Þjóðmál - 01.03.2016, Page 37

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 37
Frá kjarnorkuverinu í Fukushima íJapan eftir slysið 2011. Visindaheimurinn hefur eftir slysið enn hert á leitinni að vist- vænum aðferðum við raforkuvinnslu, sem leyst gætu afhólmi bæði gamlar gerðir kjarnorkuvera og orkuver knúin jarð- efnaetdsneyti. Þá voru dregnar fram hugmyndir, sem bandaríski flugherinn hafði fengist við rannsóknir á 1960-1970. Mynd: Greg Webb/IAEA á ári á„umhverfisvænum" kjarnorkuverum, köldum samruna, rafgeymaþróun og öðru vænlegu. Það er þó ekki svo að skilja, að vísinda- heimurinn hafi setið með hendur í skauti í þessum efnum. Eftir kjarnorkuslysið í Fuku- shima í Japan árið 2011 var enn hert á leit að vistvænum aðferðum við raforkuvinnslu, sem leyst gætu af hólmi bæði gamlar gerðir kjarnorkuvera og orkuver knúin jarðefnaelds- neyti. Þá voru dregnar fram hugmyndir, sem bandaríski flugherinn hafði fengist við rannsóknir á 1960-1970. Um er að ræða kjarnorkuofn, knúinn frumefninu þóríum í saltupplausn (MRS-Molten Salt Reactors). „Það, sem er sérstakt við þessa kjarnaofna, er, að þeir geta notað þóríum, úran og plútón sem eldsneyti og breyta allt að 99 % orkunnar í varma, í stað 2%-3% nýtingar, eins og hún er í kjarnorkuverum í rekstri. Og það þarf ekki að auðga úranið. Það þýðir, að þessir kjarnaofnar eru allt að 100 sinnum betri en þeir, sem notaðir eru í dag, og margfalt umhverfisvænni. Úrganginn frá þeim þarf einungis að geyma í fáeina áratugi í stað tugþúsunda ára. Og, það sem meira er: Úrganginn frá núverandi kjarnaofnum ásamt kjarnorkuvopnum má vel nýta sem eldsneyti í þessum nýju kjarna- ofnum. Það er stórt, vistvænt framfaraskref út af fyrir sig."4 Hér er um að ræða þróun, sem skipt getur sköpum í baráttunni við loftslagsvána, og furðulegt, hvað hún fer hljótt. Samt reikna bandarísk fyrirtæki, sem standa að þessari þróun, með að geta markaðssett vöru sína árin 2020-2022, og að framleiðsluafköstin í BNA á árabilinu 2022-2025 verði um 200 MW/dag. Kínverjar o.fl. stunda einnig þessar rannsóknir, og það er ekki ólíklegt, að á áratugnum 2020-2030 verði framleidd „þóríum-kjarnorkuver" með heildar afkasta- getu, sem nemur allt að 1000 GW. Til VORHEFTI2016 35

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.