Þjóðmál - 01.03.2016, Side 9

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 9
lagaþingi og svipta með því alþingi valdi til stjórnlagabreytinga. Jóhanna flutti árið 1995 þingmanna- frumvarp um stjórnlagaþing. Þetta var á þeim árum sem hún starfaði í eigin flokki, Þjóðvaka, eftir að hafa orðið undir innan Alþýðuflokksins. Framsóknarmenn aðhyllt- ust síðar skoðanir um sérstakt stjórnlaga- þing. Hugmyndin um slíkt þing var ein af málefnalegum ástæðum þess að Fram- sóknarmenn veittu minnihlutastjórn Jóhönnu brautargengi í mars 2009. í framsöguræðu Jóhönnu fyrir stjórnarskrárbreytingunum 6. mars 2009 sagði hún meðal annars: „Aldrei fyrr hefur jafnsterk krafa komið fram um nauðsyn þess að íslendingar setji sér nýja stjórnarskrá frá grunni. Þar hefur einkum verið rætt um þörf á að breyta skipulagi löggjafarvalds og framkvæmdar- valds og aðskilnaði milli þessara tveggja valdþátta, reglum um ábyrgð handhafa framkvæmdarvaldsins og eftirliti þingsins með starfi stjórnvalda og ekki síst um möguleika þjóðarinnar á að taka beinan þátt í ákvörðunum með þjóðaratkvæða- greiðslu. í þeirri umræðu hefur sjónum verið beint að uppruna íslensku stjórnarskrárinnar og þeirri staðreynd að stór hluti ákvæða hennar stendur óbreyttur frá árinu 1874. Þessi ákvæði endurspegla því hvorki þann veruleika sem er uppi varðandi meðferð framkvæmdarvaldsins nétryggja nægilega aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafar- valds og nauðsynlegt aðhald þings með framkvæmdarvaldi. í Ijósi þess að stjórnmálaflokkum hefur ekki tekist að ná samstöðu um nauðsyn- legar breytingar á nokkrum meginþáttum í núgildandi stjórnarskrá, þráttfyrir ítrekaðar tilraunir, viljum við nú freista þess að stofna til sérstaks stjórnlagaþings með þjóðkjörn- um fulltrúum sem verði falið þetta mikil- væga verkefni." Til þessara orða er vitnað til að minna á áróðurinn sem Jóhanna og félagar mögnuðu upp gegn stjórnarskránni á valdatíma hennar. Látið var í veðri vaka að stjórnarskráin hefði Látið var í veðri vaka að stjórnarskráin hefði átt einhverja sök á banka- hruninu og síðan var höfðað til frum- stæðra þjóðernistilfinninga með því að kenna lýðveldisstjórnarskrána við Danakonung. Mátti skilja þetta svo að til stæði að finna upp eitthvert séríslenskt stjórnlagakerfi samhliða því sem vegið var að stjórnmála- kerfinu með yfirlýsingum um að því væri um megn að laga stjórnarskrána að breyttum aðstæðum. átt einhverja söká bankahruninu og síðan var höfðað til frumstæðra þjóðernistilfinninga með því að kenna lýðveldisstjórnarskrána við Danakonung. Mátti skilja þetta svo að til stæði að finna upp eitthvert séríslenskt stjórnlagakerfi samhliða því sem vegið var að stjórnmálakerfinu með yfirlýsingum um að því væri um megn að laga stjórnarskrána að þreyttum aðstæðum. Kreddufestan sem birtist í málflutningi Jóhönnu setti svip sinn á afstöðu hennartil stjórnaskrármálsins þar til yfir lauk fyrir kosn- ingar 2013. Þá náðist sátt um meðferð stjórn- arskrármálsins á alþingi með nýju ákvæði um stundarsakir sem fól í sér undantekningu frá reglu 1. mgr. 79. gr. um stjórnarskrárbreyt- ingar. Samþykki alþingi sem nú situr tillögur stjórnarskrárnefndarinnar með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skulu þær bornar undiratkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Heimildin er tímabundin til 30. apríl 2017. Öfgasinnaðir áhugamenn um að kollvarpa lýðveldisstjórnarskránni snúast að líkindum gegn breytingartillögunum sem hafa verið kynntar. Fylgi almennings við skoðanir þessa hóps hefur hins vegar jafnan reynst lítið. Er auðvelt að færa rök gegn þeirri skoðun að stjórnarskráin standi íslensku þjóðlífi fyrir þrifum. VORHEFTI2016 7

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.