Verktækni - 2015, Side 25

Verktækni - 2015, Side 25
VERKTÆKNI 2015/21 25 ritrýndar vísindagreinar Við nánari skoðun voru gögnin flokkuð og búinn til hópur fyrirtækja sem uppfylltu tvö skilyrði: l Í upphafi hafði verið gerð áætlun um innri kostnað við inn­ leiðinguna, til dæmis vegna beinnar þátttöku starfsmanna fyrir tækisins (vegna þjálfunar, fræðslu, þátttöku í að greina ferli svo dæmi séu tekin). l Ekki voru tekin með fyrirtæki sem höfðu innleitt gæðakerfi án sérstakrar áætlanagerðar heldur með því að notast fyrst og fremst við virk og regluleg samskipti milli hlutaðeigandi. Alls fimm fyrirtæki uppfylltu þessi skilyrði. Sömu fyrirtæki reyndust líkleg til að beita einnig öðrum aðferðum og tólum verkefnastjórnunar, eins og ræsfundi og formlegum verklokum, formlegri verklýsingu, sundurliðun í verkþætti og skilgreiningu umfangs. Að meðaltali tók innleiðingin 13 mánuði hjá þessum fyrirtækjum og í öllum tilfellum luku þau innleiðingu á þeim tíma sem þau höfðu áætlað að hún tæki. Sjö fyrirtæki héldu því fram að þau hefðu innleitt gæðakerfi án sérstakrar áætlanagerðar heldur með því að notast fyrst og fremst við virk og regluleg samskipti milli hlutaðeigandi. Flest þeirra sögðu að litið hefði verið á innleiðinguna sem verkefni. Þessi fyrirtæki voru þó ekki líkleg til að nota hefðbundin tæki og tól verkefnastjórnunar, nema ræs fund (4 fyrirtæki) og formlegt stjórnskipulag (5 fyrirtæki). Að með­ altali tók innleiðingin 24 mánuði hjá þessum fyrirtækjum og í öllum tilfellum tók innleiðingin lengri tíma en þau höfðu áætlað. Umræður og niðurstöður Innleiðingu ISO 9001 gæðastjórnunarkerfis má tvímælalaust líta á sem verkefni. Þrátt fyrir það liggja ekki fyrir miklar rannsóknir á notkun verkefnastjórnunar í innleiðingu gæðastjórnunarkerfa; og þetta sjón­ arhorn er ekki að finna í nýlegri úttekt á rannsóknum sem tengjast ISO 9001 (Saraiva og Rodrigues, 2009). Navey og Marcus (2005) og Kim og Kumar (2011) settu fram líkön þar sem innleiðing gæðakerfis er skilgreind – en þessi líkön eru mjög almenns eðlis og engar sérstakar upplýsingar koma þar fram um innleiðingu gæðastjórnunarkerfis sem verkefni. Í þessari grein hefur verið fjallað um rannsókn þar sem rætt var við 21 gæðastjóra í jafnmörgum íslenskum fyrirtækjum með ISO 9001 vottuð stjórnkerfi ­ með áherslu á að skoða hvernig staðið var að inn­ leiðingu gæðakerfanna. Hér er um að ræða hátt í 40% allra ISO 9001 vottaðra fyrirtækja á Íslandi. Þau eru ólík að stærð, viðfangsefni þeirra eru margvísleg og helmingur þeirra fékk vottun í fyrsta sinn árið 2010 eða síðar. Fyrirtækin 21 eru góður þverskurður af ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda sögðu að litið hefði verið á innleiðinguna sem verkefni og að beitt hefði verið hefðbundnum aðferðum verkefnastjórnunar; í misjöfnum mæli og með mismunandi hætti þó. Innleiðingin tók að jafnaði 18 mánuði; sem er ekki mjög frábrugðið þeim 14 mánaða meðaltíma sem greint var frá í rannsókn Tang og Kam (1999). Í flestum tilfellum var sett upp formleg tímaáætlun og búið til sérstakt stjórnskipulag um inn­ leiðinguna, sem tiltók hlutverk og ábyrgðarskiptingu. Umfang verkefn­ isins var skilgreint, ytri kostnaður var áætlaður og ákveðið hvernig staðið skyldi að varðveislu upplýsinga. Hefðbundin tól og aðferðir verkefnastjórnunar voru notuð í mörgum tilfellum og dæmi sem þátt­ takendur nefndu oftast til sögunnar voru ræsfundir, formleg verkefnis­ lok, þarfagreining, verklýsing, sundurliðun í verkþætti og hópefli. Lykilþættir árangurs í innleiðingunni, að mati þátttakenda, voru stuðn­ ingur og þátttaka stjórnenda í innleiðingunni, ásamt virkri þátttöku starfsmannanna. Þessar niðurstöður eru í góðu samræmi við niður­ stöður Zeng, Tian og Tam (2007), Yahta og Goh (2001), Al­Najjar og Jawad (2011) og Sampaio, Saraiva og Rodrigues (2009). Rannsóknin leiðir einnig í ljós að vandaður undirbúningur og skýrt stjórnskipulag er einn af lykilþáttum árangurs, að mati þátttakend­ anna. Í raun má líta svo á að hér sé vísað til beitingar klassískrar ver­ kefnastjórnunar. Í ljósi þess að nær öll fyrirtækin kváðust aðspurð hafa litið á innleiðinguna sem verkefni, virðist erfitt að gera nokkurn sam­ anburð á árangri þeirra fyrirtækja sem beittu verkefnastjórnun og þeirra sem ekki gerðu það. Þegar litið er nánar á gögnin kemur hins vegar í ljós að einungis fá fyrirtæki í könnuninni áætluðu fyrir innri kostnaði sínum við innleiðinguna; þeim tíma sem starfsmenn fyrir­ tækjanna vörðu til innleiðingarinnar með einum og öðrum hætti. Nú liggur fyrir í fræðilegum heimildum sem vitnað hefur verið til í þessari grein, að bein og virk þátttaka starfsmanna sé ein helsta lykilforsendan fyrir árangursríkri innleiðingu gæðakerfis. Sömu almennu niðurstöðu má raunar einnig lesa úr viðtölum við þá gæðastjóra sem rætt var við í þessari könnun. Hér kemur því fram ósamræmi sem þarfnast nánari skýringa. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna berlega að fyrirtæki sem gerðu sér grein fyrir innri kostnaði sínum við að innleiða gæðakerfi luku við innleiðinguna á 13 mánuðum að meðaltali og innleiðingin tók aldrei lengri tíma en þessi fyrirtæki höfðu áætlað. Færa má rök fyrir því að umrædd fyrirtæki hafi í raun beitt faglegri áætlanagerð við innleiðinguna, með víðtækum hætti. Til viðmiðunar má þá skoða fyrirtæki sem ekki gerðu áætlanir en byggðu þess í stað innleiðinguna fyrst og fremst á samskiptum. Þessi fyrirtæki luku við innleiðinguna á 24 mánuðum að meðaltali og í öllum tilfellum tók innleiðingin lengri tíma en þau höfðu gert ráð fyrir. Það að gera sér grein fyrir að innleiðing gæðakerfis er verkefni og að bein þátttaka starfsmanna í slíkri innleiðingu sé nauðsynleg í sam­ hengi gæðastjórnunar er eitt. En skilningur á afleiðingum þessa fyrir verkefnastjórnun og áætlanagerð er annað. Ekki er úr vegi að vitna í fræg orð Winston Churchill í niðurlagi þessarar greinar: „Ef þér mis­ tekst að áætla ­ þá ertu að gera áætlun um að mistakast.” Það borgar sig að gera raunhæfa áætlun um innleiðingu gæðakerfis og taka tillit til þess tíma sem starfsmennirnir þurfa að verja til innleiðingarinnar. Þá mun fátt koma á óvart og vænta má þess að árangursríkri inn­ leiðingu ljúki á skemmri tíma en ella. Heimildir Sampaio, P., Saraiva, P., & Rodrigues, A. G. (2009). ISO 9001 certification research: questions, answers and approaches. International Journal of Quality & Reliability Management, 26(1), 38­58. Tang, S. L., & Kam, C. W. (1999). A survey of ISO 9001 implementation in engineering consultancies in Hong Kong. International Journal of Quality & Reliability Management, 16(6), 562­574. Al­Najjar, S. M., & Jawad, M. K. (2011). ISO 9001 Implementation Barriers and Misconceptions: An Empirical Study. International Journal of Business Administration, 2(3). Al­Rawahi, A. M., & Bashir, H. A. (2011). On the implementation of ISO 9001: 2000: a comparative investigation. The TQM Journal, 23(6), 673­687. Zeng, S. X., Tian, P., & Tam, C. M. (2007). Overcoming barriers to sustainable implementation of the ISO 9001 system. Managerial Auditing Journal, 22(3), 244­254. Yahya, S., & Goh, W. K. (2001). The implementation of an ISO 9000 quality system. International Journal of Quality & Reliability Management, 18(9), 941­966. Gunnlaugsdóttir, J. (2010). Vottað gæðakerfi. Hvatar og áskoranir. Þjóðarspegillinn 2010. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hrobjartsson A. & Ingason H.T. Er virði í vottun? (ritrýnd grein), Verktækni 2014/20. Ingason H. Th. Verkefnastjórnunarlegur þroski og staða verkefnastjórnunar í stjórnarráði Íslands. Árbók verkfræðingafélags Íslands (ritrýndur hluti). Desember 2010. Poksinska, B., Eklund, J. A., & Dahlgaard, J. J. (2006). ISO 9001: 2000 in small organisations: Lost opportunities, benefits and influencing factors. International Journal of Quality & Reliability Management, 23(5), 490­512. Naveh, E., & Marcus, A. (2005). Achieving competitive advantage through implementing a replicable management standard: installing and using ISO 9000. Journal of Operations Management, 24(1), 1­26. Priede, J. (2012). Implementation of Quality Management System ISO 9001 in the World and Its Strategic Necessity. Procedia­Social and Behavioral Sciences, 58, 1466­1475.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.