Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 19

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 19
Enn og aftur er grafið undan séreigna- stefnunni. Að þessu sinni í skjóli ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Frumvarp Eyglóar Flarðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um húsnæðisbætur byggir á hugmyndafræði félagshyggjunnar þar sem sameiginlegir fjármunir borgar- anna - skattfé - er notað til að byggja upp félagslegt íbúðakerfi, beina almenningi inn á leigumarkað með fjárhagslegum hvötum og refsingum. Áherslan er á leigu í stað eignar. Séreignastefnan er gerð hornreka. Lítið er hugað að leiðum til að lækka byggingar- kostnað s.s. með breytingum á bygginga- reglugerðum, lækka margvísleg gjöld sveitarfélaga, breyta lögum um neytendalán eða beita nýjum aðferðum við að aðstoða fólk að eignast eigið húsnæði. Lausnarorðið er leiga. Gegn láglaunafólki og millistéttinni Eignamyndun millistéttarinnarog þeirra sem hafa lægri laun stendur á tveimur megin- stoðum. Annars vegar á lífeyrisréttindum og hins vegar á verðmæti eigin húsnæðis. Frumvarp húsnæðismálaráðherra grefur undan síðari stoðinni. Fólk og þá ekki síst með meðaltekjur og lægri er þvingað inn á leigumarkað. Um leið er dregið úr eigna- myndun þess á komandi áratugum. Afleiðingin: Margir festast í gildru fátæktar undir lok starfsævinnar. Og það mun aftur auka þrýsting á hærri útgjöld ríkissjóðs í gegnum almannatryggingakerfið til að tryggja sæmileg lífskjör. Óhætt er að fullyrða að góð sátt sé um það hér á landi að tryggja með sem bestum hætti fjárhagslega afkomu allra. Við viljum að allir geti lifað með mannlegri reisn óháð aldri, starfsgetu eða erfiðra félagslegra aðstæðna. Þess vegna höfum við komið upp víðtæku öryggisneti með almannatryggingum, félagsaðstoð sveitarfélaga og ekki síst með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Fjárhagsleg aðstoð við einstaklinga og fjölskyldur má hins vegar ekki refsa líkt og nú er t.d. gert með fyrirkomulagi örorkubóta, þar sem jafnvel hið minnsta sjálfsaflafé er gert upptækt með skerðingu bóta. Með sama hætti má opinberfjárhagsstuðning- ur ekki verða til þess einstaklingar og fjölskyldur neyðist til að leita sér skjóls í félagslegum búsetuúrræðum með þvíað refsa þeim fjárhagslega sem leggja mikið á sig til að eignast eigið húsnæði. Með því er grafið undan séreignastefnunni og þar með fjárhagslegu sjálfstæði til frambúðar. Versta tegund opinberrar aðstoðar er þegar dregið er úr hvata einstaklingsins til að afla sér lífsviðurværis - standa á eigin fótum og komast í bjargálnir. Nái frumvarp húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbætur fram að ganga verður ekki aðeins stigið stórt skrefið í að umbylta íslensku húsnæðiskerfi, heldur verður innleitt opinbert stuðningskerfi af verstu tegund. Vinstri menn félagshyggjunnar fagna. Draum- urinn um félagslegt íbúðakerfi þar sem sér- eignastefnan er hornreka, mun rætast. Hugmyndafræði og lífssýn Þingmenn standa alltaf frammi fyrir þeirri spurningu hvernig best sé og skynsamlegast að verja takmörkuðum fjármunum ríkis- sjóðs. Þegar þeir taka ákvörðun hljóta þeir að byggja á pólitískri sannfæringu - hugmynda- fræði og lífssýn. Frá árinu 2000 hefur ríkissjóður sett um 247 þúsund milljónir króna (á verðlagi 2015) í húsnæðismál, fyrst og fremst í formi vaxtabóta og til að koma í veg fyrir gjaldþrot íbúðalánasjóðs. Við þetta bætast nær 80 þúsund milljónir króna sem varið verður í skuldaleiðréttingu á næstu árum. (Sjá sérkafla á bls. 21). Auk þess hefur ríkissjóður tekið þátt í fjármögnun almennra húsaleigubóta, en framkvæmd húsaleigubótakerfisins hefur verið í höndum sveitarfélaganna. Þessu verður breytt samkvæmt frumvarpi hús- næðismálaráðherra. Frá árinu 2007 til 2015 hefur ríkissjóður greitt liðlega 27 þúsund milljónir króna vegna þessa á verðlagi síðasta árs. Á síðasta ári nemur áætluð fjárhæð 4.541 milljón. Þetta eru gríðarlegar fjárhæðir og sá er þetta skrifar er sannfærður um að fjármunum VORHEFTI2016 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.