Þjóðmál - 01.03.2016, Side 10

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 10
MargrétTryggvadóttir, fyrrverandiþingmaður, hefurlýst samskiptum sínum við Birgittu Jónsdóttur. III. MargrétTryggvadóttir sat á alþingi í hópi með Birgittu Jónsdóttur, núverandi pírata, á kjörtímabilinu 2009 til 2013. í bók sinni Útistöðum frá árinu 2014 lýsir Margrét sam- skiptum sínum við Birgittu. Af þeim má ráða að Birgitta hafi ekki komið fram af heilindum. Birgitta tilkynnti Margréti og Þór Saari í þing- hópnum bréflega 17.júlí 2012 áform sín um að ganga til liðs við þá sem undirbjuggu stofn- un Pírata-flokks á íslandi. Ákvörðun Birgittu um að hverfa úr þinghópnum og segja skilið við Margréti má rekja til þess að hún komst ekki á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna undir merkjum þinghópsins. Margrét segir um Birgittu: „Hún vildi gjarnan vera allt í öllu og visst formleysi, þar sem hver getur gengið í nánast öll störf án þess að hafa verið falin þau sérstaklega, hentaði henni mjög vel. [bls.457] Nú fær Birgitta mótbyr innan flokks pírata og er sökuð um valdabrölt og minna lýsingar á því á reynslu MargrétarTryggvadótturá það sem nú gerist meðal pírata. Mánudaginn 22. febrúar birti Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, eftirfarandi lýsingu á Birgittu á svonefndu Pírataspjalli: „Það er gjörsamlega óþolandi að þing- maður láti endurtekið titla sig sem leiðtoga eða formann eða kaptein flokksins án þess að vera það. Koma svo með yfirlýsingar í fjölmiðlum um hitt eða þetta án þess að hafa til þess umboð frá félagsmönnum. Svona sólóplay og röng framsetning á sannleikanum er óheiðarleg, bæði gagn- vart flokknum, félagsmönnum, kjósendum og þeim reglum og ferlum sem Píratar notast við." í fyrstu brást Birgitta illa við þessum ummælum og krafðist þess að Erna Ýr bæði sig afsökunar á þeim sem hún gerði ekki. Birgitta sagði síðan annars staðar á FB-þræði pírata: „Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa þykkan skráp að þá er þetta eilífa niðurrif að byrja að hafa djúpstæð áhrif." Á mbl.is birtust þriðjudaginn 23. febrúar viðbrögð Helga Hrafns Gunnarssonar, þing- manns og varaþingflokksformanns pírata, sem taldi eðlilegt, augljóst og sjálfsagt mál að klofningur gæti orðið í flokknum.„Ég kýs að hafa ekki áhyggjur af því," sagði Helgi og bætti við um Birgittu: „Mér finnst það skjóta skökku við að manneskja í valdastöðu, sem í þokkabót hefur opinberlega rægt aðra, þónokkuð oft og mikið, taki þessu svona og upplifi sjálfa sig ífórnarlambshlutverki." í orrahríðinni vógu þessi orð Helga Hrafns þungt enda sneri Birgitta við blaðinu miðviku- daginn 24. febrúar í opnu bréfi til pírata og sýndi meðal annars þá auðmýkt að biðjast afsökunar á að hafa óttast um að kosninga- kerfi innan flokks pírata yrði misnotað af þeim er aðhylltust frjálshyggju í anda frjálshyggjufélagsins. Á einu stigi málsins notaði Birgitta óttann við frjálshyggjumenn 8 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.