Verktækni - 2015, Page 56

Verktækni - 2015, Page 56
56 VERKTÆKNI 2015/20 TÆKNI- OG vísINdaGreINar 2000. Að lokum var TF­FIV, afhent 12. mars 2001. Þrjár af þessum fjórum þotum voru skráðar hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Flugleiða, en TF­FIP hins vegar skráð í eigu Hekla Ltd., sem leigði hana til Flugleiða. Á þessu árabili var einnig bætt við tveimur leiguþotum, TF­FIG fraktþotu 757­23APF og TF­FIW, 757­27B farþegaþotu. Nýja Boeing 757­300 gerðin fór í sitt fyrsta flug 2. ágúst 1998 og var fyrsta eintakið síðan afhent Condor 10. mars 1999. Þessi sama þota hafði áður verið notuð í hliðarvindsprófunum á Keflavíkurflugvelli. Mynd Baldurs Sveinssonar af fyrstu Boeing 757-300 þotunni í hliðarvinds-prófunum á Keflavíkurflugvelli 7. nóvember 1998. Því miður ákváðu Flugleiðir á síðara stigi að kaupa aðeins eina Boeing 757­300 þotu í stað þeirra tveggja, sem upprunalega hafði verið samið um. Þá var móttöku hennar jafnframt frestað um eitt ár. TF­FIX var síðan afhent í Seattle 18. mars 2002, skráð í eigu Flugleiða, og kom til Keflavíkurflugvallar morguninn eftir. Í áranna rás hafa komið til ýmsar endurbætur á Boeing 757 flugflota Flugleiða, nú Icelandair. Þar eru án efa þýðingarmestir vænglingarnir, sem lækka eldsneytiseyðslu um 3­5%, og bæta flugdrægið. Einnig hefur komið til nýr skjábúnaður í stjórnklefa og fullkomin afþreyingar­ kerfi í farþegarýminu nýtt fjarskipta­ og netkerfi fyrir farþega. Farþegasæti og innréttingar hafa af og til verið endurnýjuð. Samkvæmt yfirliti, sem tímaritið Flight International birti í ágúst 2014, voru þá samtals 811 Boeing 757 enn í rekstri flugfélaga, þar af um 63% hjá fimm stórum félögum í Bandaríkjunum. Icelandair var þá sjötti stærsti flugrekandi þeirra með 24 þotur og jafnframt stærsti 757­flugrekandinn utan Bandaríkjanna. Boeing 757 flugfloti Flugleiða hefur þá sérstöðu, að flestar þoturnar eru með að baki tiltölulega lítinn fjölda fluga (cycles) í hlutfalli við skráðan flugtíma. Því er fyllilega raunhæft, að þær geti flestar verið í eðlilegum flugrekstri félagsins fram til áranna 2025­2030, ­ en á því árabili má væntanlega búast við að fram verði kominn verðugur nýr arftaki þeirra. Ein af sex C-32A þotum bandaríska flughersins í aðflugi til lendingar. Boeing 757-208,TF-FIN, máluð í nýju litum, lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. Boeing 757-208,TF-FIN, máluð í nýju litum, lágt yfir Reykjavíkurflugvelli. HVERT LANGAR ÞIG AÐ FARA? 40 ÁFANGASTAÐIR Í N-AMERÍKU OG EVRÓPU. ANCHORAGE HAMBURG ICELAND HELSINKI GLASGOW MANCHESTER BIRMINGHAM LONDON Heathrow & Gatwick GENEVAPARIS MILAN ZURICH AMSTERDAM MUNICH FRANKFURT STAVANGER BERGEN GOTHENBURG OSLO STOCKHOLM TRONDHEIM BRUSSELS MADRID BARCELONA COPENHAGEN BILLUND NEW YORK JFK & Newark ORLANDO BOSTON HALIFAX WASHINGTON D.C. TORONTO CHICAGO MINNEAPOLIS / ST. PAUL DENVER VANCOUVER PORTLAND SEATTLE EDMONTON + icelandair.is Vertu með okkur

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.