Verktækni - 2015, Qupperneq 53
VERKTÆKNI 2015/20 53
TÆKNI- OG vísINdaGreINar
fyrir svonefnt ETOPSflug og þá var almennt í stóru tveggjahreyfla
breiðþotum Airbus og Boeing. Skýrsla mín, „Kynning á Boeing 757-
200 flugvélum fyrir Flugleiðir“, var kynnt á fundi stjórnar félagsins 9.
september 1988.
Tillagan um Boeing 757200 kom aftur til umfjöllunar á næsta fundi
stjórnar Flugleiða, 4. Október 1988 og var þá samþykkt heimild til
forstjóra að ganga til samninga við Boeing um kaup á tveimur 757
þotum, sem gætu komið til afgreiðslu vorið 1990, og jafnframt tryggð
ur kaupréttur á einni til viðbótar. Flugdrægi og arðhleðsla Boeing
757200 var nánast klæðskerasaumuð fyrir leiðakerfi Flugleiða. Engu
þýðingarminna fyrir flugreksturinn var hæfileiki hennar til að geta
notað tiltölulega stuttar og burðarlitlar flugbrautir. Þannig gæti hún
strax nýtt þrjá varaflugvelli á Íslandi: Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði.
Þau 26 ár sem Loftleiðir og síðar Flugleiðir notuðu fjögurrahreyfla
CL44 skrúfuþotur og DC8 þotur í N.Atlantshafsflugi sínu, gátu þær
í flugi til Keflavíkur ekki notað neina varaflugvelli á Íslandi. Þær þurftu
því ætíð að bera nægjanlegt viðbótareldsneyti til að geta flogið til
varaflugvallar í Skotlandi, sem að sjálfsögðu hafði veruleg áhrif á hag
kvæmni rekstrarins.
Formleg undirskrift 757 kaupsamningsins var 19. október 1988 og
var talið við hæfi að það væri á fertugasta afmælisári Ameríkuflugs
Loftleiða. Samningur Flugleiða og RollsRoyce um kaup hreyfla og
þjónustu við þá var undirritaður 23. nóvember 1988. Þegar sá samn
ingur var undirritaður grunaði engan viðstaddan, að einn af nýju
RB211535E4 hreyflum okkar ætti eftir að setja heimsmet í áreiðan
leika. Þar var um að ræða annan upprunalegan hreyfil TFFIJ, sem var
samfleytt „á væng“ í 8,8 ár. Hafði þá þjónað í samtals 40.531 flug
tíma og í 11.090 flugum. Áætlaður endingartími slíkra hreyfla fyrir
fyrstu stórskoðun var þá almennt um 18.000 flugtímar.
Fyrstu tvær Boeing 737408 þoturnar, TFFIA, Aldís, og TFFIB,
Eydís, voru afhentar í Seattle 28. apríl og 23. maí 1989, og komu til
Keflavíkurflugvallar að morgni næsta dags. Þriðja 737408 þotan,
TFFIC, Védís, var afhent 25. apríl 1990, og sú fjórða og síðasta,
TFFID, Heiðdís, síðan afhent 19. apríl 1991. Allar fjórar þoturnar voru
skráðar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Flugleiða.
Þegar í höfn voru allar lykilákvarðanir Flugleiða varðandi þotur, var
nú aftur hægt að huga að lokaskrefinu, endurnýjun flugvéla innan
landsflugsins. Þann 10. júlí 1989 sendi ég forstjóra greinargerð „Tillaga
um val nýrrar innanlandsflugvélar.“ Þar var birt eftirfarandi tillaga:
„Niðurstaðan er sú, að mælt er með kaupum eða kaupleigu á fjórum
Fokker 50 flugvélum, sem leysi af hólmi núverandi fimm F27 flugvélar
fyrri hluta 1991. Sætaskipun verði miðuð við 50 farþegasæti.“
Í nánari rökstuðningi var bent á mjög góða reynslu okkar af 24 ára
samskiptum við Fokker og að flugmenn og tæknimenn félagsins, sem
höfðu kynnt sér málin nánar, hafi almennt lýst stuðningi við val á
Fokker 50. Þá hafi ýmis félög í Evrópu, sem Flugleiðir hafi samskipti
við, til dæmis SAS, Luxair, KLM, Maersk Air og Busy Bee, nú öll valið
Fokker 50. Sú gerð bjóði upp á mestu arðhleðsluna, yfirburða flug
drægi og að og brottflugshraði væri lægstur, sem hefði afgerandi
þýðingu í flugi um „erfiða“ íslenska flugvelli svo sem Ísafjörð og
Vestmannaeyjar. Að lokum gæti Fokker 50 notað núverandi flugskýli
félagsins á Reykjavíkurflugvelli óbreytt, en vegna Tstéla ATR42 og
DHC8300 hefði þurft að gera á þeim vissar breytingar.
Fyrir lá tilboð Fokker um kaup á öllum fimm eldri F27 flugvélanna
á ásættanlegu verði og einnig tilboð dótturfélagsins Aircraft Finance &
Trading B.V. um kaupleigu hinna nýju Fokker 50 flugvéla. Stjórn
Fyrsta Boeing 757-208 þotan, TF-FIH, afhent í Seattle 4. apríl 1990.
Þessi tillaga að útliti nýju Fokker 50 flugvélanna var samþykkt í október 1990