Verktækni - 2015, Síða 18
18 VERKTÆKNI 2015/21
ritrýndar vísindagreinar
án ferðaþjónustu af sömu stærð voru sýni tekin jafnar yfir árið, en þó
fæst fyrstu þrjá mánuði ársins og oft flest í desember. Hlutfall frávika
eftir mánuðum er svipað allt árið í báðum flokkum sem gefur til kynna
að tímasetning mælinga hafi ekki mikil áhrif á vatnsgæði.
Mynd 2 sýnir samanburð við stærri veitur. Þar eru teknar saman allir
flokkarnir á mynd 1 með og án ferðaþjónustu og bornir saman við
vatnsveitur með fleiri en 500 íbúa. Myndin sýnir að stóru veiturnar
uppfylltu neysluvatnsreglugerðina mun betur en minni veitur. Einungis
0,9% sýna hjá stærri veitum greindust með E.coli á meðan sýni hjá
minni veitum með og án ferðaþjónustu greindust í 7,5% og 11,9%
tilfella með E.coli.
Sýnatökufjöldinn var skv. töflu 1 um 0,5 sýni á ári á hverja vatns
veitu sem þýðir að sýni eru að meðaltali tekin annað hvert ár hjá öllum
444 vatnsveitunum. Það er í samræmi við lágmarkskröfur neyslu
vatnsreglugerðarinnar fyrir vatnsveitur sem þjóna færri en 150 íbúum.
Umræður
Niðurstöðurnar sýna að vatnsgæði hjá minni vatnsveitum er mun
lakari en hjá stærri veitum. Niðurstöðurnar sýna einnig að þessar
minni veitur sem þjóna aðallega ferðamönnum koma verr út en þær
munur á fjölda sýna sem ekki uppfylltu neysluvatnsreglugerð með og
án ferðaþjónustu. Þegar skoðaðar voru vatnsveitur í dreifbýli með
minna en 50 íbúa þá kom í ljós afgerandi munur í fjölda sýna sem ekki
uppfylltu neysluvatnsreglugerðina. Til dæmis var fjöldi sýna með
saurmengun (E.coli) 8,0% í vatnsveitum án ferðaþjónustu en 13,4%
með ferðaþjónustu. Svipuð hlutfallsleg aukning var fyrir kólígerla og
heildargerlafjölda (HGF). Staðan versnar svo enn þegar um fjallaskála
er að ræða, sérstaklega er varðar heildargerlafjölda og 16,2% sýna
tekin í fjallaskála greindust með E.coli. Flest sýni á ferðamannastöðum
voru tekin yfir sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst, en hjá vatnsveitum
vatnsveitna, sérstaklega með færri en 50 íbúa séu fleiri en nú eru
skráð.
Vatnsveiturnar 444 voru flokkaðar í þrjár stærðarflokka (50150
íbúar, <50 íbúar/matvælafyrirtæki, og fjallaskálar) og svo flokkaðar
með og án ferðaþjónustu. Fjöldi vatnsveitna án ferðaþjónustu eru 237
og með ferðaþjónustu 207. Tafla 1 sýnir fjölda vatnsveitna og sýna í
hverjum flokki.
Skoðað var hvernig neysluvatn uppfyllir reglugerð í þremur þáttum,
þ.e. heildargerlafjölda við 22°C, kólígerla og E.coli, sem allt eru eft
irlitsþættir sem eru vísar á lífræna mengun vatns. Skv. reglugerð er gert
ráð fyrir að mæla E.coli ef kólígerlar greinast og því er fjöldi E.coli
mælinga sá sami og kólígerla. Einnig var gerður samanburður við
vatnsveitur með fleiri en 500 íbúa sem gert var grein fyrir í áðurnefndri
skýrslu Matvælastofnunar.
Heildargerlafjöldi er ekki talinn gefa til kynna hvort um sjúkdóms
valdandi örverur sé að ræða þar sem ekki hefur verið sýnt fram á fylgni
við lýðheilsu en er frekar vísbending um hreinlæti (Bartram o.fl. 2003;
WHO, 2011). Kólígerlar er flokkur baktería sem finnast í miklu magni
í þörmum lífvera og víða í umhverfinu. Tilvist þeirra í vatni getur bent
til áhrifa frá yfirborðsvatni, mengunar frá óþéttum frárennslisrörum
eða leka frá rotþróm. Ef kólígerlar mælast skal samkvæmt reglugerð
mæla E. coli. E.coli er baktería sem tilheyrir kólígerlaflokknum en er
afbrigði sem lifir aðeins í þörmum lífvera með heitt blóð og kemur því
með saur manna og dýra, svo tilvist E.coli bendir því til nýlegrar saur
mengunar. Kröfur reglugerðarinnar eru að heildargerlafjöldi má mest
vera 100 í einum ml en enginn kólígerill eða E.coli mega vera í 100
ml.
Niðurstöður
Mynd 1 sýnir niðurstöður fyrir 444 minni vatnsveitur á Íslandi. Myndin
sýnir að fyrir vatnsveitur sem þjóna 50150 íbúum var óverulegur
Tegund vatnsveitur Fjöldi vatnsveitna
Fjöldi sýna
2010 - 2012
50-150 íbúar án ferðaþjónustu 21 60
50-150 íbúar með ferðaþjónustu 39 77
<50 íbúar án ferðaþjónustu 216 300
<50 íbúar með ferðaþjónustu 140 231
Fjallaskálar 28 37
Alls 444 705
0%
10%
20%
30%
40%
50-‐150
íbúar
án
ferðaþj.
50-‐150
íbúar
með
ferðaþj.
<
50
íbúar
án
ferðaþj.
<
50
íbúar
með
ferðaþj.
Fjallaskálar
Hl
uP
al
l
s
ýn
a
se
m
u
pp
fy
lli
r
e
kk
i
ne
ys
lu
va
tn
sr
eg
lu
ge
rð
í
ör
ve
ru
m
Vatnsveitur
HGF
22°C
Kólígerlar
E.coli
Mynd 1 Hlutfall sýna frá 444 vatnsveitum sem ekki uppfylla
neysluvatnsreglugerð í örverum eftir stærð vatnsveitu og þjónustu við
ferðamenn.
18,0%
15,9%
11,9%
9,7%
8,8%
7,5%
1,9%
1,8%
0,9%
0%
4%
8%
12%
16%
20%
HGF
22°C
Kólígerlar
E.coli
Hl
uP
al
l
s
ýn
a
se
m
u
pp
fy
lli
r
e
kk
i
ne
ys
lu
va
tn
sr
eg
lu
ge
rð
í
ör
ve
ru
m
<
150
með
ferðaþj.
<
150
án
ferðaþj.
>
500
íbúar
Mynd 2 Hlutfall sýna sem uppfylla ekki neysluvatnsreglugerð eftir
tegund og stærð vatnsveitu.
Tafla 1 Fjöldi vatnsveitna og sýna í hverjum flokki.