Verktækni - 2015, Blaðsíða 53

Verktækni - 2015, Blaðsíða 53
VERKTÆKNI 2015/20 53 TÆKNI- OG vísINdaGreINar fyrir svonefnt ETOPS­flug og þá var almennt í stóru tveggja­hreyfla breiðþotum Airbus og Boeing. Skýrsla mín, „Kynning á Boeing 757- 200 flugvélum fyrir Flugleiðir“, var kynnt á fundi stjórnar félagsins 9. september 1988. Tillagan um Boeing 757­200 kom aftur til umfjöllunar á næsta fundi stjórnar Flugleiða, 4. Október 1988 og var þá samþykkt heimild til forstjóra að ganga til samninga við Boeing um kaup á tveimur 757 þotum, sem gætu komið til afgreiðslu vorið 1990, og jafnframt tryggð­ ur kaupréttur á einni til viðbótar. Flugdrægi og arðhleðsla Boeing 757­200 var nánast klæðskerasaumuð fyrir leiðakerfi Flugleiða. Engu þýðingarminna fyrir flugreksturinn var hæfileiki hennar til að geta notað tiltölulega stuttar og burðarlitlar flugbrautir. Þannig gæti hún strax nýtt þrjá varaflugvelli á Íslandi: Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Þau 26 ár sem Loftleiðir og síðar Flugleiðir notuðu fjögurra­hreyfla CL­44 skrúfuþotur og DC­8 þotur í N.­Atlantshafsflugi sínu, gátu þær í flugi til Keflavíkur ekki notað neina varaflugvelli á Íslandi. Þær þurftu því ætíð að bera nægjanlegt viðbótareldsneyti til að geta flogið til varaflugvallar í Skotlandi, sem að sjálfsögðu hafði veruleg áhrif á hag­ kvæmni rekstrarins. Formleg undirskrift 757 kaupsamningsins var 19. október 1988 og var talið við hæfi að það væri á fertugasta afmælisári Ameríkuflugs Loftleiða. Samningur Flugleiða og Rolls­Royce um kaup hreyfla og þjónustu við þá var undirritaður 23. nóvember 1988. Þegar sá samn­ ingur var undirritaður grunaði engan viðstaddan, að einn af nýju RB211­535E4 hreyflum okkar ætti eftir að setja heimsmet í áreiðan­ leika. Þar var um að ræða annan upprunalegan hreyfil TF­FIJ, sem var samfleytt „á væng“ í 8,8 ár. ­ Hafði þá þjónað í samtals 40.531 flug­ tíma og í 11.090 flugum. Áætlaður endingartími slíkra hreyfla fyrir fyrstu stórskoðun var þá almennt um 18.000 flugtímar. Fyrstu tvær Boeing 737­408 þoturnar, TF­FIA, Aldís, og TF­FIB, Eydís, voru afhentar í Seattle 28. apríl og 23. maí 1989, og komu til Keflavíkurflugvallar að morgni næsta dags. Þriðja 737­408 þotan, TF­FIC, Védís, var afhent 25. apríl 1990, og sú fjórða og síðasta, TF­FID, Heiðdís, síðan afhent 19. apríl 1991. Allar fjórar þoturnar voru skráðar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Flugleiða. Þegar í höfn voru allar lykilákvarðanir Flugleiða varðandi þotur, var nú aftur hægt að huga að lokaskrefinu, endurnýjun flugvéla innan­ landsflugsins. Þann 10. júlí 1989 sendi ég forstjóra greinargerð „Tillaga um val nýrrar innanlandsflugvélar.“ Þar var birt eftirfarandi tillaga: „Niðurstaðan er sú, að mælt er með kaupum eða kaupleigu á fjórum Fokker 50 flugvélum, sem leysi af hólmi núverandi fimm F27 flugvélar fyrri hluta 1991. Sætaskipun verði miðuð við 50 farþegasæti.“ Í nánari rökstuðningi var bent á mjög góða reynslu okkar af 24 ára samskiptum við Fokker og að flugmenn og tæknimenn félagsins, sem höfðu kynnt sér málin nánar, hafi almennt lýst stuðningi við val á Fokker 50. Þá hafi ýmis félög í Evrópu, sem Flugleiðir hafi samskipti við, til dæmis SAS, Luxair, KLM, Maersk Air og Busy Bee, nú öll valið Fokker 50. Sú gerð bjóði upp á mestu arðhleðsluna, yfirburða flug­ drægi og að­ og brottflugshraði væri lægstur, sem hefði afgerandi þýðingu í flugi um „erfiða“ íslenska flugvelli svo sem Ísafjörð og Vestmannaeyjar. Að lokum gæti Fokker 50 notað núverandi flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli óbreytt, en vegna T­stéla ATR­42 og DHC­8­300 hefði þurft að gera á þeim vissar breytingar. Fyrir lá tilboð Fokker um kaup á öllum fimm eldri F27 flugvélanna á ásættanlegu verði og einnig tilboð dótturfélagsins Aircraft Finance & Trading B.V. um kaupleigu hinna nýju Fokker 50 flugvéla. Stjórn Fyrsta Boeing 757-208 þotan, TF-FIH, afhent í Seattle 4. apríl 1990. Þessi tillaga að útliti nýju Fokker 50 flugvélanna var samþykkt í október 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Verktækni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.