Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 10

Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 10
MargrétTryggvadóttir, fyrrverandiþingmaður, hefurlýst samskiptum sínum við Birgittu Jónsdóttur. III. MargrétTryggvadóttir sat á alþingi í hópi með Birgittu Jónsdóttur, núverandi pírata, á kjörtímabilinu 2009 til 2013. í bók sinni Útistöðum frá árinu 2014 lýsir Margrét sam- skiptum sínum við Birgittu. Af þeim má ráða að Birgitta hafi ekki komið fram af heilindum. Birgitta tilkynnti Margréti og Þór Saari í þing- hópnum bréflega 17.júlí 2012 áform sín um að ganga til liðs við þá sem undirbjuggu stofn- un Pírata-flokks á íslandi. Ákvörðun Birgittu um að hverfa úr þinghópnum og segja skilið við Margréti má rekja til þess að hún komst ekki á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna undir merkjum þinghópsins. Margrét segir um Birgittu: „Hún vildi gjarnan vera allt í öllu og visst formleysi, þar sem hver getur gengið í nánast öll störf án þess að hafa verið falin þau sérstaklega, hentaði henni mjög vel. [bls.457] Nú fær Birgitta mótbyr innan flokks pírata og er sökuð um valdabrölt og minna lýsingar á því á reynslu MargrétarTryggvadótturá það sem nú gerist meðal pírata. Mánudaginn 22. febrúar birti Erna Ýr Öldudóttir, formaður framkvæmdaráðs Pírata, eftirfarandi lýsingu á Birgittu á svonefndu Pírataspjalli: „Það er gjörsamlega óþolandi að þing- maður láti endurtekið titla sig sem leiðtoga eða formann eða kaptein flokksins án þess að vera það. Koma svo með yfirlýsingar í fjölmiðlum um hitt eða þetta án þess að hafa til þess umboð frá félagsmönnum. Svona sólóplay og röng framsetning á sannleikanum er óheiðarleg, bæði gagn- vart flokknum, félagsmönnum, kjósendum og þeim reglum og ferlum sem Píratar notast við." í fyrstu brást Birgitta illa við þessum ummælum og krafðist þess að Erna Ýr bæði sig afsökunar á þeim sem hún gerði ekki. Birgitta sagði síðan annars staðar á FB-þræði pírata: „Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa þykkan skráp að þá er þetta eilífa niðurrif að byrja að hafa djúpstæð áhrif." Á mbl.is birtust þriðjudaginn 23. febrúar viðbrögð Helga Hrafns Gunnarssonar, þing- manns og varaþingflokksformanns pírata, sem taldi eðlilegt, augljóst og sjálfsagt mál að klofningur gæti orðið í flokknum.„Ég kýs að hafa ekki áhyggjur af því," sagði Helgi og bætti við um Birgittu: „Mér finnst það skjóta skökku við að manneskja í valdastöðu, sem í þokkabót hefur opinberlega rægt aðra, þónokkuð oft og mikið, taki þessu svona og upplifi sjálfa sig ífórnarlambshlutverki." í orrahríðinni vógu þessi orð Helga Hrafns þungt enda sneri Birgitta við blaðinu miðviku- daginn 24. febrúar í opnu bréfi til pírata og sýndi meðal annars þá auðmýkt að biðjast afsökunar á að hafa óttast um að kosninga- kerfi innan flokks pírata yrði misnotað af þeim er aðhylltust frjálshyggju í anda frjálshyggjufélagsins. Á einu stigi málsins notaði Birgitta óttann við frjálshyggjumenn 8 ÞJÓÐMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.