um 35%, og bæta flugdrægið. Einnig
hefur komið til nýr skjábúnaður í stjórnklefa og fullkomin afþreyingar
kerfi í farþegarýminu nýtt fjarskipta og netkerfi fyrir farþega.
Farþegasæti og innréttingar hafa af og til verið endurnýjuð.
Samkvæmt yfirliti, sem tímaritið Flight International birti í ágúst
2014, voru þá samtals 811 Boeing 757 enn í rekstri flugfélaga, þar af
um 63% hjá fimm stórum félögum í Bandaríkjunum. Icelandair var þá
sjötti stærsti flugrekandi þeirra með 24 þotur og jafnframt stærsti
757flugrekandinn utan Bandaríkjanna. Boeing 757 flugfloti Flugleiða
hefur þá sérstöðu, að flestar þoturnar eru með að baki tiltölulega lítinn
fjölda fluga (cycles) í hlutfalli við skráðan flugtíma. Því er fyllilega
raunhæft, að þær geti flestar verið í eðlilegum flugrekstri félagsins fram
til áranna 20252030, en á því árabili má væntanlega búast við að
fram verði kominn verðugur nýr arftaki þeirra.
Ein af sex C-32A þotum bandaríska flughersins í aðflugi til lendingar.
Boeing 757-208,TF-FIN, máluð í nýju litum, lágt yfir Reykjavíkurflugvelli.
Boeing 757-208,TF-FIN, máluð í nýju litum, lágt yfir Reykjavíkurflugvelli.
HVERT LANGAR ÞIG AÐ FARA?
40 ÁFANGASTAÐIR Í N-AMERÍKU OG EVRÓPU.
ANCHORAGE
HAMBURG
ICELAND
HELSINKI
GLASGOW
MANCHESTER
BIRMINGHAM
LONDON
Heathrow
& Gatwick
GENEVAPARIS
MILAN
ZURICH
AMSTERDAM MUNICH
FRANKFURT
STAVANGER
BERGEN GOTHENBURG
OSLO
STOCKHOLM
TRONDHEIM
BRUSSELS
MADRID
BARCELONA
COPENHAGEN
BILLUND
NEW YORK
JFK & Newark
ORLANDO
BOSTON
HALIFAX
WASHINGTON D.C.
TORONTO
CHICAGO
MINNEAPOLIS / ST. PAUL
DENVER
VANCOUVER
PORTLAND
SEATTLE EDMONTON
+ icelandair.is Vertu með okkur