Verktækni - 2015, Side 53

Verktækni - 2015, Side 53
VERKTÆKNI 2015/20 53 TÆKNI- OG vísINdaGreINar fyrir svonefnt ETOPS­flug og þá var almennt í stóru tveggja­hreyfla breiðþotum Airbus og Boeing. Skýrsla mín, „Kynning á Boeing 757- 200 flugvélum fyrir Flugleiðir“, var kynnt á fundi stjórnar félagsins 9. september 1988. Tillagan um Boeing 757­200 kom aftur til umfjöllunar á næsta fundi stjórnar Flugleiða, 4. Október 1988 og var þá samþykkt heimild til forstjóra að ganga til samninga við Boeing um kaup á tveimur 757 þotum, sem gætu komið til afgreiðslu vorið 1990, og jafnframt tryggð­ ur kaupréttur á einni til viðbótar. Flugdrægi og arðhleðsla Boeing 757­200 var nánast klæðskerasaumuð fyrir leiðakerfi Flugleiða. Engu þýðingarminna fyrir flugreksturinn var hæfileiki hennar til að geta notað tiltölulega stuttar og burðarlitlar flugbrautir. Þannig gæti hún strax nýtt þrjá varaflugvelli á Íslandi: Reykjavík, Akureyri og Egilsstaði. Þau 26 ár sem Loftleiðir og síðar Flugleiðir notuðu fjögurra­hreyfla CL­44 skrúfuþotur og DC­8 þotur í N.­Atlantshafsflugi sínu, gátu þær í flugi til Keflavíkur ekki notað neina varaflugvelli á Íslandi. Þær þurftu því ætíð að bera nægjanlegt viðbótareldsneyti til að geta flogið til varaflugvallar í Skotlandi, sem að sjálfsögðu hafði veruleg áhrif á hag­ kvæmni rekstrarins. Formleg undirskrift 757 kaupsamningsins var 19. október 1988 og var talið við hæfi að það væri á fertugasta afmælisári Ameríkuflugs Loftleiða. Samningur Flugleiða og Rolls­Royce um kaup hreyfla og þjónustu við þá var undirritaður 23. nóvember 1988. Þegar sá samn­ ingur var undirritaður grunaði engan viðstaddan, að einn af nýju RB211­535E4 hreyflum okkar ætti eftir að setja heimsmet í áreiðan­ leika. Þar var um að ræða annan upprunalegan hreyfil TF­FIJ, sem var samfleytt „á væng“ í 8,8 ár. ­ Hafði þá þjónað í samtals 40.531 flug­ tíma og í 11.090 flugum. Áætlaður endingartími slíkra hreyfla fyrir fyrstu stórskoðun var þá almennt um 18.000 flugtímar. Fyrstu tvær Boeing 737­408 þoturnar, TF­FIA, Aldís, og TF­FIB, Eydís, voru afhentar í Seattle 28. apríl og 23. maí 1989, og komu til Keflavíkurflugvallar að morgni næsta dags. Þriðja 737­408 þotan, TF­FIC, Védís, var afhent 25. apríl 1990, og sú fjórða og síðasta, TF­FID, Heiðdís, síðan afhent 19. apríl 1991. Allar fjórar þoturnar voru skráðar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Flugleiða. Þegar í höfn voru allar lykilákvarðanir Flugleiða varðandi þotur, var nú aftur hægt að huga að lokaskrefinu, endurnýjun flugvéla innan­ landsflugsins. Þann 10. júlí 1989 sendi ég forstjóra greinargerð „Tillaga um val nýrrar innanlandsflugvélar.“ Þar var birt eftirfarandi tillaga: „Niðurstaðan er sú, að mælt er með kaupum eða kaupleigu á fjórum Fokker 50 flugvélum, sem leysi af hólmi núverandi fimm F27 flugvélar fyrri hluta 1991. Sætaskipun verði miðuð við 50 farþegasæti.“ Í nánari rökstuðningi var bent á mjög góða reynslu okkar af 24 ára samskiptum við Fokker og að flugmenn og tæknimenn félagsins, sem höfðu kynnt sér málin nánar, hafi almennt lýst stuðningi við val á Fokker 50. Þá hafi ýmis félög í Evrópu, sem Flugleiðir hafi samskipti við, til dæmis SAS, Luxair, KLM, Maersk Air og Busy Bee, nú öll valið Fokker 50. Sú gerð bjóði upp á mestu arðhleðsluna, yfirburða flug­ drægi og að­ og brottflugshraði væri lægstur, sem hefði afgerandi þýðingu í flugi um „erfiða“ íslenska flugvelli svo sem Ísafjörð og Vestmannaeyjar. Að lokum gæti Fokker 50 notað núverandi flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli óbreytt, en vegna T­stéla ATR­42 og DHC­8­300 hefði þurft að gera á þeim vissar breytingar. Fyrir lá tilboð Fokker um kaup á öllum fimm eldri F27 flugvélanna á ásættanlegu verði og einnig tilboð dótturfélagsins Aircraft Finance & Trading B.V. um kaupleigu hinna nýju Fokker 50 flugvéla. Stjórn Fyrsta Boeing 757-208 þotan, TF-FIH, afhent í Seattle 4. apríl 1990. Þessi tillaga að útliti nýju Fokker 50 flugvélanna var samþykkt í október 1990

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.